Litli Bergþór - 01.05.2008, Page 23
sörtgurinn. Kvaö alla ungmennafélaga skylda að
gera sitt til að þessi góði siður legðist ekki niður.
Skoraði að endingu á alla þá, sem ynnu söng, að
vinna að því eftir megni að hann legðist ekki niður á
heimilum. “
Jón Agúst Jónsson og Þórður Þórðarson taka undir
með framsögukonu. Formaður er einnig sammála
henni, og er málið afgreitt með því að tillaga frá
honum er „samþykkt í einu hljóði. “ Hún er
svohljóðandi: „Fundurinn samþykkir að eftirleiðis
séu allir fundir félagsins, sem haldnir eru á helgum
dögum, byrjaðir með sálmasöng og lestri. “ Þessari
reglu mun svo hafa verið haldið a. m. k. í rúm 20 ár.
Aðflutningsbann
Þorsteinn Þórarinsson hefur framsögu á fundi
sunnudag 16. júní 1912, og hefur málefni hans
fyrirsögnina „Aðflutningsbannið. “ Umræðan fer
fram við vörðuna Skrögg fyrir ofan Vatnsleysu. Frá
framsöguræðunni segir svo í fundargerðinni: „Áleit
gaman að rœða það innan félagsins og heyra álit
manna. Bar saman ástandið fyrr og nú og benti á
minnkandi vínnautn. Þakkaði það allmjög frjálsum
samtökum, bindindisfélögum og einkum Good-
Templarareglunni. Taldi menn sammála um að það
takmark þyrfti að nást að vínnautn hyrfi algjörlega
úr sögunni, en menn greindi á um leiðir. Sneri
þvínœst að aðalefninu, aðflutningsbannlögunum
íslensku og talaði móti þeim langt mál og afmikilli
sannfœringu ogfœrði mörg rök máli sínu til
stuðnings, er hér yrði oflangt upp að telja. “
Guðríður Þórarinsdóttir andmælti bróður sínum.
„ Kvaðst algerlega hafa misst þá trú að frjáls
samtök t. d. Ungmennafélagið gœti útrýmt ofdrykkju.
Taldi skyldu að leggja eitthvað á sig til að bjarga
ofdrykkjumönnum. “
Viktoría var einnig ósammála framsögumanni.
„Kvaðst að vísu sjáýmsa galla á aðflutningsbanni,
en þó blœddi sér enn meir í augu böl það er
ofdrykkjan bakaði. “
Guðni Þórarinsson „tjáði sig einnig móti framsögu-
manni. Vildi gjarnan leggja töluvert á sig til þess
að ofiiautn víns yrði útrýmt. “
Guðmundur Guðnason tekur einnig til máls, en
einungis eftirfarandi er haft eftir honum: „Sagði að
bindindismönnum fœrist yfirleitt ekki að svara
drykkjumönnum um eyðslusemi. “
Þegar hér var komið virtist hafa verið farinn að
færast nokkur hiti í umræður, því Ingvar
Guðmundsson lætur þess getið að hann geti „talað
um þetta mál án þess að liitna. “ Síðan segir svo frá
ræðu hans: „Kvaðst eitt sinn hafa verið móti
aðflutningsbanni en hafa nú breytt skoðun sinni.
Talaði síðan alllengi móti rœðu framsögumanns og
benti á ráð við ýmsum örðugleikum er hann hafði
óttast, ef bannlögin kœmust íframkvœmd. Lauk
rœðu sinni með því að telja heppilegast að flytja
ekkert áfengi til landsins án þess að hann teldi
nauðsynlegt að binda sig við orð og lög alþingis. “
Sigurlaug Erlendsdóttir.
Framsögumaður mótmælti síðan „ rœðum þeim er til
hans voru stílaðar.“ Ingvar og Viktoría taka til
máls aftur „og urðu ekki samdóma framsögumanni
frekar en áður. “ Er þá málið tekið út af dagskrá
enda farið að kólna í veðri.
I sambandi við þessar umræður er rétt að rifja upp
að í byrjun þessa árs hafði gengið í gildi
aðflutningsbann á áfengi. En það hafði verið
samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 10. september
1908, og lög um það voru samþykkt á alþingi 1. maí
árið eftir. Sala á áfengisbirgðum, sem til voru í
landinu, var þó heimil til ársloka 1914.
Kvenréttindi
Kristrún Eyvindsdóttir hefur framsögu um
kvenréttindi á fundi 13. apríl 1913. „Kvað hún
marga - einkum karlmenn - vera því mótfallna að
konur fengju jafnrétti við karla, jafnvel þó allir hlytu
að sjá að þœr hefðu fulla heimtingu á því. Aleit það
í meira lagi einkennilegt að misrétti skyldi nokkurn
tíma hafa komist á. Minntist hún á það að fyrr á
tímum hefði konan verið nokkurs konar þræll
mannsins, en eftir því sem menningin óx hefði
jafnrétti dálítið aukist. Það sem hún kvað marga
karlmenn óttast mest ef kvenréttindi kæmust á, og
konur t. d. kæmust á alþing, þá myndi stjórnin verða
verri í landinu, og það sem þeir fœrðu máli sínu til
sönnunar vœri að konur vœru yfirleitt örari í skapi
og æsingameiri en karlmenn. Kvað hún þetta eftil
vill geta komið til afþví að starfsvið konunnar væri
meira innanbœjar, en karlmenn ynnu aftur á móti
flest sín verk úti við og losnuðu þar afleiðandi við
mörg umsvif fram yfir konur. En annars nvyndu
konur venjast við opinber störfeins og karlar þegar
fram liðu stundir. Greindar stúlkur áleit
framsögukona eins geta orðið embœttismenn eins og
karlar. Þá benti hún á það að víða myndi það eiga
sér stað að konan vissi ekkert um fjármál heimilisins.
Þetta vœri ófœrt allra hluta vegna. Konan gæti t. d.
allt eins haft vit á þeim og bóndinn, og efhans missti
við vœri hún þeim að öllu leyti ókunnug, efhún hefði
engin afskipti haft afþeim áður. Þetta ætti því eigi
þannig að vera. Skoraði þar nœst á konur að láta
mál þetta til sín taka. “
23 Litli Bergþór