Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Blaðsíða 1

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Blaðsíða 1
FRETTABREF ÆTTFRÆÐIFELAGSINS ISSN 1023-2672 1. tbl. 13. árg. - janúar 1995 Nýir félagar bls. 2 Jón Jónsson bryti bls.3 Jónarnir hennar ömmu bls.6 Systurnar Guðrún og Guðrún Jónsdætur bls.8 Aðsent bls. 12 og 13 Manntalið 1910 Út er komið fyrsta bindi af Manntalinu 1910, Skaftafellssýslur. Þó þetta sé aðeins lítill hluti Manntalsins, finnst okkur, sem að þessu höfum unnið, það stór áfangi. Áfélagsfundi 23. mars 1988 varákveðið að Ettfræðifélagiðfæri aðathugameð útgáfu á Manntalinu 1910. Var kosin útgáfu.æfnd og voru í henni Einar Egilsson, Hólmfríður Gísladóttir og Sigurður Sigurðarson, - síðar kom í nefndina Eggert Th. Kjartansson í stað Einars. Vitað var að Erfðafræðinefnd átti Manntalið 1910 að nokkru leyti tölvuskráð og lagði Jón Gíslason þáverandi formaður Ættfræðifélagsins áherslu á, að reynt yrði að ná samvinnu við nefndina um tölvuvinnsluna, - það myndi spara okkur vinnu. Tókst ágæt samvinna við Erfðafræðinefnd og hefur hún lagt mikla vinnu af mörkum. Einnig fengum við leyfi Tölvunefndar til birtingar á gögnum þeim sem Erfðafræðinefnd hafði úr Manntalinu og öðrum óbeinum heimildum, ásamt leið- réttingum. Þá var séð, að í gögnum Þjóðskjalasafns voru margar upplýsingar, sem ekki voru tölvuskráðar hjá Erfðafræðinefnd. Þjóðskjala- safnið lét okkur því í té aðgang að frumriti Manntalsins og vinnuaðstöðu á Laugavegi 162. Á vordögum 1990 var hafist handa við að bera saman frumgögnin og tölvuútskriftina. Þetta hefur verið mikil vinna en oft skemmtileg þegar létt hefur verið yfir fólki. Það hafa 6-8 mannS unnið að þessu í sjálfboðavinnu á Þjóðskjalasafni við Lauga- veg. Prófarkalestur hefur að mestu leyti farið fram á heimili formanns. Manntalið 1910 er viðamikið verk og er vinnu við það hvergi nærri lokið, - bæði er að þá voru íslendingar orðnir um 85.000 og svo eru þar miklar upplýsingar um hvem mann. Ljóst er að Manntalið tekur mikið rúm og verður margar bækur. Ráðgert er að gefa hverja sýslu út í bók og eitthvað af kaupstöðum sér, t.d. Reykjavík. Manntalið 1910 er svo nálægt okkur í tíma að það mun auðvelda fólki mjög leit að uppmna sínum, sérstaklega ungu fólki. Ég vona að félagsmenn og aðrir taki þessu Manntali vel og verði duglegir við að kaupa það til að auðvelda okkur framhaldið. Manntal á íslandi 1910 I Skaftafellssýslur Ættfrxdifélagid gaf ut i samuinnu vid Þjódskjalasafn íslands og Erfbafrxðinefnd. með styrk úr Mennmgarsjóði Hólmfndur Guladottir og Eggtrt Th. Kjartansson táu um útgafuna ÆllfnriiftUpA RtykjiviV Hólmfríður Gísladóttir

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.