Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Blaðsíða 7
Reykhólasveit og síðar í Asparvík í Strandasýslu. Konahans varGuðrún, f. 19. ágúst 1812, d. 1857, Jónsdóttir bónda á Gillastöðum Jónssonar. Jón Sveinbjörn, f. 22. júlí 1852 á Klukku- felli, d. 1930 bóndi lengst í Gautsdal var eina barn þeirra er eignaðist afkomendur. Konahans varlngibjörg, f. 1849, d. 1907 Snæbjömsdóttir. Foreldrar þessarra tveggja Jóna og níu annarra bama vom S veinbjörn, f. 1775 á Vatnshorni í Strandasýslu, d. 28. desember 1839, bóndi áKlukku- felli og víðaríReykhólasveit Jónsson, f. 1727, d. 1809 Bjamasonar bónda á Hnshóli. Kona Sveinbjamar var Anna, f. 1777, d. 1864 Jónsdóttir bónda á Kambi Svartssonar. Hér að framan hefur verið gerð nokkur grein fyrir samnefndum albræðrum er koma fram í ættfærslu Kristínar ömmu í Dal og að vonum hafa stundum valdið nokkmm mglingi í ættrakningum. Heimildir: Kirkjubækur og manntöl úr Önundarfirði og víðar; Niðjatal Sveins Jónssonar bónda á Hesti í Önundarfirði og Guðrúnar Jónsdóttur konu hans; Drög mín að niðjatölum Magnúsar Jónssonar bónda á Görðum í Önundarfirði og Jóns Bjarnasonar bónda á Hríshóli í Reykhólasveit. Marz 1994 Félagsfundur Almennur félagsfundur var haldinn í Ættfræðifélaginu fimmtu- daginn 24. nóvember s.l. að Hótel Lind. BjömTh. Bjömsson listfræðingur hélterindi um "Salómon í Hraunum." Um stríð Þingvallaklerka við Kristján í Skógarkoti. Lýsti hann erfiðri baráttu guðs- mannanna við ólöglegar og ósiðlegar bameignir Kristjáns í Skógarkoti með vinnukonu sinni. Erindið var flutt af mikilli snilld eins og Björns er von og vísa og hlýddu fundarmenn, sem vom rúm- lega 70 talsins, á með mikilli ánægju og eftirtekt. GuðmarMagnússon reifaði síðan hugmyndir um að félagið tæki á leigu Ættfræðifélagið í nýtt húsnæði Stjóm Ættfræðifélagsins hefur ákveðið að taka á leigu herbergi fyrir bókalager og að auki eitt skrifstofu- herbergi sem aðstöðu fyrir stjórn og útgáfunefnd Fréttabréfsins. Þar fyrir utan er þetta húsnæði hugsað sem félagsaðstaða fyrir félagsmenn Ætt- fræðifélagsins. Hingað til hefur félagið haft á leigu eitt herbergi í Kópavogi, sem hefur verið notað sem geymsla fyrir bókalager og önnur gögn félagsins. Félagsmönnum hefur fjölgað mikið að undanförnu og er því orðið brýnt að félagið fái einh verja aðstöðu undir starfsemi sína og fast aðsetur. Eins hefur félaginu borist nokkuð af bókagjöfum að undanförnu og til þess að þessar góðu gjafir nýtist sem skyldi, verður aðastaða að vera fyrir hendi. Einnig hafa heyrst raddir frá félags- mönnum um nauðsyn þess að hægt væri að skapa aðstöðu fyrir minni fundi um afmörkuð efni, til dæmis 24. nóvember húsnæði við Dverghöfða í tengslum við Bókaútgáfuna Þjóðsögu. Sagði hann að með því gæti félagið skapað félagsmönnum sínum aðstöðu til þess að njóta bókakosts félagsins sem hefði aukist mjög á seinustu árum, en margir hafa gefið félaginu bækur bæði eldri og nýútkomnar. Þar væri einnig hægt að skapa mönnum aðstöðu fyrir minni fundi um afmörkuð efni. Ekki væri verið að keppa við Þjóðskjalasafnið á nokkurn máta - en fram komu spurn- ingar um það hvort svo væri. I lok fundarins las undirrituð stutt kvæði um torleysta ættarflækju. Síðan var fundi slitið. Guðfinna Ragnarsdóttir ritari. ættfræði tengd einstaka byggðar- lögum eða héruðum, svo eitthvað sé nefnt. Eins er þetta húsnæði hugsað sem aðstaða fyrir félaga til hverra þeirra nota, sem fólki dettur í hug og samrýmist þeim hugmyndum, sem stjórnin eða húsnefnd kemur til að móta um notkun þessa húsnæðis. Gott væri að heyra frá félögum tillögur og ábendingar um þetta efni. Húsnæðið, sem hefur verið tekið á leigu er í Dverghöfða 27, Reykjavík og er í sama húsi og bókaútgáfan Þjóðsaga. Þar sem gott samstarf hefurtekist milli Ættfræðifélagsins og Bókaút- gáfunnarÞjóðsögu hf., erþetta góður kostur, því um leið gefst möguleiki á að nota aðstöðu Þjóðsögu, gegn sanngjörnu gjaldi. Það er von stjórnarinnar að með þessari nýju aðstöðu eflist félagið til frekari átaka. /-----------\ Ættfræðifélagið á stórafmæli þann 22. febrúar næstkomandi, en þá verður það 50 ára. Samkvæmt lögum félagsins skal aðalfundur haldinn í febrúar ár hvert. A félagsfundinum nú í janúar verður óskað eftir samþy kki félagsmanna til þess að ffesta aðal- fundinum fram í mars því ætlunin er að halda hátxðarfund laugar- daginn 25. febrúar n.k. í tilefni afmælisins. Við vonum að félagsmenn taki þessum áformum vel. . Stjórnin 7

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.