Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Síða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008
Til samanburðar má geta þess, að allir liðir framættar-
innar á því tímabili, sem ættin er rakin yfir, eru meira
en 4000 að tölu. Þótt ættin sé eigi nánar rakin, verður
hún 5 blaðsíðna „rolla“ næsta óljós og óaðgengileg.
Hygg eg þó framsetningu hennar eftir vonum.
Til þess að ráða bót á vankvæðunum er skýrt og
skilmerkilegt töfluform bráðnauðsynlegt. Það þykist eg
hafa fundið. Vil eg leyfa mér að skírskota því til dóms
sérfróðra manna, hve nothæfa þeir telji þá nýjung.
Vitanlegt er það sérhverjum, að tvö eru kyn að
hverjum einum. Af því leiðir, að við hvern ættlið,
talið fram, tvöfaldast forfeðratalan, sem sé teljast í
II. ættlið 4, eða 2 afar og 2 ömmur, en í III. ættlið 4
langafar og 4 langömmur og í IV. 16 og svo koll af
kolli. Auðvitað er, að í hverjum ættlið er ávalt jafn-
margt karla og kvenna. Til hægðarauka set ég hér eft-
irfylgjandi töflu. Rómversku tölumar merkja ættlið-
ina, en hinar einstaklingafjöldann í hverjum ættlið:
I. ættliður 2 (foreldrarnir).
II. ættliður 4 (afar og ömmur).
III. ættliður 8 (langafar og langömmur).
IV. ættliður 16 (þeirra foreldrar).
Þannig má halda töflunni óendanlega áfram, en
aldrei raskast skiljanlega hlutföllin millum fjölda ein-
staklinganna í hverjum ættlið. Tafla þessi er grund-
völlur hins nýja kerfis. Einstaklingum hvers ættliðs
skal raða á þann hátt að merkja foreldrana, sem
eðlilega teljast I. ættliður, með 1 og 2, sem sé föður-
inn með 1, en móðurina með 2. Afana og ömmurnar,
sem eru II. ættliður, með 1-4, en þess ber vandlega
að gæta, að fyrst sé talinn föðurfaðir, svo föðurmóð-
ir, þá móðurfaðir og móðurmóðir; í samræmi við þá
niðurstöðu verður nafnaröðin að haldast í öllum ætt-
liðunum, enda liggur það beinast við ættskráninguna.
III. ættliður lítur þá svona út:
III. 1. Föðurfaðir.
2. Föðurföðurmóðir.
3. Föðurmóðurfaðir.
4. Föðurmóðurmóðir.
5. Móðurföðurfaðir.
6. Móðurföðurmóðir.
7. Móðurmóðurfaðir.
8. Móðurmóðurmóðir.
Til hliðsjónar og samanburðar skulum við líta á
ætt Magnúsar dómstjóra Stephensens. Fylgja hér III
fyrstu ættliðimir, skrásettir samkvæmt hinu nýja ætt-
artöluformi:
I. 1. Ólafur Stefánsson stiftamtmaður.
2. Sigríður Magnúsdóttir.
II. 1. Stefán Ólafsson prestur á Höskuldsstöðum.
2. Ragnheiður Magnúsdóttir.
3. Magnús Gíslason amtmaður.
4. Þómnn Guðmundsdóttir.
III. 1. Ólafur Guðmundsson prófastur á Hrafnagili.
2. Anna Stefánsdóttir.
3. Magnús Björnsson bóndi á Espihóli.
4. Sigríður Jónsdóttir.
5. Gísli Jónsson lögréttumaður í Máfahlíð.
6. Margrét Magnúsdóttir.
7. Guðmundur Sigurðsson sýslum. á Alftanesi.
8. Guðrún Eggertsdóttir.
Það sem við fyrst veitum eftirtekt, er við gaum-
gæfum ættskrána er, að ætíð skiptast á í töluröð
hvers ættliðs karl og kona. Nöfn hjóna standa saman
og karlmannsnafnið ávalt á undan. Er það því alltaf
merkt með oddatölu, en kvennanöfnin með jafnri
tölu. Við sjáum ennfremur, að allir einstaklingar
karlleggsins eru merktir í ættskránni með tölustafn-
um 1, og standa því efstir hver í sínum ættlið. Hins-
vegar tvöfaldast stöðugt númerin eða merkitalan í
kvenleggnum, og stendur nafn hverrar konu þeirrar
raðar síðast í ættliðnum. Guðrún Eggertsdóttir sem
er númer 8 í III. ættlið, er t.d. móðir nr 4 í II. ættlið,
en dóttir nr. 16 í IV., o.s.frv. Vil ég biðja menn að
gaumgæfa náið ættskrána framanskráðu, því að nú er
komið að höfuðreglunum, sem bæði gera ættarkerfið
skiljanlegt og nothæft í orðsins bestu merkingu, að eg
fæ séð. Mergur málsins er sá, að sama er, hvaða ein-
staklingur á skránni er tilnefndur, þá ber móðir hans
helmingi hærra númer í næsta ættlið á eftir. Ef spurt
er hver sé móðir nr. 3 í III. ættlið, þá er því auðsvar-
að, sem sé nr. 6 í IV. Sé hinsvegar spurt um nafn
föðurins, þá er númer hans 1 vant á helmingi hærri
tölu, sem liggur í hlutarins eðli, þar sem föðurnafnið
er ávalt sett einu sæti ofar móðumafninu. í stærð-
fræðilegu formi er hægt að útfæra reglumar þannig:
x = 2y. X merkir númerið sem leitað er að, en y það
númerið, sem við höfum í huganum, svo að vitanlega
er ekki nema ein óþekkt stærð í líkingunni, og hún
ófundin. Hin reglan, sem á við þegar um faðernið er
spurt, lítur þá svona út: x = 2y -1. Báðar þessar reglur
eru án undantekningar, svo framarlega að einstak-
lingum ættliðanna sé raðað samkvæmt síðari töflunni
hér að framan.
Til þess að hafa fyllstu not af rétt færðri ættskrá
samkvæmt ættartölukerfi mínu, er allur vandinn að
kunna fymefndar reglur. Má samkvæmt þeim rekja
hvern ættstuðul út úr ættarskránni á svipstundu, þótt
feðratalið á heildarættskránni leiki á þúsundum og
ættliðirnir skipti tugum.
Sökum þess, að slíkt er ekki fátítt, að náinn skyld-
leiki sé millum hjóna, kann það oft að henda, að
sama nafnið komi fyrir á ættskránni hvað eftir annað.
Númer 4 og 5 í III á ættskránni hjer að framan eru t.d
systkin. Nöfn foreldra þeirra verða því að tvíritast í
næsta ættlið, en til þess að spara sér óþarfar endur-
tekningar á nöfnum, tökum við upp það ráð að setja
tilvitnun við tvíritun þeirra. Hið umrædda tilfelli lítur
þá þannig út í IV. ættlið:
IV. 7. Jón Vigfússon biskup á Hólum.
8. Guðríður Þórðardóttir.
9. J. Vigfússon (sjá 7 í IV).
10. G. Þórðardóttir (sjá 8 í IV).
http://www.aett.is
15
aett@aett.is