Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Page 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Page 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 í V. ættlið einritast svo nöfn foreldranna með tölu- setningum í samræmi við nr. nafnanna sem vísað er til. Þess ber vandlega að gæta við ættskráningar, að þá er einstakir ættstuðlar verða eigi raktir, þá verða tölusetningar þær, sem nöfnunum ættu að fylgja, ef þau hefðu verið þekt, að falla niður, en mega ómögu- lega færast yfir á aðra einstaklinga ættliðsins; liggur það í hlutarins eðli, þar sem sérhverjum forfeðranna er fyrirfram markaður bás á ættskránni, svo sem fyrr hefur verið sýnt. Vil ég svo ljúka línum þessum með þeirri ósk, að góðir menn og sérfróðir gaumgæfi mál þetta og láti álit sitt í ljósi. Er mér það ljúft og skylt að gefa allar upplýsingar hér að lútandi, sem í mínu valdi standa, hvort heldur bréflega eða munnlega, því að vel má vera, að margt sé ekki svo náið skýrt sem vera ber. Reykjavík 12. okt. 1922 Barði Guðmimdsson Ættir Þingeyinga Erindi flutt á félagsfundi hjá Ættfræðifélaginu af Brynjari Halldórssyni 25. okt. 2007 Ágætu félagar. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þetta tækifæri að spjalla við aðra sem hafa fengið þessa háskalegu ættfræðibakteríu. Það verður að viðurkennast að á vissan hátt erum við sjúklingar; fíklar. En sem betur fer þó ekki mjög hættuleg umhverfi okkar. En það var ekki þetta sem ég ætla að gera að umtalsefni í kvöld, heldur að ræða um þingeyska ættfræði. Þingeyingar eru svo heppnir að hafa átt marga góða fræðimenn á þessu sviði á löngum tíma, margir kannast við Sellanda- Bjarna og ekki má gleyma Indriða Þórkelssyni á Fjalli. Hann fæddist 1869 og virðist hafa verið sískrifandi upp hverskonar fróðleik, afritað kirkjubækur, tekið saman ábúendatöl og hvaðeina sem hann hefur viljað forða frá gleymsku. Indriði sonur hans tók sér fyrir hendur að safna saman skrifum föður síns og binda saman í bækur, sem hann síðar gaf Héraðsskjalasafni Þingeyinga. Þetta urðu langt yfir 100 bækur. Þess vegna vekur það furðu, að allt þetta gerði hann í hjáverkum þeg- ar hann átti frjálsa stund frá erilsömum búskap, var auk þess áberandi í félagsmálum sveitar sinnar og afkastamikið ljóðskáld. Eitthvað af ljóðum hans komst á prent meðan hann lifði, en annað ekki utan einn smábækling. Nýjar leiðir Eins og áður sagði, tók Indriði sonur hans að sér að koma skrifum föður síns í kerfi, og greinasafn eftir hann kom út í sérstakri bók í umsjá Indriða. Indriði vann þarna mikið og ómetanlegt starf, en á þeim tíma var helst farin sú leið þegar verið var að skrá staðbundnar upplýsingar, að skrá fólkið upp í stafrófsröð. Indriði fór alveg nýjar leiðir, vildi skrá fólkið eftir ættum, en þó halda sig að mestu innan héraðs. Hann notaði íbúatalið frá 1950 sem grunnviðmið, skráði alla sem þar voru á skrá og fæddir í Þingeyjarsýslum, og svo afkomendur þeirra og forfeður. Tók hann þannig saman grunn að öllum þeim ættum sem hann taldi að ættu heima í þessu ritsafni, og við sem ekkert getum gert án þess að nota tölvur eigum mjög erfitt með að átta okkur á því hvernig það var mögulegt með aðeins pennann og höfuðið að vopni. Að vísu er þessi grunnur ekki fullfrágengið handrit til prentunar, en eigi að síður ómissandi við áfram- hald verksins. Þessi vinna hans varð til þess að sjálf útgáfan sat á hakanum, og leið nokkuð langur tími á milli bóka. Þó stóð hann fyrir útgáfu á fjórum fyrstu bókunum, og kominn með nánast fullfrágengið handrit að þeirri fimmtu, þegar heilsufarsástæður og fleira varð til þess hlé varð á útgáfunni. Gagnabanki Árið 1995 ákvað Héraðsnefnd Þingeyinga að styðja áframhaldandi útgáfu á bókaflokknum, og var ég undirritaður ráðinn ritstjóri í samvinnu við Indriða. Tel ég það mikil forréttindi að fá að starfa með honum. Fyrstu árin var samvinna okkar nokkuð náin, meðan ég var að komast inn í verkið, og raunar var allt gert í samráði við Indriða. Mikil vinna var í upphafi að tölvuskrá allar upplýsingar úr þessu mikla gagnasafni, og auk þess hef ég farið yfir kirkjubækur og unnið í hinu mikla safni föður hans sem ég hef áður nefnt. Af eðlilegum ástæðum hef ég smátt og smátt til- einkað mér aðferðir við að vinna verkið, og verið að þróa þær eftir því sem reynslan hefur kennt. Ég hef verið spurður hvað ég væri lengi að vinna við hverja bók. Því er erfitt að svara, því stöðugt er unnið við að Brynjar Halldórsson, sem hefur haft veg og vanda af útgáfu Ætta Þingeyinga undanfarin ár. http://www.ætt.is 16 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.