Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2006, Side 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.01.2006, Side 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í janúar 2006 sínum. Sr. Þórhalli fékkst eitthvað við lækningar og hlaut lof fyrir, en það mun ekki hafa hvarflað að Galtalækjarmönnum að fást við slíkt kukl. Islenskar æviskrár segja sr. Þórhalla lítinn búhöld og er það gjörólíkt flestum Galtalækjarmönum, en þó ekki alveg án undantekninga, en hæfnina til góðrar búmennsku munu Galtalækjarmenn hafa hlotið frá langfeðgum sínum. (Kannske fara IÆ. ekki þar með rétt mál því 1801 eru á Breiðabólstað 23 kýr, 160 ær og geldfé 140). Þá virðist svo sem næstu afkomendur Margrétar hafi verið mjög „heilt“ og trygglynt fólk gagnvart mökum srnurn og er það eins ólíkt sr. Þórhalla og hugsast gat. Þórhalla var létt um allan utanbókarlær- dóm en talið var að hann skorti nægan skilning á því sem hann lærði og þess vegna var Hannesi biskupi ekki ljúft að þurfa að vígja hann. Þegar á reyndi komst sr. Þórhalli þó vel frá öllum prestsverkum sínum og sextán árum síðar er hann orðinn svo „hundþjálfaður“ til þessara starfa að Geir biskup fer fögrum orðum um kennimannshæfileika hans og telur hann mann gáfaðan. (Kannske tók Þórhalli seint út þroska sinn?) Allt þetta gat minnt á marga Galtalækjarmenn. Sr. Þórhalli hafði dökkt hár sem var hrokkið að neðan, var fremur hár vexti og hinn reffilegasti. Hann hafði einstaka ánægju af gestakomum og skorti þá hvorki hlýlegt viðmót né veitingar. Margt af þessum eigin- leikum gæti minnt á suma afkomendur Margrétar á Galtalæk. En annar karlmaður kom þama til greina, svo sem fyrr er á drepið, sem raunverulegur faðir Margrétar og segir nánar frá því, í næsta tölulið, sem er um Valgerði móður hennar. Maður (25.10.1821): Arni Finnbogason bóndi (NR 1.4). Margrét var fædd 27. 4.1797, d. 24. 3.1860 á Galtalæk. 3. Valgeröur Guðbrandsdóttir húsfreyja í Keldnaseli á Rangárvöllum (1798-1799) og að Núpi undir Eyjafjöllum (1799-dánardags). Valgerður er hjá foreldrum sínum á Geirlandi 1762 og er á Breiðabólstað á Síðu 1783 [ÍE segir 1785 sem er hæpið]. Flúði Skaftáreldana með föður sínum [? og er með honum að Syðri-Steinsmýri (1783-1784), í Syðrivík í Landbroti (1784-1785) og flúði svo með honum] vestur í Rangárvallasýslu. Sennilega er hún hjá honum á Lágafelli í Landeyjum (1785-1786), á Heylæk (1786-1787), Teigi (1787- 1788) og sannanlega er hún er hjá honum þar 1789 og sögð „skykkanleg í framkomu og skýr í kunn- áttu.“ Þetta eru allt bæir í Fljótshlíð. 1790-1791 er hún vinnukona hjá sr. Jóni Hinrikssyni presti í Keldnaþingum er bjó á Stóra-Reyðarvatni á Rangár- völlum. 1792 andast föðursystir sr. Jóns, sem jafn- framt hafði verið bústýra hans og velur presturinn þá Valgerði sem bústýru og gegnir hún því embætti til 1797. Á þeim árum segir presturinn hana “greinda og vel að sér.“ Á þessum árum er sr. Jón ekkjumaður „á milli Breiðabólsstaður í Fljótshlíð. Gunnar Guðniundsson veltir fyrir sér föður Margrétar formóður sinnar og veðjar þar á kvensemismanninn sr. Þórhalla Magnússon á Breiðabólstað í Fljótshlíð. (Ijósmynd Björn Jónsson) kvenna.“ 1797 er sr. Jón fimmtugur og Valgerður í reynd 36 ára (en telur sig 33 ára) og svo er þar meðal heimilisfólks vinnupiltur, Jón Jónsson frá Ægisíðu 29 ára (en telur sig ári eldri). Sr. Jón hafði áður gefið „drengnum“ þann vitnisburð, að hann væri „hollt hjú og þægur“. Þetta vor (27.4.1797) eignast Valgerður bústýra dótturina Margréti og er Jón vinnumaður sagður faðir hennar, en þau Valgerður og Jón gifta sig þó ekki fyrr en rúmu ári síðar (og svo nær presturinn sér í konu hálfu ári eftir það). Með þessa vitneskju í huga liggur beinast við að ætla að sr. Jón hafi verið faðir Margrétar og hann hafi fengið Jón vinnumann „hinn þæga“ til að segjast vera bamsföðurinn og hlotið Valgerði sem konu að launum og þetta hafi verið gjört til að forða sr. Jóni frá því að missa hemp- una, sem þýddi algeran afkomumissi fyrir hann. Um sr. Jón er það helst að segja, að hann hafði mjög góða rithönd, var afbragðs prestur, gáfaður og reglusamur. Hann varð bráðkvaddur 15. 7. 1801 (þ.e. þremur mánuðum eftir að Valgerður fv. bústýra hans og móðir Margrétar lést). Hvar andlát hans bar að höndum veit ég ekki. Að svo komnu máli vil ég ekki afskrifa að sr. Þórhalli hafi eitthvað verið við þessi mál riðinn. Um hásumarið 1796 er það ekkert fyrirtæki fyrir mann eins og hann, sem sífellt var með „nashyminginn“ í buxnaklaufinni, að taka hest sinn, ríða upp frá Breiðabólstað og skemmstu leið um 13 km upp að Reyðarvatni og koma þar eitthvað við bústýruna. Um þetta verður seint nokkuð fullyrt en nokkru síðar (1798) „gengu um það dylgjur að fleiri kynnu að vera böm sr. Þórhalla en skrifað stæði“ (Breiðaból- staður, bls 70) og það stendur líka eftir sú spuming, hvert var það bam sem sr. Þórhalli átti fram hjá konu sinni, „en honum tókst að smeygja framhjá, svo hann tapaði ekki hempunni“? (Sbr. Eyfellskar sagnir 1,84). Eg tel næsta víst að Margrét hafi ekki verið dóttir Jóns Jónssonar og allar líkur tel ég á því að hún hafi verið dóttir annars hvors þessara fyrmefndu presta. Þar veðja ég frekar á sr. Þórhalla, svo lengi sem ekki koma fram nýjar heimildir sem mæla með hinu gagnstæða. http://www.vortex.is/aett 19 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.