Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Side 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Side 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 Sr. Gísli Kolbeins: Skáld-Rósa Stiklað á stóru í ættfræðinni „Lilja Kristjánsdóttir sagði dóttnr sinni Hall- fríði Jóhannsdóttur og hún sagði mér,: „ liún bar af öðrum konum að ásýnd í háu meðallagi á vöxt, gildvaxin og Itoldug, fremur stuttleit og full að vöngum, andlitið mjög frítt, svip- mótið þungbúið nokkuð en góðlegt, ekki laus við dimman roða í kinnum“. Svo skráði Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum, er hann ritaði lýsingu á Skáld-Rósu, Vatnsenda-Rósu eða Rósu Guðmundsdóttur, sem fœddist á Þor- láksmessu 1795 á Asgerðarstöðum innarlega í Hörgárdal. Ekki er ljóst hvort Lilja sá Rósu eða hafði heyrt móður sína Hallberu Gunnlaugsdóttur lýsa henni fyrir dóttur sinni á góðri stund, er vísur Rósu bar á góma. Hallbera er sveitungi Rósu, fædd 1788 á Féeggsstöðum í Barkárdal en Lilja fæddist eftir að Rósa var horfin úr Eyjafirði 1825 eða 7. Það eru eng- ar líkur á því, að Rósa sé á ferðinni í Eyjafirði eftir 1830 þótt ekki sé hægt að synja fyrir að það gæti ver- ið. Hafi hún fylgt Þórönnu Rósu dóttur sinni í fóstur hjá Guðrúnu systur sinni í Skjaldarvík hefir það verið sumarið 1834. Þá gæti hún hafa hitt sveitunga sína. Kristján faðir Lilju kemur líka til greina. Hann er á Þúfnavöllum hjá foreldrum sínum á sömu árum og Hallbera er hjá foreldrum sínum í Baugaseli í Myrkársókn frá 1813. Það eru töluverðar líkur á að hjónin í Stóra-Gerði, foreldrar Lilju, kunni vísur Vatnsenda-Rósu og ræði ýmislegt um hana í áheyrn dóttur sinnar. Þær mæðgur Lilja og Hallfríður voru taldar grein- argóðar. Við skulum ætla, að Hallfríður, sem er fædd 1867, hafi því getað sagt Eiði, sem fæddur var 1888 skilmerkilega og skýrt hvernig Rósa kom samtíð sinni fyrir sjónir. Við skulum ekki velkjast í vafa um það. En af hverju var hún nefnd Rósa? Kvenmanns- nafnið Rósa er ekki svo gamalt hjá íslendingum. Elsta íslenska Rósa, sem ég hefi haft spumir af, er tal- in fædd 1540 þ. e. á kaþólskri tíð og sú næsta er talin fædd 1580, sú fyrsta á lúterskum tíma á íslandi. Það em líka konur í framættum hennar sem heita Rósa. Hugsanlega er móðir Jóns Amfinnssonar langa- langafa hennar Rósa Þorkelsdóttir og dóttir Guðrúnar Arnfinnsdóttur systur Jóns er Rósa Jónsdóttir. Hálfsystir ívars Bjömssonar langafa hennar, móð- ur megin, er Rósa Brandsdóttir. Móðir hennar er Sigríður Ketilsdóttir, sem átti Bjöm ívarsson. Hún á líka móðursystur, sem heitir Rósa Guðmundsdóttir f. 1765 gifta Þórði Magnússyni. Þau búa á Saurbæ 1. býli í Myrkársókn 1816 og eiga þá dóttur 7 ára gamla, sem heitir Rósa Þórðardóttir. Látum þetta gott heita um Rósur skyldar henni. Leiðum hugann að því, að Sigurður blindur í Fagra- dal, skáld gott og mikill ljóðasmiður og rímna, gæti verið höfundur konuheitisins Rósa hér í landi. Rósa og Lilja em þau nöfn, sem hafa verið not- uð sem samheiti Maríu móður Krists. Öll þekkjum Höfundurinn sr. Gísli H. Kolbeins fœddist 30. maí 1926 í Flatey á Breiðafirði. Vorið 1944 kynntist hann Þorvaldi Kolbeins prentara og föðurbróður er hann var í Reykjavík við tungumálanám hjá frú Estrid Brekkan komt Friðriks skálds. Þorvaldur var afar áhugasamur œttfrœðingur. Hann tók þátt í stofmm Ættfrœðifélags íslands á stofitfitndi í sal Landsbókasafns 22. febrúar 1945 og var kosinn gjaldkeri í fiyrstu stjórn félagsins. A skemmtigöngu með Þorvaldi í Reykjavík að morgni dags, á leið í heimsókn til ömmitbróður sr. Gísla,fór Þorvaldur að rœða œttfrœði við 18 ára unglinginn. Sr. Böðvar ömmubróðirinn mœlti með œttfrœði- stundun En unglingurinn taldi slík frœði dœgra- styttingarefni til ánœgju eingöngu. A háskólaárum sr. Gísla 1947-1950 varð fram- haldið mörg góð vetrarkvöldsstund íprentsmiðjunni sem Þorvaldur var í við prentun á dagblaði um nœt- ur. Þar kenndi frœðarinn námssveininum að þekkja Bólstaðahlíðarœtt og Reykhólaœtt, Kjarnaœtt og Svefneyjaœtt og fleira á œttfrœðisviði. Ættfrœði hefir svo verið áhugaefni sr. Gísla á starfstíma hans 1950 - 2004 og er enn. En eins og Guðfrœðingatalið 2002 sýnir hefir hann starfað víða um land og kynnst mörgum œttum. Ahugi hans á Skáld-Róstt vaknaði m.a. af því að dœtur hennar Pálína og Sigríður voru fóstrur Elínar Elísabetar Björnsdóttur, langönunu sr. Gísla. Líklega var Rósa Ijósa hennar þótt þess sé ekki getið í kirkjubók, þar sem telpan fœddist 219 1836 á Tjörn í umdœmi Rósu. Pálína og Sigríður fóru með sr. Birni á Tjörn suð- ur í Biskupstungur er hann fltttti til Torfustaða þar sent hann var prestur 1837 - 1858. Dóttir hans Elín Elísabet, langamma sr. Gísla, varð svo velgjörða- kona fní Guðninar Olafsdóttur prestsekkju í Arnesi er hún kom sem prestsfrú til Arness 1884. http://www.ætt.is 3 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.