Litli Bergþór - 01.05.2008, Page 25

Litli Bergþór - 01.05.2008, Page 25
rœðumaður álíta að vér Islendingar hefðum sérsta- ka ástœðu til að viðhalda þjóðerni voru, er vér ættum vort fagra, forna mál ennþá svo lítið breytt. Svo virðist sem málið og velferð þjóðarinnar héldust í hendur, því þegar þjóðin var næst því komin að glata þjóðerni og sjálfstœði sínu og sökkva í eymd og volœði, þá var málið einnig verst. Og þegar aftur tók að birta til í lífi hennar þá unnu þeir menn mest að endurreisn málsins er sterkasta trú höfðu á framförum þjóðarinnar (Konráð, Jónas o. jl.). Síðan minnist ræðumaður á að þótt við héldum móðurmál okkar lítið breytt, þá liefðu mörg útlend orð slœðst inn í það. Vœri þau oft brúkuð í daglegu tali, stundum af vanþekkingu, stundum af kœruleysi. Sagði rœðumaður frá því að síðastliðinn vetur hefðu nemendur Flensborgarskólans í Flafnarfirði kosið nefnd er skyldi hafa það starf á hendi að skrifa upp málvillur þœr er fyrir kœmi í ræðum nemenda á málfundum þeirra. Skyldu nefndarmenn síðan lesa upp villurnar á nœsta fundi og gera grein fyrir þeim. Stakk nú ræðumaður uppá að kosið yrði í slíka nefnd hér. “ Sveinn Eiríksson tekur næstur til máls og kveður marga „illa að sér í íslenskunni." „En hitt væri víst að sumir viðhefðu útlend orð afmonti einu.“ Viktoría Guðmundsdóttir telur að mállýtanefnd geti „haft talsverða þýðingu hér“ og myndi „auka áhuga fólks á því að hreinsa málið. “ „Kvaðst þekkja afreynslu að áminningar um þetta efni vœri þakksamlega þegnar, efþœr vœri gefnar með alúð og lipurðF Bergur Jónsson segist ekki vera svo vel að sér í málinu „að hann þekkti þau útlendu orð, er hann sjálfur viðhefði, frá íslenskunni. “ Hann segist ekki hafa neina trú á að skipa nefnd í þetta mál. Þorfinnur tekur aftur til máls og segir að „margur talaði þau orð er hann vissi að ekki œttu heima í íslenskunni. “ „ Kvaðst hann ekki sjá að Ungmennafélagið gæti neinu áorkað í þessu máli með öðru en að kjósa mállýtanefnd. Þótt hún ekki þekkti allar málvillur félaganna mœttu þeir vera þakklátir ef einhverjum yrði útrýmt. Einnig myndu menn þekkja betur mállýti hjá öðrum en sjálfum sér.“ Fleiri taka ekki til máls um þetta, og er samþykkt með 10 atkvæðum gegn tveim að kjósa mállýtanefnd. Hún er kosin leynilegri kosningu og hljóta eftirtaldir félagar sæti í henni: Þorfinnur Þórarinsson með 15 atkvæðum, Bergur Jónsson með 12 og Viktoría Guðmundsdóttir með 10. Ekki er getið um störf mállýtanefndar á næstu fun- dum, en í fundargerð frá fundi í júlí 1909 segir eftir að greint hefur verið frá fundarsetningu: „Lesin voru nokkur mállýti frá síðasta Jundi. “ Og í fundar- gerð aðalfundar um haustið er greint frá að nokkur mállýti hafi verið lesin. Hvergi kemur fram hver þessi mállýti voru né heldur hverjir létu þau sér um munn fara. Á aðalfundi haustið 1910 tekur Viktoría Guðmundsdóttir þetta mál upp aftur og varpar fram þeirri spurningu, hvort ekki sé rétt að kjósa mál- lýtanefnd eins og gert hefði verið undanfarin ár. „ Ta/di hana að sjálfsögðu geta unnið gagn, þótt lítið hefði hún starfað hingað til. “ Formaður, Þorsteinn Þórarinsson, styður þetta „með alllangri rœðu, “ eins og segir í fundargerð. Viktoría flytur svo eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt samhljóða. „Fundurinn er því samþykkur að kosin sé nefnd þriggja manna til þess að athuga mállýti þau er fyrir kunna að koma á fundum félagsins. “ I fundarlok er stjórn félagsins kosin í nefndina. Á fundi tæpu ári síðar, 10. september 1911, er lesið bréf frá Ungmennafélagi Reykjavíkur um „verndun móðurmálsins“. „ Var beðið um að safna mállýtum þeim, er finnast kynnu í daglegu tali og senda safn það til Umfél. Reykjavíkur, er síðar myndi láta birta á prenti mállýti þau er væntanlega yrði safnað víðsvegar um land. “ Sagt er að bréfinu hafi verið vel tekið, en það fær ekki frekari umfjöl- lun. Á næsta fundi, sem var aðalfundur, var enn að tillögu Viktoríu kosin mállýtanefnd, og hlutu kosningu formaður, ritari og Guðríður Þórarinsdóttir. Ekkert er getið um störf þessarar nefndar eða annarra næstu árin. Málið er þó ekki algerlega fallið niður enn því á fundi 24. janúar 1915 segir formaður frá því að hann eigi „uppskrifuð ýmis mállýti og sagðist fús til að lesa þau upp einhverntíma á fundi effélagar óskuðu.“ Þessu hafði verið „tekið þakksamlega". Á næsta fundi getur formaður þess að ekki verði lesin mállýti á þessum fundi eins og gert hafi verið ráð fyrir á síðasta fundi „enda ágœt grein í „Baldur“ í sama efni. “ Baldur þessi hefur ekki fundist og eru því engar tiltækar heimildir um hver þessi mállýti voru. Skemmtanir Þegar í upphafi höfðu ungmennafélagar félagið sem vettvang nokkurrar skemmtunar. Er það einkum söngur og dans sem ástundað er og þá oftast í tengslum við fundina. Oft er síðari hluti nætur notaður til að skemmta sér meðan beðið er birtunnar til að komast heim. Það á þó líklega ekki við um þrjá fyrstu fundina. Þess er getið í fundargerð stofnfundarins að fólk hafi í fundarlok dansað og sungið um stund. Hið sama kemur fram í fundargerðum næstu funda. Eftir að umræðum er lokið á fyrsta aðalfundinum, 7. nóvember 1908, er í raun efnt til skemmtisam- komu, þó hún sé ekki nefnd því nafni í fundargerð. Þar segir svo frá: „ Þá tóku menn að syngja og dansa. Einnig var glímt nokkra stund. Kl. nál. 2 f. hád. var tekin hvíld og borðað. Að því búnu hélt Þorfinnur Þórarinsson alllangan fyrirlestur um Ijósið. Síðan var aftur tekið að dansa og því haldið áfram til birtingar. Utanfélagsmenn ásamt nokkrum félagsmönnum skemmtu sér mestalla nóttina við spil. I lok samkonumnar las Viktoría 25 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.