Litli Bergþór - 01.12.2009, Síða 8

Litli Bergþór - 01.12.2009, Síða 8
staðreyndum niður með félögunum! Og mikið sváfum við öll vel þessa fyrstu nótt okkar í Berlín, allir sáttir við frábært hótel. Föstudagur 5. júní. Frjáls dagur til kl. 19. Sumir fóru í útsýnisferð með þýskum vinum, aðrir í innkaupaleiðangra, eða kynntu sér strætó- og lestarsamgöngur milli hótels og Gethsemanekirkjunnar. Um kvöldið var komið að fyrstu samæfingu kóranna. Kl. 19 söfnuðust 24 íslenskir kórfélagar saman og rúmlega 100 þýskir ásamt stórum barnakór í þessari yndislega fallegu kirkju. Og á morgun voru stóru tónleikarnir okkar, svo nú var eins gott að láta hendur standa fram úr ermum! Við vorum ein röð af fimrn til sex röðum alls, lítil eining í miðjum kór, en okkur leið vel og við fundum að við vorum ekki síður undirbúin en þýski kórinn, og það var gott! Ótrúlegt batterí. Æfingin gekk vel undir stjórn Elísabetar og á eftir fóru allir heim að sofa - nema þeir sem hittust aðeins á hótelbarnum til að ræða málin. Yngsti og elsti ferðafélaginn, Hildur María Jóhannesdóttir á Brekku og Bragi Þorsteinsson á Vatnsleysu. Laugardagur 6. júní. Stórtónleikar Skálholtskórsins, Kórs Gethsemanekirkjunnar, (Gethsemane Kantorei), Bama og unglingakórs Söngskóla kirkjunnar og hljómsveitar Gethsemanekirkjunnar ásamt íslenskum hljóðfæraleikurum. Það var komið að því. Generalprufan var klukkan eitt í kirkjunni, með hljómsveit og öllum kórum þar sem rennt var yfir allt prógrammið, samræmt og snurfusað. Gaman að fylgjast með barnakórnum hennar Elísabetar, glöðum og áhuga- sömum krökkum sem sungu svo fallega og foreldrunum sem sáu um að allt gekk smurt. Ekki laust við að það vekti góðar minningar um barnakórastarf Hilmars Arnar. Eitt merki þess hve dýrmætt kórstarf með börnum er. Söngstarfið sem Elísabet organisti og kórstjóri hefur byggt upp þarna í Gethsemanekirkjunni, og við kynntumst í þessari heimsókn okkar til Berlínar, er reyndar stórmerkilegt. Hún starfrækir barna- og unglingakórskóla í mörgum deildum við kirkjuna, þar sem syngja börn á öllum aldri, frá ungabörnum og upp í unglinga, auk þess sem hún stofnaði fullorðinskór kirkjunnar, sem hefur vaxið upp í það sem hann er nú, yfir 100 manns. Nú var þetta orðið of mikið fyrir eina manneskju, svo hún hafði ákveðið að hætta sem kórstjóri kirkjukórsins til að geta gefið barnakórunum meiri tíma. Það kom semsagt Móttökunefndin á flugvellinum íBerlín. Golþorskinum var reddað í frost og þar með voru allir áhyggjulausir. Þær ferðanefndarkonur og Camilla bankastjóri, hinn frábæri gjaldkeri kórsins til margra ára, höfðu í sparnaðar- skini fyrir kórinn, beðið um aukarúm inn á tveggja manna herbergi og ætluðu að vera þar þrjár saman. Og þegar allir höfðu fengið lykil að sínum lúxusherbergjum með öllum þægindum, eltu þær samviskusamar þjóninn upp á tveggjamannaherbergið sitt með aukarúminu. - En viti menn, þegar inn var komið reyndist þetta vera drottningarsvíta hótelsins, 100 fermetra íbúð með þrem herbergjum, bar, eldhúsi, lúxus baðherbergi með nuddbaðkeri og öllum hugsanlegum þægindum! Ekki furða að þær væru ögn kindarlegar þegar þær töltu skömmu síðar niður á barinn til að skola þessum Ósk og Heiða, ferðanefndarkonur fyrir framan innganginn að kirkjunni. íbaksýn er auglýsingarborði fyrir tónleikana okkar. Litli Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.