Litli Bergþór - 01.12.2009, Page 6
• Sett var varanlegt slitlag á hluta Bjrakarbrautar í
Reykholti.
• Iris Blandon í Ekru fór með hlutverk í
kvikmyndinni Jóhannesi sem frumsýnd var í haust.
• Prjónakaffi hefur verið haldið á Kaffi Kletti á
hálfs mánaðar fresti í vetur við góðar
undirtektir.
• Kvenfélagið gaf út dagatalið „Tvær
úr Tungunum fyrir árið 2010. Þar sátu
konur úr félaginu fyrir léttklæddar.
• Jólamarkaður Kvenfélagsins var
haldinn 28. nóvember í Aratungu.
• Kaffi Klettur fékk styrk frá
Menningarráði Suðurlands til að standa
undir fimm menningarkvöldum í vetur.
Munu þessi kvöld fjalla um sagnahefðir,
gamlan söng og svokallaðar druslur. Alls
er um að ræða fimm kvöld en eitt þeirra
er afstaðið.
• Engi fékk styrk frá Menningarráði
Suðurlands til gerðar kryddjurtagarðs.
Engi var líka tilnefnt til Umhverfisverðlauna
Ferðamálaráðs.
Brúin yfir Hvítá við Brœðratungit í smíðum.
(mynd Svava Theodórsdóttir)
• Verið er að smíða brú yfir Hvítá á móts við
Bræðratungu og Flúðir og byggja upp veginn yfir
Eystri Tunguna í sambandi við það.
• Seint í nóvember var tekin fyrsta skóflustungan
að nýju verslunarhúsnæði við Skólaveg í Reykholti.
Það eru Inga Þyri Kjartansdóttir og Bergþór G.
Ulfarsson sem standa að byggingunni.
• Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hélt sex
fundi á tímabilinu frá því í byrjun apríl til
dagsins í dag og voru þeir nr. 100-106. Þá hélt
byggðaráð fundi nr. 89-95 á þessum tíma.
• Gerður var samningur við Steinku Bjarna um
rekstur tjaldsvæðis í Reykholti
• Steina byggði glæsilegt þjónustuhús með
snyrtiaðstöðu við tjaldstæðið.
• Aukið var við stöðugildi félagsmálafulltrúa
hjá Uppsveitum Arnessýslu og Flóahreppi og
gerðar voru lagfæringar á húnsæði embættisins í
liúsi Heilsugæslunnar í Laugarási.
• Samstarfssamningur við Grímsnes og
Grafningshrepp um rekstur grunnskóla var fram-
lengdur til loka skólaársins 2012-2013.
• Gámaþjónustan hf. átti lægsta tilboð í sorphirðu
í Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi
og var því tilboði tekið. Byggð hefur verið mót-
tökustöð sorps við Vegholt 8 í Reykholti og tunnu-
hriðing sorps hófst þann 1. október frá heimilum í
Bláskógabyggð.
• Nýtt deiliskipulag var samþykkt fyrir ferða-
þjónustusvæði við Hótel Geysi og Geysisstofu í
Haukadal.
• Arsreikningur Bláskógabyggðar fyrir rekstrar-
árið 2008 var lagður fram, samþykktur samhljóða
og áritaður.
• T listinn lagði til að oddviti minnkaði starfshlut-
fall sitt niður í 20% úr 80% í sparnaðarskyni en til-
lagan var felld.
• Akveðið var að hækka ekki ^jaldskrá leik-
skólanna í sveitarfélaginu. ST
Ketilbjörn ehf.
vinnuvélaverktaki
Syðri-Reykjum.
Grímur Þór - Sími 892 3444
Litli Bergþór 6