Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Síða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008
safna upplýsingum í gagnabankann sem ég byrjaði
að safna í fyrir um fjörutíu árum, að vísu óskipulega
í fyrstu, en frá 1995 hefur þetta tekið mestan tíma
hjá mér.
Þegar ég svo byrja á nýrri bók, þá byggi ég á margra
áratuga grunni, en þegar ég tel handritið tilbúið, búta
ég það í sundur og sendi þeim sem nefndir eru í
handritinu próförk, sem ég bið um að verði yfirfarin
og óska eftir myndum. Frímerkt umslag fylgir öllum
bréfum. Undirtektir hafa í langflestum tilfellum ver-
ið góðar, og oft alveg frábærar. Loks, áður en ég
sendi handritið til prentunar sendi ég sömu aðilum
leiðrétta próförk, bæði til að viðkomandi sæi hvort
athugasemdir hafi komist til skila, og eins gæti eitt-
hvað hafa breyst frá fyrri próförk.
Myndir tel ég mjög mikilvægar og hef stefnt að því
að fá myndir af um 1000 einstaklingum í hverja bók.
Langflestar hafa komið frá einstaklingum, en einnig
hef ég notið myndasafna bæði á Fléraðsskjalasafninu
á Húsavík og Byggðasafninu á Kópaskeri.
Nóg efni eftir
Héraðsnefnd stóð fyrir útgáfunni frá og með 5. bindi,
og greiddi prentunarkostnað og undirrrituðum styrk
og sá ég þá um annan kostnað. Þegar kom að 12. bindi
tjáði Héraðsnefnd mér að vegna fjárhagsástæðna
treysti nefndin sér ekki til að styrkja mig, a.m.k. tíma-
bundið. Tólfta bindið var þá nánast tilbúið, og varð
úr að ég gaf það út á eigin kostnað, og hef gert það
við næstu bindi.
Indriði Indriðason safnaði
saman skrifum föður síns,
skráði fólk eftir ættum og
stóð fyrir útgáfu fyrstu
fimm binda verksins.
Indriði Þórkelsson frá Y tra-
Fjalli í Aðaldal afritaði í
hjáverkum kirkjubækur,
tók saman ábúendatöl og
forðaði ótal mörgu frá
gleymsku.
Héraðsnefnd taldi að það væri halli á útgáfunni
hjá þeim, og hjá mér hef ég getað selt upp í kostnað,
en lítið meira. Fimmtánda bindið, og það fjórða sem
ég hef gefið út á eigin ábyrgð er nú nýkomið út, en
tíminn verður að leiða í ljós hvað hægt verður að
gera, en nóg efni er í nokkur bindi.
Bækurnar hafa langmest verið seldar beint frá mér,
og sérstökum umboðsmönnum, en einnig verið til
sölu í nokkrum bókabúðum.
Hægt er að hafa samband við mig í síma 465-2240
ef áhugi er á því að kaupa bækurnar, en félagar í
Ættfræðifélaginu hafa alltaf fengið einhvern afslátt.
Fyrirspurn
Rodger Shaver spyr um langafa sinn Halldór Stefán
Halldórsson sem giftist Jórunni Christólínu Jónsdóttur
19. júní 1883 í Miklaholti Hnappadalssýslu. Þau fluttu,
segir hann, stuttu seinna til Winnipeg í Manitobafylki.
Halldór Stefán mun vera fæddur á Islandi 30. ágúst
1861. Meira kom ekki fram í fyrirspurninni en Rodger
hefur áhuga á að frétta meira um þessa forfeður sína.
Ritstjórinn fann þau hjónin í Vesturfaraskrá Júníusar
Kristinssonar bls. 162, en þar er Halldór Kr. sagður
Kristjánsson. Þau fara frá Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi
árið 1883 þá er hann 22 ára og hún 19 ára. Frá
sama bæ fara lfka Jón Jónsson og kona hans Vilborg
Guðmundsdóttir. Eftir nokkra leit í Vestur-íslenskum
æviskrám 3. bindi fannst eftirfarandi á bls 361 og
362: Jórunn Kristólína, sem í Vesturfaraskrá er sögð
vinnukona, er í reynd dóttir hjónanna Jóns Jónssonar
og Vilborgar Guðmundsdóttur. Jón, f. 23. september
1838 d. í Winnipeg 26. janúar 1908 bjó um 20 ár á
Hjarðafelli áður en hann fór vestur 1883. Hann er sagður
trésmíðameistari. Bróðir hans var Jón Vestmann bóndi í
Álftavatnsbyggð. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson
bóndi á Þverá í Eyjahreppi og Þórunn Árnadóttir
kona hans. Vilborg Guðmundsdóttir frá Miðhrauni, var
fædd 17. september 1843, d. 28. mars 1909. Foreldrar
Vilborgar Guðmundsdóttur voru samkvæmt mt 1845,
vesturamt bls 59: Guðmundur Þórðarson bóndi í Gröf
í Miklaholtssókn, f. 7. janúar 1809, dáinn 2. desember
1862 og kona hans Þóra Þórðardóttir f. 25. maí 1818, d.
5. apríl 1889.
Börn Jóns og Vilborgar sem upp komust voru
samkvæmt Vestur-íslenskum æviskrám 3. bindi, bls.
362: Guðjón Vilhjálmur, Jórunn Kristólína, hún er
samkv. íslendingabók fædd 15. apríl 1864, Þórður,
Kristján, Magnús, Kristinn, Valgerður, Sólborg og
Alexander (Alex). Fjögur yngstu börnin fæðast vestra
en Þóra, sem er eins árs í Vesturfaraskránni virðist hafa
dáið ung. Hið sérkennilega nafn Kristólína er komið
frá Kristólínu systur Vilborgar sem deyr á fyrsta ári
árið 1860, þegar Vilborg er um 17 ár gömul. Mikill
ættbogi sýnist mér vera frá tveim bræðrum Vilborgar
Guðmundsdóttur, þeim Kristjáni, f. 1852, bónda í
Straumfjarðartungu og Hjarðarfelli og Halldóri f. 1842,
bónda á Fáskrúðarbakka og víðar. Þeir bræður voru þeir
einu sinna systkina sem áttu afkomendur auk Vilborgar
sem flytur út með öll sín börn. Ekki rakti ritstjóri þetta
lengra en gott væri að fá nánari upplýsingar um foreldra
Jóns Jónssonar, þau Jón Sigurðsson bónda á Þverá í
Eyjahreppi og konu hans Þórunni Árnadóttur. Einnig
væri gaman að heyra frá afkomendum þeirra bræðra
Kristjáns og Halldórs.
Nánari upplýsingar sendist til Fréttabréfsins og til
gopherdal@aol.com eða til Rodger Shaver 3172 W.
Deerfield Ct. Eagle, ID 83616.
http://www.ætt.is
17
aett@aett.is