Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Side 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.1995, Side 9
BÖRN JÓNS ÁRNASONAR OG MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR FRÁ LÁGAFELLI í AUSTUR- LANDEYJUM. Una Jónsdóttir, f.10.04.1856 á Lágafelli, d.05.01.1861. Jón Jónsson, f.20.04.1857 á Lágafelli, smiðurog bóndi á Hlemmi- skeiði á Skeiðum, d. 14.07.1931. Kona hans var Vilborg Guðlaugsdóttir á Hellum á Landi d.27.01.1928. Jón stofnaði sparisjóð Skeiðamanna og var formaður hans og gjaldkeri til dauðadags. Kunnugur lýsir Jóni svo: Hann gekk undir nafninu Jón smið- ur, enda var hann ágætur smiður, bæði á tré og járn. Hann var fremur lágur vexti, en mjög þrekinn. Mátti með sanni segja um hann, að flest lægi opið fyrir honum til munns og handa. Á síðustu æfiárum sínum stundaði hann bókband og fórst það vel úr hendi. Hann var brautryðjandi að stofnun Sparisjóðs Skeiðahrepps og stjórnaði honum með aðgætni og hyggindum, svo að sjóðurinn tapaði ekki einum eyri, var það þrekvirki á þeim krepputímum, sem yfír dundu og kollvörpuðu öðrum sparisjóðum í Árnessýslu. Hann varágæturreiknis- maður, en lítið hneigður fy rir búskap. Hann hafði sterka trú á sigri hins góða, og trúmaður, þótt ekki þræddi hann alltaf alfaravegi. Margrét Jónsdóttir, f.17.09. 1858 á Lágafelli, d. 15.11.1926, ógift og bamlaus. Hún var lengst vinnukona í Miðey í Landeyjum. Árnijónsson,f.l5.10.1859 á Lágafelli, seinna bóndi á Lágafelli, drukknaði fyrir Landeyjasandi 26.04. 1893. Konahans varKristínÞórðar- dóttir, f.1848, í Hildisey, Austur-Landeyjum. Guðbrandur Jónsson, f.09.06.1861 áLágafelli, fóstr- aður í Haukadal á Rangár- völlum, d.29.04.1879 á Eyrar- bakka. Auðunn Jónsson, f.20.02. 1863 á Lágafelli, bóndi í Dag- verðamesi 1902-1908, svo í Svínhaga,d.01.07.1923. Kona hans var Jóhanna Katrín Helgadóttir, f.24.12.1874. Una Jónsdóttir, f. 16.04.1864 á Lágafelli, dó í Vestmannaeyjum, ógift. Hún eignaðist bam, sem dó ungt. Bamsfaðir hennar var Árni Ingi- mundarson í Vestmannaeyjum. Ólafur Jónsson, f.04.12.1865 á Lágafelli. Hannfórtil Ameríku 1892, og vann hjá strætis- eða sporvagna- félaginu í San Francisko 1911-1937, hann dó 19.01.1937, ókvæntur og barnlaus. Guðrún Jónsdóttir Hansen, f.30.04.1867 á Lágafelli, d.04.03. 1957. Hún flutti til Þórshafnar í Færeyjum um 1898. Maður hennar var Hans Hansen, f. 1872, d.28.05. 1909. Guðrún Jónsdóttir, f .01.05.1869 á Lágafelli. Hún dó af barnsförum 11.07.1892 á Reykjum í Mosfellsveit. Hún var ógift en heitmaður hennar og bamsfaðir var Guðmundur Ólafs- son, f.02.07.1859, d.25.03.1893. Margrét Jónsdóttir^f.01.05. 1869 á Lágafelli, d. 15.11.1926. Hún var tvíburasystir Guðrúnar yngri. Hún giftist ekki en var í sambúð með Jóni Haildórssyni bónda á Strönd í Landeyjum, f.27.07.1848, d.02.04. 1926. Jón Jónsson, f.30.06.1870 á Lágafelli, d. sama dag. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR HAN- SEN Guðrún J. Hansen (cbabhk) var f. 30.aprfl 1867 (ath. hún var ekki f. l.maí 1869 eins og segir í 2.bindi, Vík.,bls.81). Hún var níunda barn af tólf, þeirra hjóna Jóns Árnasonar (cbabh), f. 27.feb. 1827 í Vestri- Tungu, bónda á Lágafelli í A-Land- eyjum,d.26.aprfl 1908,ogkonuhans Margrétar Jónsdóttur, f. 23.maí 1830 (ath. ekki 1811 eins og segir á bls.74 í 2.b., Vík. því hún hefði að öllum líkindum verið komin úr barneign þegar hún “eignast” fyrstu bömin samkvæmt fæðingarári þeirra) í Næfurholti, d. 25.júní 1882. Guðrún mun hafa farið frá Austijörðum (enn er á huldu hvaðan) haustið 1898, til Þórshafnar í Færeyj- um, með norska póstskipinu Vaagen, sem hreppti aftakaveður á leiðinni. Ástæðan fyrirþessari Færeyjaför mun hafa verið sú að hún kynntist fær- ey skum manni Eystra, sem í eiginlegri merkingu lokkaði hana á fölskum for- sendum til Færeyja. Ekkert af því sem hann hafði talið henni trú um stóðst. Þangað komin stóð hún uppi vegalaus og með aleiguna, þ.e. fatnað, biblíu og rokkinn sinn, sem enn ertil. Hún hafði óbilandi kjark og þor til að takast á við vandann og með góðra mann hjálp fékk hún atvinnu, sem heimilishjálp. Þar kynntist hún svo eiginmanni sínum Hans Hansen, f. Hans, maður "Gynnu", er nœstfremstur á myndinni með haka reiddan um öxl. Þetta ereina myndin sem til erafhonum en hún vartekin íTórshavn 1898 og ervarðveitt í Fomminjasafni Fœreyja. 9

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.