Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Page 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008
Skáld-Rósa dó og var jarðsett á Efra-Núpi í Miðfirði. í
áratugi sátu konurnar oft og prjónuðu á leiði hennar og
varðveittu þannig staðsetningu þess. Arið 1965,110 árum
eftir dauða Rósu, reistu húnvetnskar konur bautastein
á leiði hennar. (Ljósmynd Bjargþór G. Kolbeins).
fæddist liðlega hálfu ári eftir hörmulegt dauðaslys
hennar í jarðskriðunni í Löngu-Hlíð. En ég sleppi því
að sinni.
Hún var látin heita Rósa eins og helgikvæði Sig-
urðar blinds. Forfeður hennar, sem hér á undan voru
nefndir, voru allir forfeður móður hennar. Halldór
Sveinsson, bóndi í Fornhaga 1703, var þar fyrstur
vegna þess að hann var einnig langafi Guðmundar
bónda föður Rósu. Foreldramir voru þannig þre-
menningar út af honum. Um foreldra Halldórs og
eiginkonu veit ég ekki neitt. Guðmundur sonur hans,
bóndi í Hátúni í Hörgárdal, var kvæntur Margréti
Jónsdóttur og þau voru foreldrar Sigríðar Guðmunds-
dóttur húsmóður á Syðri-Reistará. Nafni hennar kom
Guðmundur sonur hennar upp. Sigríður á Asgerðar-
stöðum f. 1790 elst af börnum hjónanna, sem aldri
náði, bar það þau 33 ár sem hún lifði.
Fyrri maður Sigríðar, föðurömmu Rósu, var fað-
ir Guðmundar, Rögnvaldur Arnfinnsson á Reistará.
Hann varð skammlífur og fórst í bátstapa við Hrís-
ey 19. nóv. 1760, haustið sem Guðmundur fæddist.
Rögnvaldi og Sigríði fæddust 2 börn.
Sigríður giftist aftur eftir drukknun Rögnvald-
ar Snorra Einarssyni. Þau bjuggu á Reistará. Dóttir
hennar, eldri en Guðmundur, hét Ingibjörg Rögn-
valdsdóttir eins og móðir Rögnvaldar hét. Snorri varð
ekki langlífur. Hann fórst í sjóferð á Sýrdalsvogi und-
ir Hvanndalabjargi 8. sept. 1783.
Snorri átti bróður, sem Hallgrímur hét, sem einnig
bjó á Reistará. Hann var faðir sr. Þorláks á Svalbarði,
sem Rósa fór í vist til er hún stóð á tvítugu. For-
eldrar Rögnvaldar voru Arnfinnur Jónsson bóndi á
Þrastarhóli og kona hans Ingibjörg Rögnvaldsdóttir.
Foreldrar Arnfinns voru Jón Arnfinnsson, sem bjó
í Löngu-Hlíð 1703 og Ingibjörg Jónsdóttir. Guðrún
systir Jóns, var einnig búsett í Löngu-Hlíð 1703 og
átti dótturina Rósu Jónsdóttur f. 1689.
Foreldrar Ingibjargar á Þrastarhóli voru Rögnvald-
ur Jónsson, Rögnvaldssonar, Þorgeirssonar, Jónsson-
ar, sem sagður var fylgisveinn Jóns biskups Arasonar
og Guðrún Jónsdóttir. Þau bjuggu á Yxnahóli.
Þannig lýk ég að nefna 31 persónu sem eru í næstu
framættarliðum Rósu í 5 liði að henni meðtaldri, sem
virðast hafa að mestu framfleitt sér með bústörfum í
Hörgárdal og næsta nágrenni hans. Rósa er alfarið af
eyfirsku bergi brotin má segja, þótt ættrakning henn-
ar liggi vísast vítt um landið ef lengra væri rakið. En
það skiptir í tvær áttir með niðjana.
Ásgerðarstaðahjónunum fæddust eftirtalin börn:
Jónas f. 1785, sem dó ársgamall úr bólusótt, Snorri
f. 1786, sem dó ungbarn, Jón f. 1787, sem lifði til
vors 1796, mesti efnispiltur, sem líklega veiktist af
meltingarsjúkdómi og dó 8. maí, vorið sem Rósa var
á fyrsta árinu, Guðmundur f. 1788, sem ekkert er
skráð um nema fæðingin, Guðmundur f. 1789, sem er
sömuleiðis aðeins nefndur vegna fæðingar og skírnar,
Sigríður f. 1790, sem átti tvo syni en dó af barnsburð-
arsjúkleika er hún átti andvana dóttur í júnílok 1823.
Þeir juku kyn sitt í Húnavatnssýslu.
Næsta bam var Amþóra f. 1792, sem andaðist 9
vikna, Snorri f. 1794, sem varð mektarbóndi í Stóra-
Brekku, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur ljósmóður.
Þeirra niðjar urðu Eyfirðingar. Rósa f. 1795 átti börn
sín í Húnavatnssýslu. Þau juku kyn sitt í fleiri hémð-
um landsins. Guðrún f. 1797 giftist Eyfirðingi, Ólafi
Ólafssyni. Þau bjuggu í Skjaldarvík. Þeirra niðjar
voru nyrðra.
Enn áttu þau Ásgerðarstaðahjónin soninn Jón f.
1799, sem andast ungbam. Jón f. 1801 varð svo 12.
bam þeirra. Hann kvæntist ungur Margréti Jónsdótt-
ur Þorlákssonar prests á Bægisá og bjó með henni á
Krakavöllum í Fljótum í Skagafirði.
Elsti sonur þeirra sr. Jón á Barði er ættfaðir Norð-
mannsættarinnar. Svo sérkennilega vill til, að tengda-
synir Guðmundar Rögnvaldssonar heita Ólafur Jóns-
son, maður Sigríðar, Ólafur Ásmundsson, maður
Rósu og Ólafur Ólafsson, maður Guðrúnar. Þessir
þrír Ólafar virðast allir vera bændur í betri bænda
röð. Skilst ég svo við þessa grein ættfræðinnar og
hverf að nöfnum á börnum Rósu.
Elst barna hennar er Pálína f. 3. ágúst 1818 á
Haukagili, svo er Guðrún f. 30. júlí 1819 einnig á
Haukagili. Guðmundur faðir Rósu er þá kominn til
http://www.ætt.is
6
aett@aett.is