Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Qupperneq 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Qupperneq 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 Vatnsendi í Vesturhópi. Vesturhópsvatn í baksýn. Rósa bjó um skeið á Vatnsenda með Olafi manni sínum og hefur oft verið kennd við þann bæ, enda orti hún fleyg- ar vísur meðan hún átti þar heima. (Ljósmynd Bjargþór G. Kolbcins). við hugsanlega orðtakið: „Allir vildu Lilju kveðið hafa“, um helgiljóð Eysteins munks Asgrímssonar. Það er eins konar guðspjall um Maríu og son hennar, þjáningu hans og hennar o.fl., sem ég fer ekki út í að orðlengja um. Sigurður blindur í Fagradal, sem er talinn vera uppi frá um það bil 1470 - 1545 tók sér sömu sögu eða guðspjall til yrkisefnis og nefndi helgikvæði sitt Rósu. Rétt er að nefna í þessu samhengi, að „ rós“ og rauður litur blóma hennar, var ímynd píslarvættis fyrir kristna trú. Skáldin Eysteinn og Sigurður yrkja líka í þá veru, að það hafi valdið Maríu Guðsmóður píslarvættisþjáningum að verða vitni að æviþræði og andlátspíslum Jesú. Örlög hjónanna á Ásgerðarstöðum höfðu orðið þau, að eignast átta börn áður en Rósa fæddist. Hún er níunda barn þeirra. Jón bróðir hennar, f. 22. des. 1787, er elstur lífs þegar Rósa fæðist. Hann deyr vor- ið 1796, 8. maí. En Sigríður, f. 1790, 5 ára og Snorri, f. 1796, 1 árs, eru lífs á heimilinu og ná aldri. Þess er getið í umsögnum um Guðrúnu móður þeirra, að hún sé vel að sér og margt gott kunnandi. Hugsanlega má lesa úr þeim vitnisburði, sem sókn- arpresturinn ritar í embættisbók sína, að hún sé trúuð og vel uppfrædd. Það á auðvitað við um fyrri tíma andleg efni. Rósa, helgidrápa Sigurðar blinds, var því líkleg til að vera henni hugleikin. Nöfn þeirra barna, sem leg áttu í Myrkárkirkjugarði höfðu verið fengin úr ættarnafnastofninum. Sigríður bar nafn ömmu sinnar, móður Guðmundar, og Snorri bar nafn seinni manns hennar, Snorra Einarssonar. Látum svo falla þanka um nafnavalið með því að rifja örlítið upp úr Rósu Sigurðar blinds. Hann lætur viðlag hljóma í sumum erindum á þessa leið: Öllum hlutum er œðri og betri allhróðigust drottins móðir, vill hún best, en megnar mestu, Máría nœst er drottni hœstum. Einnig annað: Fögur sem tungl og efri en englar, electa sem sólin mektug, Máría lofast í himnum hœrri, hreinni og skœrri en nokkur greini. Viðlögin bæði eiga að leggja áherslu á persónuna „Rós“ og aðdáunarverða eiginleika hennar, þ.e. Mar- ía móðir Jesú er sú Rósa sem hann mærir. Því til enn aukinnar áherslu og umhugsunar fyr- ir þann sem eignast helgiljóðið, bæði í handriti og í uppáhaldi yrkir hann næst síðasta erindið í hugljóma og af innblásinni andagift, svo að varla verður betur kveðið ekki síst vegna þess hve innihaldsríkt það er. Það er 132. erindið og á þessa leið: Reyðiblóm, þat er Rósa heitir, rétt upp sprungin millum klungra, leiðist fram, aflitlu sáði listugt þing kann upp að springa. Máríu dýrð er œðri orðin, ítarligri en liljan hvíta, glœsiligri en roðnust rósa. Rósa heitir kvœðið Ijósa. I óbundnu máli verður texti erindisins eitthvað á þessa leið: Rauða jurtin, sem er nefnd rós og vex í grýttri jörð verður til úr smáu fræi að svo ásjálegri jurt, sem getur blómstrað og borið blómið hátt. Dýrð Maríu tekur þeirri fram og er meiri og altækari en lilj- ur vallarins og tilkomumeiri en rauðasta rósarblóm. Kvæðið auðskilda heitir Rósa. Á bak við liggur að kvæðið er Maríuljóð í samræmi við að Rósa er sam- heiti við nafn móður Jesú. Ætla má að all margir í Hörgárdal og dölunum vestur úr honum hafi þekkt ljóðið og verið sama sinnis um ágæti þess og tekið til við að velja dætr- um dalsins nafnið Rósa. Þær bera það ekki margar í manntalinu 1703. En á næstu öld eru 164 stúlkum valið nafnið Rósa og 51 af þeim þ.e. 31% eru í Eyja- firði. Þegar Rósa Guðmundsdóttir, Ásgerðarstaðar- dalrósin, fer frá Fornhaga vorið 1816 á hún 30 nöfnur í dölunum á heimaslóð hennar. Þær eru ekki allar í ætt við hana í fáa liði a.m.k. http://www.ætt.is 4 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.