Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2006, Blaðsíða 17

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2006, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2006 Guðjón Óskar Jónsson skrifar: Klippt & skorið Svar til Gunnars Guðmundssonar: Áatal Sigríðar Tómasdóttur er enn til umræðu, ári eftir að það birtist í Fréttabréfinu. Vel er það, að efni þáttarins skuli vekja áhuga. Áatalið var níu og hálf síða auk myndar á forsíðu eða næstum helmingurinn af lesmáli tölublaðsins. Ég reyni að vera ekki allt of langorður í ætt- fræðiþáttum í Fréttabréfinu, þar sem rúm blaðsins er takmarkað. Bændaættir, sem lítt eða ekki hafa verið raktar á prenti í áatölum, læt ég hafa forgang. Ættir, sem auðveldlega verða raktar eftir prentuðum heim- ildum, rek ég síður. Ég vísa á heimildaskrá áatalsins, en auk þess vil ég nefna Framættir Islendinga eftir Sigurgeir Þorgrímsson og svo Islendingabók sjálfa. Karlleggir með litlum eða engum tímaákvörð- unum hafa víða birzt í ættfræðiritum. Ég hirði ekki um að birta þá í mínum þáttum. Ég reyni að gera konum og körlum sömu skil í ættrakn- ingum. Tilgátur í ættfræði misjafnlega rökstuddar leiði ég hjá mér. Ritað í nóvember 2005. Grasaættin, þáttur Franz Gísla- sonar í 4. tbl. Fréttabréfs 2005 Nefndur er Skúli Thoroddsen læknir Móeiðarhvoli (bls. 5), en rétt er Skúli Thorarensen. Æskuunnusta síra Jóns er nefnd Solveig (bls. 3), en hún hét Sigríður Ólafsdóttir. „Er ein œtt með okkur“ „.. er nú ektakvinna Jóns farvara í Reykjavík“. (Ævisaga síra Jóns Stein- grímssonar) „Bamfuglinn” Sigríður, dóttir mad. Þórunnar Hannesdóttur og Jóns Steingrímssonar, mun hafa borið nafn þessarar fómfúsu stúlku. í nafnaskrá við ævisögu síra Jóns Steingrímssonar (2. útg. 1945) segir: Sigríður Ólafsdóttir Péturssonar. Höfundur nafnaskrárinnar hefur því kunnað nokkur skil á ætt Sigríðar. Tveir pýramídar Höfuðhetja Eyrbyggju, Snorri goði, varfœddur árið 963. Hann eignaðist 22 börn semflest jóku kyn sitt. Ef œtti að reikna niðjatal hans, og úthluta hverju barna hans þrem afkvœmum, sem ekki virðist ofílagt, með sömu viðkomu í þrjár aldir, þá mundu niðjar hans á ritunartíma Eyrbyggju vera orðnir 72 160- x ; mínustalan er óviss, en táknar áa- samruna vegna innanœttarbarneigna. Niðjatal manna annarsvegar og œttartala hinsvegar mynda tvo pýramída sem standa hvor á annars toppi, en botnlínur pýra- mídanna liggja í óendanleikanum. Halldór Laxness: Fomeskjutaut, Skímir 1973. Fyrirsögnin er blaðsins. Skáldsagan Njála „Þess má minnast hér lauslega að Þiðreks saga barst snemma hingað og hafði ýmiss konar áhrif á Njálu eins og Einar Ó1 Sveinsson, Lars Lönnroth, Marina Mundt og þó einkum Anna Kersbergen hafa rökstutt? Ummæli Einars Ólafs og annara fræði- manna um áhrif útlendra bóka á Njálu em skref í rétta átt, en þessi skref eru of fá og of stutt, enda verður miklum mun auðveldara að fást við þetta vandamál, þegar fræðimenn hætta að miða við þá fáránlegu hugmynd, að atburðir Njálu hafi yfirleitt gerzt og síðan alið af sér munnlegar arfsagnir, og svo hafi þjóðin lagt öll þessi ósköp á minnið um nokkrar aldir, þangað til skrifari á þrettándu öld létti þungri byrgði af því fólki sem var að sligast undir oki munnlegrar arfsagna.“ Dr. Hermann Pálsson, lektor við Edinborgarháskóla: Uppruni Njálu og hugmyndir (bls. 19) Reykjavík 1984. Fyrirsögnin er blaðsins. framhald af bls. 2 Safn til Söeu Islands og Isl. Bóhnennta 1. b., bls. 1-701 (1856, bound, very good condition) ($50 CAD) Föðurtún - P. V. G. Kolka, 1950 Newly bound, restoration to bls. 191 -192,381 -382 (ljosrituð) ($90 CAD) Svalharðsstrandarhók - Júlíus Jóhannesson Exellent condition, paper dust cover intact ($25 CAD) Veterans oflcelandic Descent - World War II. 1990 579 bls. (new) ($25 CAD) Minninearrit íslenzkra Hermanna 1914-1918. 1923 527 bls. (original binding, very good condition) ($80 CAD) Minninearrit íslenzkra Hermanna 1914-1918. 1923 (reprint 19811 527 bls. (like new condition) ($70 CAD) Ættir Austfírðinqa - Séra Einar Jónsson, 1953 l.b. bls 1-316,bls. 1-1-4 damaged, some pages missing from end, never bound, poor condition. ($15 CAD) Áhugasamir hafi samband við Nelson Gerrard á evrarbakki(a)hotmail.com http: //w w w. vortex. is/aett 17 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.