Litli Bergþór - 01.12.2009, Side 14

Litli Bergþór - 01.12.2009, Side 14
lagið með þeim, fara í söngferðir innanlands sem utan og njóta lífsins í góðum félagsskap. Hestamennska er líka á áhugasviðinu. Eg á hross og fæ nokkur folöld á hverju ári sem ég vel úr til ásetnings og þau eru nokkur sem fara áfram í tamningu. Aðallega er þetta gert til að koma fjölskyldunni upp þægilegum og skemmtilegum reiðhestum svo hægt sé að bregða sér á bak. Fjölskylda Signýjar var alltaf með svolítinn bú- skap rétt fyrir utan Reykjavík, um 30 kindur og nokkur hross og systir hennar er talsvert mikið í hestamennsku og hefur verið með hesta í hagabeit hjá okkur. Hún ríður gjarnan hingað austur í sleppitúra og dætur okkar, sem eru allar vel hestvanar, taka þátt í þessum sleppitúrum. Það er farið þó nokkuð á hestbak hér á sumrin þegar heyönnunum sleppir og á haustin er það hefð að ríða í Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi. Þar safnast stórfjöl- skyldan saman á réttardaginn, fær sér góða kjötsúpu og nýtur dagsins. Við bræður og fjölskyldur höfum líka stundum sett hrossin okkar á kerru og brugðið okkur svolitla leið og tekið svona góðan dag og riðið um, t.d. höfum við farið austur í Rangárvallasýslu og riðið þar dagstund og svo komið aftur heim að kvöldi, þetta er mjög sniðugt fyrir fólk sem er bundið af búi. Ég hef líka alltaf lagt mikinn metnað í framleiðslu mjólkur. Ég vil gera vel við gripina og fá þokkalegt út úr þeim en það gerir maður að talsverðu leyti með því að afla sér góðs heyfengs og annars heimagerðs fóðurs og það hefur mér oftast tekist bara bærilega að gera. Ég hef verið í félagi kornbænda núna um nokkurra ára skeið, það var stofnað með Grímsnesingum og Laug- dælum. Við erum 16 kúabændur sem gerðum með okk- ur félagsskap um að koma okkur upp tækjum og tólum til þess að geta staðið sjálfstætt að ræktun og úrvinnslu á korni. Það hefur verið mjög ánægjulegt að fylgja þessari þróun eftir og ég hef reyndar verið í stjórn þessa félags sem heitir Gullkorn. Það er ekki síst á svona um- brotatímum þegar öll aðföng í landbúnaði hafa hækkað stórlega að bændur huga kannski enn frekar að öflun heimafóðurs. Búskapurinn og kirkjan Aður en við komum hingað höfðu orðið nokkrar búháttabreytingar á staðnum. Björn Erlendsson og María Eiríksdóttir bjuggu með töluvert margt sauðfé, eða um 300 þegar mest var. Hér er svo mikið landrými að ekkert af fénu var sett á fjall, það gekk allt í heima- högunum. Þau voru með kýr líka en það var mikið minna umfang á þeirri búgrein hjá þeim. Við keyptum alla þá gripi sem þau voru með og nánast öll tæki. Það hafa verið um 12 kindur og 16 kýr sem við tókum við auk geldneyta og hrossa. Þeir skilmálar eru á Skál- holtsjörðinni að maður leigir jörðina og húsin en á sjálfur allan reksturinn. Við héldum kindunum alveg þangað til að riðan fór að herja á sveitina og ákveðið var að skera niður vegna hennar. Fyrir okkur var þetta áhugamál en ekki afkomumál þannig að það var auðvitað sjálfsagt mál að hjálpa til við að hrekja þessa veiki héðan burt. Það var samt mjög mikilvægt og skemmtilegt tímabil að hafa þessar kindur bæði okkar og dætranna vegna, við náðum að kynna þeim íslensku kindina og sauðburðinn og allt sem því fylgir. Þær eru reyndar allar hændar að Fjölskyldan í Skálholti. skepnum og þykir vænt um þær og þær nutu sín mjög vel í sauðburði, ekki síst ef eitthvað bjátaði á og þurfti að hlúa að, þá var það gert af mikilli einlægni. Það kom fyrir að við værum með heimalninga og dætumar höfðu gaman af því. Yfirleitt voru þeir tjóðraðir hérna úti en þær áttu það til að taka þá með sér í göngutúra, ég man t.d. eftir því að Alexandra heimsótti Hilmar með einn heimalninginn sem var farinn að haga sér eins og hundur. I viðbót við búskapinn er ég í hálfu stöðugildi í þjón- ustu við Skálholtsstað. Það hefur sjálfsagt verið þannig lengi að það er ákveðin eftirlits- og umhirðuskylda á bóndanum gagnvart staðnum. í því sambandi má nefna að hér er sjálfstæð hitaveita sem ég hef umsjón með. Eins var það lengi vel þannig að við Signý sáum um reksturinn á sumarbúðunum, héldum utan um leigu- pantanir og skipulag á þeim auk þess að innheimta fyrir leigu og þrif. Eftir á að hyggja þá finnst mér ótrúlega magnað að við skyldum koma þessu öllu þokkalega fyrir inn í okkar dagskrá, m.a. vegna þess að það hefur alltaf verið töluverð aðsókn að þessu á veturna, þó aðal- lega um helgar. Þá er Signý í fullri kennslu þannig að það var oft heilmikil vinna á föstudögum að gera klárt fyrir það fólk sem var að koma í gistingu. Síðan færðist þetta í áföngum yfir á skrifstofu Skálholtsstaðar, fyrst fóru bókanirnar og fjármálahliðin og síðan þrifin. Hvað meðhjálparaembættið áhrærir þá var aldrei samið neitt sérstaklega um það við mig. Það var þannig í tíð Björns Erlendssonar að hann var meðhjálpari í kirkjunni og það æxlaðist svona í góðri samvinnu við séra Guðmund heitinn að ég tók líka við því embætti. Sem slíkur kem ég að mörgum athöfnum sem fara fram í kirkjunni, s.s. hjónavígslum, skírnum og útförum. Nú hafa útfarir hérna úr nágrannasveitunum færst að allnokkru leyti hingað í Skálholt þannig að það er orðið talsvert meira umfang á þeirri vinnu. Yfir sumartímann þ.e. frá seinni hlutanum í maí og fram að mánaðamótum ágúst- september, eru ráðin ungmenni sem kirkjuverðir að kirkjunni. Það er gert vegna ferðamanna, en það er geysileg aðsókn fólks yfir sumarið. A þeim tíma þarf ég til þess að gera lítið að sinna kirkjunni fyrir utan útfarir og sérviðburði sem ég kem að. Að verulegu sjá kirkjuverðirnir um að aðstoða Litli Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.