Litli Bergþór - 01.05.2008, Side 27
Þetta fær góðar undirtektir og er ferðin farin
skömmu eftir mitt sumar, og er í starfsbókinni eftir-
farandi frásögn af henni:
„Skemmtiför.
5. fundur 3. félagsár.
Sunnudaginn 31.júlí 1910 fór Ungmennafélag
Biskupstungna sameiginlega skemmtiför til
Bjarnarvalla og víðar. Félagar mættust hjá
Austurhlíð kl. 1 e. hád. Riðu síðan „inn á Dal“ og
sem leið liggur til Bjarnarvalla. Var þar sprett af
hestunum og héldu menn kyrru fyrir alllengi. Var
þar ýmislegt haft til skemmtunar; söngur, hlaup,
stökk, glímur o.fl. Margir gengu í klettagil, er var í
fjallinu, og klifruðu þar svo langt sem unnt var. Tölu
flutti Viktoría Guðmundsdóttir; nefiidi hún hana
Hvað á það að þýða? Talaði um þýðingu þá er hún
vonaði að þessiför og aðrar slíkar gœtu haft fyrir
œttjarðarást manna. Minntist þess að þeir ynnu
oftast landi sínu mest er flestafagra bletti þekktu.
Tók til dœmis Eggert Olafsson og Jónas
Hallgrímsson.
Eftir alllanga dvöl á samkomustaðnum riðu menn
aftur á stað ogfóru nú aðra leið; riðu yfir hálsinn
milli Bjarnarfells og Sandfells. Staðnœmdust hjá
reyniviðarhríslu gamalli fyrir ofan Helludal. Par
flutti Ingvar Guðmundsson tölu fyrir minni lslands.
Talaði einkum um rœktun landsins. Benti mönnum
á hve sáralítið er ræktað aflslandi.
Síðan riðu menn til Geysis. Var dvalið þar nokkra
stund. Félagar drukku kaffi í veitingahúsinu þar.
Jón bóndi á Laug sýndi félaginu þá gestrisni að
bera sápu í hver einn lítinn, er gaus síðan; var mörg-
um félögum að því mikið gaman. Sumir skemmtu
sér nokkra stund við dans.
Aður menn skildu talaði formaður félagsins,
Þorsteinn Þórarinsson, nokkur orð. Þakkaði
félögum hve vel þeir hefðu sótt skemmtiför þessa,
rœðumönnum fyrir tölur þeirra og húsráðendum á
Laug fiyrir gestrisni. Minntist félagsins með hlýjum
orðum og óskaði öllum að skilnaði góðrar ferðar og
farsællar heimkomu.
Samkoma þessi var mjög vel sótt; nœr allir
reglulegir félagar viðstaddir og auk þess 3
tímafélagar (kaupafólk).
Samkomunni slitið. “
Hreppsnefndarfréttir
Úr fundargerðum sveitarstjórnar og byggðaráðs
Ytarlegri fréttir af þessum vettvangi má finna í fundargerðum í heild á vef
Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is.
77. fundur byggðaráðs var haldinn 26. febrúar 2008
• Rætt um tillögu verkefnastjórnar sorpsamlaganna á
Suðurlandi um framtíðarlausnir í úrgangsmálum.
• Lagt til að bætt verði við flokki í gjaldskrá leikskóla.
83. fundur sveitarstjórnar var haldinn 4. mars 2008
• Kynnt var 3ja ára áætlun Bláskógabyggðar 2009-
2011 (síðari umræða) og var hún samþykkt samhljóða.
• Samþykktir og gjaldskrár vegna fráveitu og rotþróa
annars vegar og hundahalds hinsvegar voru til umfjöll-
unar og voru þær samþykktar.
• Fyrri umræða um reglugerð Bláskógaveitu fór fram
og var vísað til annarar umræðu.
• Sveitarstjóm fagnaði því að Bræðratunguvegur/
Hvítárbrú er komin á útboðsáætlun 2008 og óskar eftir
samstarfi við Vegagerð vegna Reykjavegar.
84. fundur sveitarstjórnar var haldinn 27. mars 2008
• Til umfjöllunar var umsókn um framkvæmdaleyfi
fyrir byggingu Lyngdalsheiðarvegar. Sveitarstjóm
samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar
Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps varðandi þetta.
78. fundur byggðaráðs var haldinn 1. apríl 2008
• Lóðum var úthlutað bæði í Reykholti og á Laugar-
vatni.
• Skipulagsmál komu til umræðu vegna athugasemda
við deiliskipulag á Iðu II.
• Erindi frá „Vaski á bakka“ um minkaveiðar var
afgreitt.
85. fundur sveitarstjórnar var haldinn 8. apríl
• Rætt var um að stofna byggðasamlag um embætti
skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita Árnessýslu
og Flóahrepps
• Reglugerð Bláskógaveitu kom til síðari umræðu og
var samþykkt samhljóða.
• Skipt var um fulltrúa í fræðslunefnd af hálfu beggja
lista.
• Rætt var um fundarhöld með íbúum og barnakóra-
starf í sveitinni.
78. fundur byggðaráðs var haldinn 29. apríl 2008
• Rætt var um skipulagsmál.
• Lagt var til að starfsmönnum sveitarfélagsins verði
gefinn kostur á fríkortum í íþróttamannvirki en hver
stofnun taki á sig kostnað vegna sinna starfsmanna.
86. fundur sveitarstjórnar var haldinn 6. maí 2008
• Ársreikningur Bláskógabyggðar var lagður fram til
fyrri umræðu.
• Breytingar á samþykktum Bláskógabyggðar voru til
síðari umræðu og voru samþykktar.
• Rætt var um reiðvegi og hvernig hægt sé að sporna
við umferð vélknúinna farartækja á þeim.
• T-listinn lagði til að leikskólar Bláskógabyggðar fái
eina yfirstjórn en Þ-listinn hafnaði því.
• Rætt var um framkvæmdir við kaldavatnsveitu og
fjármögnun á þeim.
27 Litli Bergþór