Litli Bergþór - 01.12.2009, Page 12
„Eg held að ég hafi stundum verið eins og
Siggi Sigurjóns í Dalalífi“
Viðtal við Guttorm Bjarnason kirkjubónda
og félagsmálamann í Skálholti
Uppruni og fjölskylda
Ég er fæddur á Stöðulfelli í Gnúpverjahreppi þann
10. júní 1959. Faðir minn var Bjarni Gíslason, fæddur á
Dalbæ í Flóa en alinn upp í Sandlækjarkoti í Gnúpverja-
hreppi. Móðir mín er Bryndís Eiríksdóttir, hún er austan
af Héraði, frá Egilsseli í Fellnahreppi. Hennar leið á
Suðurlandið lá fyrst til náms í Hússtjórnarskólann í
Hveragerði 1941 og síðan sem ráðskona að Sandlæk
í Gnúpverjahreppi þar sem að kynni hennar og föður
míns tókust. Þau keyptu síðan fjórða partinn af Þrándar-
holtinu af Eiríki Jónssyni fóstra föður míns, sem nú
heitir Stöðulfell og reistu sér þar bú. Þau bjuggu þar
blönduðu búi yfir 40 ár. Faðir minn lést árið 1999 en
móðir mín hefur verið búsett á dvalarheimilinu Ási í
Hveragerði þar sem hún nýtur mjög góðrar umönnunar.
Við erum átta systkinin. Elst er Margrét, þá Eiríkur,
Sigríður og Guðrún Elísabet en þau eru öll búsett á
höfuðborgarsvæðinu. Þriðji yngsti bróðirinn sem hét
Gísli, lést úr krabbameini árið 1978. Næstyngstur er
Oddur sem tók við búskapnum af foreldrum mínum og
býr á Stöðulfelli og síðastur er svo ég.
Foreldrar Guttorms, Bryndís Eiríksdóttir og Bjarni Gíslason
Konan mín heitir Signý Berglind Guðmundsdóttir
og er fædd 4. júlí 1961 í smáíbúðahverfinu í Reykja-
vík þar sem hún ólst upp. Hún er næst yngst af fjórum
systkinum, dóttir Guðmundar Magnússonar, bifvéla-
virkja og Evu Maríu Jost Magnússon húsfreyju. Signý
varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund, fór þaðan í
Kennaraháskólann og útskrifaðist sem kennari 1982.
Við eigum þrjár dætur: Droplaugu sem er fædd 2.
júní 1986, hún er stundar nám í viðskiptafræði við
Háskóla Islands, Alexöndru sem er fædd 31. ágúst
1989, hún nemur lífeindafræði í Háskóla íslands og
Margréti sem er fædd 7. janúar 1996, hún er enn í
grunnskóla.
Nám og störf
Ég kláraði mína barnaskólagöngu í Ásaskóla í
Gnúpverjahreppi, tók síðan unglingaskólann, eins og
fjórir síðustu bekkimir í grunnskóla hétu þá, á Flúðum.
Þaðan fór ég smá tíma út á vinnumarkaðinn og eftir það
í Iðnskólann í Reykjavík. Þar valdi ég málmiðnaðar-
deild og fór síðan í bifreiðasmíði sem ég vann við í
Bifreiðasmiðju Ragnars Valssonar í Kópavogi. Signýju
hafði ég kynnst áður en ég byrjaði í Iðnskólanum en
hún kom austur sem vinnukona á stórt kjúklingabú sem
þá var að Klettum í Gnúpverjahreppi. Úr varð að við
rugluðum reitum okkar saman og fórum að standa á
eigin fótum í Kópavoginum.
Að námi loknu fór Signý að kenna í Kópavogsskóla
en ég hélt áfram að vinna hjá Ragnari Valssyni, þar sem
ég hafði verið minn námstíma. Sú vinna fólst að mestu í
að byggja yfir pallbfla, bæði fyrir einkaaðila og ríkis-
stofnanir, s.s. Rafmagnsveituna, Póst og síma, Orku-
stofnun og fleiri sem þurftu talsvert breytta bfla. Síðan
var einnig mikið af sérsmíði fyrir einstaklinga. Þegar
húsbíladraumurinn byrjaði þá innréttuðum við mikið af
þeim, þannig að ég bý yfir nokkuð fjölþættri reynslu í
bifreiðasmíði.
Það var svo árið 1991 að það var komin svolítil
þreyta í mig á þessari stöðugu inniveru og talsverðum
hávaða í þessari járnavinnu og okkur var farið að langa
til að breyta til. Við skoðuðum m.a. þann möguleika
að Signý gerðist kennari hérna við Reykholtsskóla, við
fórum á fund hingað til að athuga með húsnæði en það
reyndist vera frekar þröngt um það hérna á þeim tíma.
Á sama tíma var auglýst kennarastaða á Kirkju-
bæjarklaustri sem við ákváðum að athuga með. Það
var á björtum og fallegum maídegi sem við brunuðum
þangað til að skoða aðstæður, veðrið var svo fallegt að
fólk spókaði sig um á stuttbuxum, ég held að það hafi
átt talsverðan þátt í að það umhverfi freistaði. Okkur
t'íV) bifreiðasmíði.
Litli Bergþór 12