Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2006, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2006, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2006 gaman af að kroppa hér og þar eftir því sem mér dettur í hug í það og það skiptið. Eg skrifa svo inn á tölvuna hver hefur búið á hverjum bæ hvert árið og prenta það út og vinn með það. Eg hef reynt að taka allt með í manntölunum sem einhverju máli skiptir. Skemmtilegur tvíverknaður Nú vitið þið það best að ýmsu í aðalmanntölunum er afar varlegt að treysta, eins og aldri fólks og fæð- ingarsókn og ber ekki alltaf saman við frumheimild- irnar. Menn vissu oft ekki betur, enda rniðaði fólk oft aldur sinn við vikudaga en ekki mánaðardaga, kvaðst fætt t. d. laugardaginn í 12. viku sumars eða fyrsta sunnudag í Góu. Eg man að gamalt fólk í mínu ung- dæmi talaði stundum þannig. Stafsetning á nöfnum fólks er einnig oft mjög mismunandi. Eg get tekið sem dæmi nafnið Sesselja sem ég held að sé skráð á níu mismunandi vegu. Þannig að þegar farið er að skrifa þetta niður verður oft að staðla þessa stafsetningu. Eg man t.d. eftir Filipusi Filipussyni, silfursmið í Skaftafellssýslu, sem presturinn skráði í kirkjubókina Phelpus Phelpusson. Flestum finnst nú sjálfsagt að það ætti að kalla þann ágæta mann Filipus eins og hann kallaði sig jafnan sjálfur. Ég er sem sagt að bauka við þetta, skrái fyrst inn á tölvu, prenta það út og færi svo inn viðbætur með penna, það er þægilegra finnst mér. Þegar ég er búinn að færa inn dálítinn slatta færi ég þetta svo allt inn á tölvuna. Þetta mundi margur segja að væri tvíverknaður, en það gerir ekkert til, mér finnst þetta skemmtilegra og ég er í raun ekki að gera þetta fyrir neinn nema sjálfan mig. Hitt er líka það að þegar maður marg- skrifar sama hlutinn þá lærir maður hann. Aldrei búinn Þá kemur að þessu: Hvers vegna í ósköpunum ertu að þessu? Ég er bara að þessu mér til gamans. Það hefur enginn beðið mig að gera þetta, enginn hvatt mig til þess. Það er nokkuð til sem heitir Fræðafélag þama fyrir norðan, ég hef tvisvar farið á fundi hjá þeim. Það var eitt af markmiðum þess góða félags að gefa út einhvers konar ábúendatal yfir sýsluna eins og búið er að gera annars staðar. En menn hafa alltaf verið að bíða eftir því að einhver annar gerði það. Ég hef sagt þeim aðeins frá því sem ég er að gera svo að þau vita nú af því þar. Það eina sem hefur gerst þar er að tvær áhugasamar konur hafa skrifað upp kirkjubækur eftir filmum og ég hef fengið ljósrit af því og þetta hjálpar mjög mikið. Nú spyr einhver: Hvenær verðurðu búinn að þessu? Ég verð aldrei búinn að þessu. Þetta er meira verk en svo að ég vinni það á minni ævi. Ég veit náttúrlega ekki hversu löng hún verður. Hún getur endað hvenær sem er. En það getur líka teygst úr henni sem ég vona reyndar. Kannski taka þá ein- hverjir aðrir við. Svo spyrja aðrir: Hvenær á að gefa þetta út. Ég hef enga hugmynd um það. Ég er ekkert að gera þetta til þess að gefa það út. Þetta er bara einhvers konar árátta hjá mér sem lætur mig ekki í friði. Vakna kl. 5 Þá mætti líka spyrja: Hvenær vinnurðu þetta? Það er nú svo að þó ég sé hættur í föstu starfi þá hef ég nóg að gera og sinni ýmsum störfum fyrir mína gömlu stofnun. Einu sinni talaði ég við ykkur um gullsmiði og þetta verk mitt um íslenska gullsmiði er enn bara hálfkarað. Það er samt það sem mest liggur á að ég ljúki við. En ég gríp nú hverja stund til þess að tína saman þennan fróðleik um Húnvetningana. Guð má ráða hvernig þetta endar. Stundum vakna ég klukkan 5 á morgnana. Þá sest ég kannski við í klukkutíma ef ég er sæmilega hress. Stundum tek ég með mér tölvuna ef ég fer eitthvað og ég get sest niður og bætt inn á hana og prentað síðan út. A kvöldin sest ég í Víðidal. Það bólaði aldrei neitt á því að menn í mínu heimahér- aði tækju sig til og færu að safna saman í ábúendatöl eða æviskrár, segir Þór Magnússon. (Ljósmynd Björn Jónsson) niður smástund, ef ég er ekki of syfjaður, og tek fram möppurnar með Ijósritunum úr manntölunum. Þetta eru mjög óskipulögð vinnubrögð og ég vil ekki ráðleggja neinum að vinna svona nema þeir vilji það. Allir skynsamir menn fá sér forrit og pikka inn í það. Þetta er það sem ég er að bauka við, að tína saman heimildir um mína gömlu sýslunga. Ég hef að vísu ekki tekið fólk í þessa æviskrá sem nær ekki tvítugs- aldri. Ég hef miðað við fólk sem kemst yfir tvítugt og er þá líklegt til þess að eiga afkomendur. Það er undantekning ef ástæða er til þess að skrá yngra fólk. En auðvitað koma öll börn með í ábúendatalið sem er sett upp mjög svipað og Jón Guðnason gerði með Dalamenn og Strandamenn. Adam og Eva Ég reyni að gera þetta eins ítarlega og hægt er. Ég tek fæðingardaga bama og fæðingarstað, jafnvel þótt þau komist ekki upp. Það segir hvar foreldramir bjuggu http://www.vortex.is/aett 15 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.