Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Qupperneq 12

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Qupperneq 12
- fyrirspurnir - fyrirspurnir - fyrirspurnir - fyrirspurnir - fyrirspurnir - Kæra Ættfræðifélag í fréttabréfi félagsins, 6. tbl., 12. árg., varpar Hálfdan Helgason fram spumingu um tvær myndir, gamlar mjög. Ekki kann ég deili á bónda- bænum, hann gleðurþó augu mín sem gamals s veitamanns, vonandi fæst s var við því hvar bærinn er í sveit settur með nafni og hverjir standa fyrir dyrum úti. Það er táknrænt fyrir nútíma fólk, að velta því fyrir sér, við hvaða að- búnað forfeður og mæður okkar bjuggu á fyrri tíð. Þessi mynd sem fjallað er um er ekki ríkulega hýst að ytra útliti, gefur þó vísbendingu um að ekki sé um sárafátækt að ræða, ekki veit ég hvort það er rétt, en mér sýnist að balinn er stendurá veggnum milli mannanna sé úr járni með ífelldum misfellum í gjarða stað, hin ílátin eru sjáanlega úr tré. Það þvælist fyrir mér myndin af reiðmanninum. Getur það verið rétt að myndin sé af Símoni Bjamasyni Dalaskáldi?Þegarég varungurmaður sá ég í ljóðahveri mynd af Símoni er svipar mjög til þessarar myndar, bæði klæðaburðursemoghesturinn,reising og litur, því miður er nafnið á hverinu löngu glatað úr minni mínu, þó ég varpi fram þessari getgátu er ekki þar með sagt að hún sé sú eina rétta, um margan getur verið að ræða. Vonandi koma réttu svörin í leit- irnar áður en langt um líður, og birtast í fréttabréfinu. Nú skal vikið að öðru. Mig vantar upplýsingar sem ég vona að einhver í Ættfræðifélaginu geti ffætt mig um. Stúlka að nafni Margrét var f. 15. okt. 1775, dóttir MagnúsarÁmasonar, f. 1734, d. eftir 1783, bónda á Augastöðum í Hálsa- sveit 1780-83, þar áður í Geirshlíð- arkoti, Flókadal, 1771-80. Magnús var hjá foreldrum meðan lifðu á Aug- stöðum, Kjalvararstöðum, Brenni- stöðum í Flókadal og Geirshlíðarkoti. KonaMagnúsarhétHalla,f. 1721, d. 26. feb. 1785, dóttir Þórhalla Ás- mundssonar og konu hans Guðríðar Þorsteinsdóttur er bjuggu á Signýjar- stöðum í Hálsasveit. Guðríður var seinni kona Þórhalla. Þau hjón Magnús og Halla voru bamlaus, en barnsmóðir Magnúsar hétMargrét Jónsdóttir, f. 21. ág. 1749, dánarár vantar (væri gott að fá það), dóttir Jóns Jónssonar og Valgerðar Einarsdóttur, er bjuggu á Hæli í Flókadal 1744-49, síðar í Skáneyjar- koti til dauðadags. Mér tekst ekki með nokkru móti að finna Margréti Magnúsdóttur, sem var f. 15. okt. 1775, í manntölunum 1801 og 1845, kannski erþað vegna þekkingarley sis á amtskipan og h vem- ig kirkjusóknir skiptast, kannski vegna rangra bæjamafna sem spila inn í. Ásmundur U. Guðmundsson Auðurgötu 124, 300 Akranesi Og Ásmundur skrifar aftur: Enn á ný leita ég á náðir ykkar í Reykjavík um fyrirgreiðslu um ætt mína í föðurætt, raunar allra annara líka, sem fróðastir em um ættir, vona að ég falli ekki í ónáð fyrir vikið. Þannig er að mig skortir staðfestingar á eftirfarandi, sem ég vona að mér verði liðsinnt um af góðviljuðu fólki. Getur verið að Sigurður Ásmunds- son, f. 1760, d. veit ég ekki (væri gott að fá upplýsingar um það, eins fæðing- ardag og mánuð), bóndi í Melkoti í Reykjavík, sé sonur Ásmundar Þór- hallasonar, f. 1730, d. 1787 og f.k.h. GuðrúnarPálsdótturf. veitekki (vant- ar upplýsingar þar um), d. 1777, sem bjuggu á Signýjarstöðum í Hálsasveit 1761 -87. Sé sami Sigurður Ásmunds- son, sem fyrr er nefndur bóndi í Norðurkoti, hjáleiga í Reykjavíkur- sókn, manntal 1801, sagður 40 ára, kona hans Sigríður Magnúsdóttir 40 ára, börn þeirra Ásmundur 10 ára, Einar 8 ára, Guðmundur 7 ára og Jón 4 ára, áttu þau kannski fleiri böm og hvað hétu þau. Ef þetta er rétt, hvað varð um fólkið, mér hefur ekki tekist að fínna neitt af því í Manntalinu 1845 svo öruggt sé, getgátur og ágiskanir gagnast ekki er færa á ættarskrá. Er það rétt að Vilborg Ásmunds- dóttir, f. 1767, er átti Ólaf Jónsson bónda á Báruhaugseyri á Álftanesi syðra í Bessastaðasókn (Báruseyri bondagaard) eins og segir í texta Manntal 1801, sé systir Sigurðar er hér fyrr er nefndur. Hvað varð um fólkið, það er eins og fyrr, fxnn ekkert ömggt í Manntali 1845. Getur það verið rétt að Hallgerður Þórhalladóttir, sú er nefnd er í Mann- tali 1845 á Lágafelli í Mosfellssókn, 28 ára, sé dóttir Þórhalla Runólfsson- ar, þess er bjó í Hækingsdal í Reyni- vallasókn. Séu þessar getgátur mínar réttar, vantar heldur betur upplýsingar um störf og búsetu og alla heimilishagi þessa fólks og afkomendur þeirra. Fréttabréf Ættfræðifélagsins Fyrirspum: Mig vantar upplýsingar um Jón Jónsson sem var ættaður úr Ból- staðarhlíðíHúnavatnssýslu.líklega fæddur um 1840, en elsta dóttir hans, Sigurlaug, var fædd árið 1865. Jón var síðast heimilisfastur hjá séra Ólafi Magnússyni á Mosfelli og er grafmn þar. Jón er sagður sonur Jóns Eyjólfssonar Guðmundssonar en Eyjólfur átti bróður sem hét Jóhannes og bjó í Brekkukoti í Húnavatnssýslu. Kona Jóns varGuðlaug Tómas- dóttir frá Kárastöðum í Þingvalla- sveit. Böm þeirra voru sjö og vom líklegaflestfædd í nágrenni Reykja- víkur. Með þakklæti Sesselja Guðmundsdóttir Brekkutanga 36, n.h. 270 Mosfellsbæ s.: 91-668786 12

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.