Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Side 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Side 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 stríðsskattur verið boðinn í Danmörku vegna stríðs- ins fimm sinnum á árunum 1676-1679 og a.m.k. einu sinni í Noregi.9 Greinarmun þarf að gera á hugtökunum stríðs- hjálp og stríðsskattur. Islendingar greiddu stríðshjálp enda voru þeir ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Danir aftur á móti greiddu stríðsskatt, enda var stríð- ið þeirra innanríkismál. í Danmörku var innheimt stríðshjálp nokkru síðar, árið 1683, vegna innrásar Tyrkja í Þýskaland.1" Skjöl stríðshjálparinnar eru í einni öskju og komu til íslands með hinni svokölluðu „dönsku sendingu" 1928. Aður voru skjölin í ríkisskjalasafni Dana og þar áður í Rentukammeri, sem fékk þau frá íslandi. Rentukammerið var fjármálaráðuneyti konungs á einveldistímanum 1660-1848. Það annaðist inn- heimtumál, landnýtingu, umsýslu jarðeigna og mál opinberra starfsmanna. Hitt ráðuneytið var Kansellí- ið, sem sá um dóms- og kirkjumál.11 Alvarlegar áminningar Stríðshjálparskjölin eru að stofni til yfirlit yfir greiðslur skattgreiðenda, raðað eftir sýslu, hrepp, bæ og nafni. Varðveitt eru yfirlit úr Norður-, Mið- og Suður-Múlasýslu, Austur- og Vestur-Skaftafellssýslu, Amessýslu, Gullbringusýslu, Kjósarsýslu, Borgar- fjarðarsýslum, Dalasýslu, Hnappadalssýslu, Snæ- fellsnessýslu, Barðarstrandarsýslum og Vestur- og Norður-Isafjarðarsýslu. Einnig eru meðal þeirra jarða- bækur yfir Austur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu og Arnessýslu. Að auki eru konungsbréf um stríðs- hjálpina, reikningar og fylgiskjöl úr Rentukammeri meðal skjalanna. Vert er að benda á að einungis era skattheimtuyfirlit úr Skálholtsbiskupsdæmi varðveitt, en ekkert úr Hólabiskupsdæmi. Þó er ljóst að þar hef- ur skattheimtan farið fram, því að þær sýslur koma fram í yfirlitinu í Rentukammerinu.12 Innheimta stríðshjálparinnar gekk eins og fyrr segir illa. Strax árið eftir innheimtu skattsins, 1682, las Jóhann Klein landfógeti bréf um „stríðshjálpar restanz“ eða eftirstöðvar stríðshjálparinnar. Ári síðar, 1683, áminnti nýr landfógeti, Christofer Heidemann, sýslumenn alvarlega á Alþingi vegna vangoldinna eftirstöðva skattsins og kvartaði undan „óriktugum jarðabókum“. Hann vakti aftur máls á ógreiddum eftirstöðvum stríðshjálparinnar á Alþingi ári síðar. Þriðja árið í röð, 1685, er enn sama sagan. Heidem- ann sagði þá að hann efist ekki um að bæði lögmenn og lögrétta öll muni eftir alvarlegum áminningum sínum. Hann gaf sýslumönnum þriggja vikna frest til að greiða það sem enn útaf stóð og til að koma réttum jarðabókum til sín á Bessastaði. 1686 var yfirvaldið enn á höttunum eftir stríðshjálparrestönzum og rétt- um jarðabókum, og las Heidemann þá fjögur bréf frá Rentukammeri, öll um stríðshjálpina og eitt frá sjálfum sér. Athygli vekur hversu mikla áherslu emb- ættismennimir lögðu á afhendingu réttra jarðabóka í öllum þessum málarekstri. \ s j / ; fsj' V —-yf / X ■ Manntalstaka í Hleiðargarði í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði 1703. Þar bjuggu þá hjónin Jón Hallgrímsson og Guðrún Þorsteinsdóttir, ásamt tengdadóttur sinni ekkjunni Helgu Hallgrímsdóttur og syni hennar Hallgrími eldra Hallgrímssyni. Annað heimilisfóik var Hallgrímur yngri Hallgrímsson, Jón Jónsson vinnumaður og Guðrún Ingimundardóttir vinnukona. (Þjóðskjalasafn) Úr eigin vasa Á Alþingi voru afgreidd nokkur mál sýslumanna þar sem þeir gerðu grein fyrir skattheimtu í sínum sýslum á þessum árum, og það hélt áfram ári síðar, 1687. Það ár kemur fram að einn sýslumaður, Jón Þorláksson í Múlaþingi, lagði fram til samþykktar dóm sem hann hafði látið ganga um eftirstöðvar stríðshjálparinnar. Engin dómabók er til úr Múlaþingi frá þessum tíma, þannig að ekki er hægt að sjá nákvæmlega hvers eðlis dómurinn var. En Alþingi taldi dóminn góðan, sérstaklega í ákvæðum hans „sem trázi og óhlýðni við víkja, þar bevísast kann“ eins og segir í Alþingis- bókinni. Einnig vísar Alþingi í ákvæði Jónsbókar um frelsi til skuldalúkningar, það hljóðar svo: „Ef maðr krefr mann fjár, þá skal hann svá kröfu verja at kveð- az þá skuld öðrum goldit hafa ok nefna vátta sína þá er við váru, stund ok stað.“ Af þessu má dæma að lögbundins réttar fólks hefur verið gætt. 1688 kom enn bréf frá Rentukammeri þar sem ítrekað er efni fyrra bréfs frá 1686. 1690 tók Chri- stofer Heidemann landfógeti málið enn og aftur upp, og sagði að „stríðshj*lpar restanz hér í landi skuli nú endilega [...] kvittast og klarerast.“ og hvatti sýslu- menn til að greiða eftirstöðvarnar úr sínum sýslum úr eigin vasa. Christian Muller amtmaður tók einnig til máls á þessu þingi og tók undir orð landfógeta en benti sýslumönnum á að sækja sjálfir aftur til íbúa sýslnanna það sem þeir þyrftu að greiða sjálfir fyrir hönd skjólstæðinga sinna. Árið 1692 var málið tekið í síðasta sinn upp á Alþingi. Heidemann las enn eitt bréfið frá Rentukammeri sama efnis og hin fyrri.13 Munnlegt framtal Líklegt er að einhverjir hafi reynt að víkja sér und- an því að greiða skattinn. En það útilokar ekki þann möguleika að þegar embættismenn Rentukammers reiknuðu út hvað landið gæti úti látið í aukaskatt- http://wwvv.ætt.is 9 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.