Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Qupperneq 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Qupperneq 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 Viðey, því eyna er ekki að finna í manntalinu. Um það hefur Helgi Skúli Kjartanson fjallað í greinni „Var Viðey í eyði 1703?“. Hann komst að þeirri nið- urstöðu að Viðey hafi alls ekki verið í eyði, og til- greinir, eftir rannsókn Lýðs Björnssonar, einn mann sem ekki er að finna í manntalinu en ætti að vera þar: Gísla Magnússon ráðsmann þar í eynni. Helgi Skúli segir stjómsýslulega sérstöðu Viðeyjar vera ástæðu þessa. Hún var hluti af búrekstri amtmannsembætt- isins á Bessastöðum en tilheyrði Mosfellssveit, enda var hún skráð þar í Jarðabókinni, árið 1704.26 Ekki taldir með Við þetta vil ég því einu bæta að Viðey er ekki held- ur að finna í kvikfjártalinu, þrátt fyrir að sannanlega hafi verið kvikfé í eynni árin 1702-1704, eins og fram kemur í bréfi Páls Beyers til commissarianna Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 9. ágúst 1704 sem lagt er með jarðabókinni, en gæti allt eins verið svar Páls við kvikfjártalinu, nema hvort tveggja sé.27 í niðurlagi kvikfjárskýrslu Mosfellssveitar stend- ur: „Þessum fyrr skrifuðum skuldum og kvikfjárs framtölu segja Mosfellssveitar bændur og búfastir menn satt að vera undir sinn svarinn eið.“28 Vera má að ráðsmaður, vinnufólk eða þeir 12 hospítalslimir sem forsorguðust í Viðey, eins og jarðabókin segir, hafi ekki verið taldir til búfastra manna og því síð- ur bænda og því ekki taldir með, hvorki í mann- né kvikfjártali. Erfítt að tengja Erfitt getur verið að tengja fólk við manntalið 1703 úr öðrum heimildum. í Breiðholti í Seltjarnarneshreppi voru tveir ábúendur sem guldu stríðshjálp árið 1681. Það voru bræðumir Grímur og Olafur Magnússynir. Ef við leitum að þessum nöfnum í manntalinu finnst Olafur Magnússon ábúandi í Ánanaustum, hjáleigu frá Hlíðarhúsum í Seltjamarneshreppi og Grímur Magnússon er annar ábúandi Káraness í Kjósar- hreppi. Aldur þeirra í manntalinu er rétt yfir fertugu, svo það gæti passað, en erfitt er að fullyrða nokkuð um það.29 Ef reynt er að tengja aftur á bak í manntalið 1703, úr yngri heimildum, er á sama hátt oftast einhver vafi á hvort um sama fólk er að ræða. Dæmi um þetta má finna í skrám yfir fólk sem var fúst til þátttöku í nýju landnámi Grænlands 1729. Þá er ekki átt við manntalið 1729, sem gefið var út sem viðauki við manntalið 1703,30 heldur listana yfir þá sem vildu fara til Grænlands, sem Hannes Þorsteinsson gaf út í Blöndu.31 Af þeim 65 úr Kópavogsþingsókn sem gáfu sig fram til fararinnar eru einungis tvær mann- eskjur sem ég hef fundið með nokkurri vissu 1703. Kemur það bæði til af því að yngra fólk var fúsara til reisunnar en það eldra og vinnufólk, sem alla jafna flakkaði nokkuð á milli bæja í vinnumennsku, frekar en landeigendur eða leiguliðar, hafði tök á lausung sem þessari. Ómetanleg heimild Þorkell Jónsson var 41 árs húsmaður í Lauganesi í Seltjarnameshreppi og kona hans Guðrún Bjöms- dóttir 36 ára og fjögur ónafngreind börn þeirra, eins til ellefu ára, eru á listanum frá 1729.32 1703 finnst 15 vetra Þorkell Jónsson í Skálholtskoti, hjáleigu frá Reykjavík í Seltjarnarneshreppi og 11 vetra Guðrún Bjömsdóttir var niðursetningur í Hrólfsskála í sama hreppi sama ár.33 Þar sem aldursmunurinn er vel inn- an skekkjmarka, miðað við það sem vænta má frá þessum árum, 26 ár hjá Þorkatli og 25 ár hjá Guðrúnu á þeim 26 árum sem liðu frá 1703 til 1729, eru allar líkur til þess að þetta sé sama fólk. Þetta veitir örlita innsýn í gang lífsins á 18. öld. Þótt að hér hafi verið bent á nokkur dæmi um það sem kalla mætti galla á manntalinu, breyta þeir ekki því að manntalið er ómetanleg heimild og einstök í sinni röð. Allra síst vil ég kasta rýrð á manntalið, heldur benda á að engu ber að treysta í blindni. Afkomendur manntalsins 1703 Að lokum vil ég í nokkrum orðum fjalla um manntöl á allra síðustu tímum. Á íslandi hefur ekki verið tek- ið manntal síðan 1981, og hefur Þjóðskrá verið talin uppfylla allar kröfur um skráningu íbúanna. Sem hún og gerir, með tilliti til skattheimtu og kjörskráagerð- ar. Þjóðskrá var stofnuð árið 1952 og eftir stofnun hennar hafa einungis verið gerð tvö manntöl, 1960 og 1981. Hagskýrslur birta árlega íbúafjölda landsins. Gallinn við þjóðskrána er hins vegar sá að hún er í http://www.ætt.is 11 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.