Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 því að sjálfsögðu. Halldór Lambertsen bar enn að garði á Arnarfelli. Var túlkur Enskra sem fyrr. Nú kemur kafli í sögunni, sem heitir „Deila Halldórs og Hallfríðar“. Halldór Lambertsen stúdent og Hallfríður Amadóttir heimasæta á Arnarfelli rök- ræða um persónur Islendingasagna. Síðar berst talið að ættum Islendinga. Hluti af því samtali birtist hér: Halldór: „A ég að segja þér af hverjum flestir íslendingar eru komnir?" Hallfríður: „Já það væri fróðlegt að heyra“. Halldór: „Þeir em fjölmargir komnir af írskum þrælum. Svo mæla Danir og mun mikið hæft í því“. Hallfríður: „Hvaða vitleysu ferð þú með maður. Þeir eru heldur margir komnir af írskum konungum. I Landnámu er ekki getið um aðra írska þræla en þá sem drápu Hjörleif við Hjörleifshöfða og menn hans, en Ingólfur hefndi fóstbróður síns og drap þá skömmu seinna, svo varla hefir komið mikil ætt frá þeim. Reyndar vora það írskir þrælar,sem brenndu inni Þórð Lambason, en þeir voru ráðnir af dögum skjótlega. Hingað fóra fáir írar, heldur norrænir vík- ingar, sem herjuðu vestur um haf og komust í mægðir við konunga Englands og önnur stórmenni; vegna hreysti sinnar fluttust margir hingað, og má heita, að helmingur íslands sé numinn af þeim“. Halldór: „Ég hefi gaman, ef þú telur mér nokkra upp.“ Hallfríður: „Það get ég gjört að telja nokkra: Þórður skeggi, bróðursonur Ketils flatnefs; hann átti Vilborgu, dóttur Osvalds konungs. Helgu dóttur þeirra átti Ketilbjörn hinn gamli, afi Gissurar hvíta. Eyvindur austmaður átti Raförtu, dóttur Kjarvals Irakonungs, þeirra son Helgi hinn magri er nam Eyjafjörð. Höfða-Þórður átti Þorgerði dóttur Þóris hímu og Friðgerðar, dóttur Kjarvals írakonungs. Erpur, leysingi Auðar djúpúðgu, var son Melduns jarls af Skotlandi og Myrgjólar, dóttur Gljómals íra- konungs, hann nam Sauðafellsströnd. Auðunn stoti, er nam Hraunsfjörð, átti Mýrúnu, dóttur Maddaðar írakonungs. An rauðfeldur, son Gríms loðinkinna úr Hrafnistu og Helgu dóttur Ans bogsveigis, átti Grelöðu dóttur Bjartmars jarls. Af þeirra bömum kom hið mesta stórmenni í Orkneyjum, Færeyjum og íslandi, enda var Þorsteinn rauður kominn af Ragnari loðbrók, er frægastur hefir verið konunga í fomöld, og Sigurði Fáfnisbana. Helga hin fagra var af þessari ætt“. Halldór: „Ég hefði gaman, ef þú gætir rakið þá ættarþulu". Hallfríður: „Það get ég vel, byrja þá í niðurstígandi línu. Sigurður Fáfnisbani og Brynhildur Buðladóttir. Þeirra dóttur Áslaugu átti Ragnar loðbrók Dana- konungur. Þeirra synir Ivar beinlausi, konungur á Englandi, Bjöm blásíða konungur í Svíþjóð. Sigurður ormur-í-auga, átti Blæju dóttur Ella konungs. Af Hörða-Knúti syni þeirra voru Danakonungar komnir í fornöld, en af Áslaugu dóttur þeirra var Haraldur hárfagri kominn og þar með allir Noregskonungar, afkomendur hans. En Þóru dóttur Sigurðar orms- í-auga átti Ingjaldur konungur Helgason. Þeirra son, Olafur hvíti, konungur á írlandi, átti Auði hina djúpúðgu, dóttur Ketils flatnefs. Þeirra son Þorsteinn rauður átti Helgu, dóttur Eyvindar austmanns. Hann var konungur á Skotlandi; var svikinn af Skotum og drepinn. Olafur feilan, þeirra son, fór þá barn til Islands með Auði djúpúðgu, ömmu sinni. Hann giftist á íslandi Álfdísi hinn barreysku. Þeirra böm: Þórður gellir, mestur höfðingi á íslandi á sinni tíð, og Þóra, móðir Þorgríms, föður Snorra goða, og Helga, er átti Gunnar Hlífarson, þeirra dóttur Jófríði átti Þorsteinn Egilsson á Borg. Þeirra dóttir Helga fagra. Ólafur pá var af þessari ætt og næstum því öll stórmenni Vesturlands. Mikil fremd þótti fyrrum að vera kominn af Ragnari loðbrók og Sigurði Fáfnisbana, eins og sjá má af sögunum, en ekki gátu hrósað sér af því nema Breiðfirðingar og Skagfirðingar. Breiðfirðingar voru komnir af börnum Þorsteins rauðs en Skagfirðingar af Höfða-Þórði, sem kominn var af Bimi blásíðu Svíakonungi, syni Ragnars loðbrókar, enda hafa í þessum fögru og tignarlegu héruðum verið mestir höfðingjar og skáld. Víðdælir voru og komnir af Ragnari loðbrók og fyrri konu hans Þóra, dóttur Herrauðs Gautajarls, og ég er búin að rekja þetta út í æsar, en hvort þið trúið því eða ekki, get ég ekki gjört að. Ég ætla að sýna ykkur það svart á hvítu, hvort ég hef ekki rétt fyrir mér og væri gott, ef þið vilduð gefa ykkur tíma til að rannsaka það“, Það er raunar undrunarefni, að höfundur skuli láta tvítuga bóndadóttur túlka skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Halldór Lambertsen reyndi enn að fá Áma á Arnarfelli til að samþykkja ráðahag hans og Elínar en árangurslaust. Litlu síðar braut Halldór af sér hylli Elínar með framkomu sinni. Nú verður farið fljótt yfir sögu. Elín Árnadóttir trúlofaðist í annað sinn Jóni Ásgrímssyni. Þau giftust og bjuggu að Fossbrekku, sem Jón keypti af Birni Einarssyni frænda sínum, en Björn flutti til Ameríku. Elín og Jón áttu tíu börn, en upp komust sex. Þau hétu: Árni, Ásgrímur, Helgi, Rósa, Hallfríður og Sigurlaug. Halldór Lambertsen hrökklaðist til Ameríku. Hann gerðist mormóni, varð prestur og síðar biskup. Átti sjö konur. Aldrei gat Halldór gleymt Elínu Ámadóttur. Löngu síðar skrifaði hann henni. Kvaðst eiga fjölda barna og héti ein dóttirin Elín. Sigurður Jensson stúdent gerðist biskupsskrifari. Sá orðrómur komst á kreik, að hann mundi kvænast biskupsdóttur. Orðrómurinn barst til eyrna Hallfríði á Amarfelli og olli henni hugarangri, eins og nærri má geta. En sem betur fór, reyndist orðrómurinn ekki á rökum reistur. Síra Einar á Fögruvöllum sótti burt þaðan en fékk Breiðumerkurþing í sama prófastsdæmi. Um Fögravallaprestakall voru þrír í kjöri. Einn þeirra var Sigurður Jensson. Hann vann http://www.ætt.is 19 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.