Litli Bergþór - 01.05.2008, Qupperneq 24
Þorsteini Þórarinssyni finnst framsögukona hafa
gert of mikið úr misréttinu. „Þœr vœru þegar búnar
aðfá öll réttindi á við karla nema kosningarétt og
kjörgengi til alþingis. Réttlátt vœri auðvitað að þœr
hefðu jafnrétti við karia en óskaði þess jafnframt að
þœr notuðu aldrei þau réttindi eins og t. d. að sitja
á alþingi o. s.frv. Stjórnmálin áleit hann ekki mega
bœtast í verkahring konunnar. Hún hefði svo hálei-
tum störfum að gegna, benti t. d. á uppeldismálið.
Auk þess vœri konan tilfinningasamari og örari í
skapi og mœtti því búast við œsingameiri stjórn. “
Ingigerður Sigurðardóttir mótmælti þessu. „Kvaðst
vona að konur fylgdu máli sínufast fram ogfengju
full réttindi hið fyrsta. “
Guðna Þórarinssyni finnst ekki eftirsóknarvert
fyrir konur að komast á alþing né heldur að annast
um fjármál heimilisins, „en réttlátt vœri það að
konan hefði dálítil peningaráð. “
Kristrún áréttar þá skoðun sína að konur eigi að
fá kosningarétt og kjörgengi til alþingis og „sjálf-
sagt að konur vissi eitthvað um fjármál heimilisins. “
Þorsteinn Þórarinsson kveður ekki unnt að setja lög
um fjármál heimilisins, þau verði að vera eftir sam-
komulagi hjóna.
Ingvar Guðmundsson lætur í ljós þá skoðun sína
að of mikið sé gert úr misréttinu. „Konur vœru
búnar að fá kosningarétt og kjörgengi í allar nef-
ndir og aðgang að öllum skólum en vantaði kosnin-
garétt og kjörgengi til alþingis. Var rœðumaður
fremur mótfallinn að konur kœmust inn á þing.
Kvað þœr myndu œði heitar fyrir ýmsum málefnum
t. d. örar til fjárveitinga o. s.frv. En hins vegar
myndu heimilin ekki missa svo mikils í, því á þing
myndu helst komast kaupstaðarkonur, sem vœru
lausar við heimilin hvort sem vœri. En hann kvaðst
hrœddur um efkonur hefðu kjörgengi til alþingis þá
myndu svo margar konur komast á þing að óhafandi
vœri. Myndi því réttast að þœrfengju kosningarétt
til alþingis og þar við vœri svo látið sitja. “
Þorsteinn Sigurðsson er einnig á móti því að konur
verði kjörgengar til alþingis. „Minnist þar nœst á
að þœr notuðu illa þau réttindi.sem þœr vœru búnar
að fá. Kysu t. d. ekki í neinar nefndir og því síður
að þœr gœfu kost á sér í nokkra nefnd. “
Umræðurnar verða ekki lengri, en rétt er að minna á
að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til alþingis
rúmum tveim árum síðar.
Málfundir
A ungmennafélagsfundum eru tekin fyrir mál af
margvíslegum toga, sem ekki eru í neinu sambandi
við annað starf félagsins. Mun þetta hafa verið gert í
tvennskonar tilgangi. I fyrsta lagi að æfa fólk í að
koma fram og láta í ljós skoðanir sínar frammi fyrir
öðrum, og í öðru lagi að kryfja mál til mergjar og
hafa áhrif á skoðanir hvers annars og í sumum
tilvikum út í frá. Sum eru þessi mál af
þjóðernislegum toga, en önnur eru almenn
framfaramál eins og það fyrsta er dæmi um.
Tóvinnuvélar
Litli Bergþór 24 _______________________________
Það sem er tekið fyrir á fyrsta fundinum eftir
stofnfundinn ber fyrirsögnina „ Tóvinnuvélarnar á
Reykjafossi. “ Bergur Jónsson er málshefjandi.
Hann skýrir frá því að vélar þessar „hefðu liin síðari
ár verið í verra lagi en œskilegt vœri. “ Þess vegna
hefði rekstur þeirra „ekki svarað kostnaði. “ Hann
segir að Arnessýsla hefði hingað til haldið vélunum
við, „en sœi sér það ekkifœrt lengur. “ Hafði verið
kosin nefnd „til að hrinda máli þessu í betra horf.“
Var það vegna beiðni formanns nefndarinnar,
Guðmundar ísleifssonar á Háeyri, að Bergur bar
málið upp á fundinum, „og heyra undirtektir
manna. “ Höfðu komið fram hugmyndir um að
breyta þessu í „reglulega klœðaverksmiðju. “ I
niðurlagi frásagnar af ræðu Bergs segir svo:
„Kvaðst rœðumaður vona að allir sœi að he'r vœri
um mikilsvert mál að rœða, og mannlegra vœri að
Islendingar œttu sjálfir vélar þœr, er ull þeirra vœri
unnin í, heldur en senda ullina óunna út úr landinu
og kaupa síðan klæði það er úr henni væri unnið. “
Sveinn Eiríksson kveður „málþetta hafa verið borið
upp áður hér í sveit, og hefði það þá ekki fengið
góðar undirtektir. “
Frummælandi tekur aftur til máls og segist „ekki
œtlast til mikilla framkvæmda affólki því, er flest
væri efiialitlir unglingar. “ Lýsir hann þeirri von
sinni „ aö hugmyndin þœtti góð og allir sæi að hér
væri um verulegt framfaramál að ræða. “
Þetta var ekki rætt frekar, en greidd atkvæði um
hvort menn væru hlynntir málinu, „og tjáðu sig allir
hlynnta því. “
Þessar umræður sýna að stofnendum
Ungmennafélagsins hefur fundist að þeir gætu haft
áhrif, og þá ekki síst í efnum,sem vörðuðu framfara-
og sjálfstæðismál. Frummælandi gerir sér ljóst að
þessi hópur sé ekki mikils megnugur en telur þó
fundinn eðlilegan vettvang til að ræða mál, sem átti
að kynna almenningi í héraðinu. Hér var vissulega
komin aðstaða til að ná til unga fólksins og gefa því
tækifæri til að kynnast framfaramálum og ræða þau.
Þetta mál kemur ekki aftur á dagskrá hjá
Ungmennafélaginu, og litlar líkur eru á að félagar
hafi haft nokkur afskipti af því, en vel má hugsa sér
að einhverjir þeirra hafi minnst þessa, er þeir höfðu
tækifæri til að leggja hliðstæðu máli lið.
Málvöndun
„Að vekja áhuga æskulýðsins áfegrun tungu
vorrar ...“ segir í upphafi 5. liðar 2. greinar
upphaflegu laga Ungmennafélagsins. Þessu mark-
miði hefur verið reynt að ná með ýmsu móti, svo
sem með fyrirlestrum, þar sem fjallað er um móður-
málið og nauðsyn þess að vernda það og fegra.
Á fyrsta aðalfundi félagsins í vetrarbyrjun 1908
fara fram umræður um „Móðurmálið". Það er
nýkjörinn formaður, Þorfinnur Þórarinsson, sem
hefur umræðuna, og er það fyrsta málið sem hann
tekur til meðferðar eftir stjórnarkjörið.
Frá framsögunni segir svo í fundargerð: „Sagði
hann að hreinsun þess ogfegrun vœri eitt afaðala-
triðunum í starfi ungmennafélaganna. Kvaðst