Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Page 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008
Ættfræðifélagið
aðalfundur fyrir árið 2007
Skýrsla stjórnar:
Eftir síðasta aðalfundi var stjórn Ættfræðifélagsins
þannig skipuð:
Formaður: Eiríkur Þ. Einarsson,
Varaformaður: Hörður Einarsson,
Ritari: Kristinn Kristjánsson,
Gjaldkeri: Olgeir Möller
Meðstjórnandi: Anna Guðrún Hafsteinsdóttir
I varastjórn voru: Olafur Pálsson og Valdimar Már
Pétursson.
Stjómin hélt 9 bókaða fundi á árinu.
Eins og gengur í félögum þá koma stjómarmenn
og fara. Að þessu sinni eru það þau Anna Guðrún
Hafsteinsdóttir og Hörður Einarsson sem eiga skv.
lögum að ganga úr stjórn félagsins og Ólafur Pálsson
úr varastjórn, en öll voru þau kosinn er til tveggja
ára. Endurskoðendur félagsins eru Guðjón Óskar
Jónsson og Agúst Jónatansson og til vara Jóhannes
Kolbeinsson.Eg vil þakka þeim öllum frábær störf á
undanförnum árum, en það sýnir áhuga þeirra á störf-
um Ættfræðifélagsins að þau skuli öll gefa gefa kost
á sér til áframhaldandi starfa.
Skuldlausir félagsmenn um síðustu áramót voru
um 500, heiðursfélagar eru 9 og erlendir félagar 6.
Nokkrir nýir félagar bættust í hópinn á árinu og alltaf
látast einhverjir í svo stóru og gömlu félagi sem Ætt-
fræðifélagið er. Þeir sem létust á árinu 2007 voru
Anna Bjarnadóttir, Baldvin Halldórsson, Eyjólfur
R Eyjólfsson, Gróa Jóhanna Salvarsdóttir, Óskar B
Bjamason, Ragnheiður Ásmundsdóttir og Kristján R
V Þórarinsson.
Vil ég biðja fundarmenn um að rísa úr sætum og
minnast þannig þeirra látnu. - Takk fyrir.
Fjárhagur félagsins stendur nokkuð styrkum stoð-
um. Hér á eftir gerir gjaldkeri grein fyrir reikningum
Á skjaladaginn 10. nóvember 2007. Kristinn Kristjáns-
son kynnti félagið.
félagsins. Stærsti útgjaldaliður er húsaleiga sem fer
hækkandi og verður það væntanlega helsta starf
næstu stjórnar að finna lausn á húsnæðismálum.
Félagsfundir voru haldnir mánaðarlega yfir vetr-
armánuðina. Meðal fyrirlesara voru Gunnar Marel
Hinriksson sagnfræðingur, Árni Indriðason mennta-
skólakennari, Brynjar Halldórsson sem sér um útgáfu
á Ættum Þingeyinga og Guðný Hallgrímsdóttir sagn-
fræðingur. Á félagsfundi mættu að jafnaði 15-30
manns og voru fundir haldnir í þessum fundarsal hér í
Þjóðskjalasafninu. Við þökkum safninu kærlega fyrir
gott samstarf, en við höfum ekki þurft að greiða fyrir
afnot af salnum. Kristinn Kristjánsson hefur séð um
veitingar á flestum félagsfundum. Er honum hér með
þökkuð frábær störf.
Þann 10. nóvember var haldinn skjaladagur hér í
Þjóðskjalasafninu. Yfirskrift dagsins var Mannlíf í
skjölum. Kristinn Kristjánsson hafði veg og vanda af
okkar þátttöku í deginum.
Á árinu voru gefin út þrjú tölublöð af Frétta-
bréfi Ættfræðifélagsins með fjölbreyttu efni. Ritstjóri
Anna Guðrún Hafsteinsdóttir sem kosin var
formaður Ættfræðifélagsins á síðasta aðalfundi er
fædd í Reykjavík 18. janúar 1945. Anna Guðrún
vinnur hjá Erfðafræðinefnd. Hún er dóttir hjónanna
Jakobínu Sigurveigar Pétursdóttur og Hafsteins
Eyvindar Gíslasonar. Jakobína Sigurveig var um
tíma ritari Ættfræðifélagsins. Gísli Þórðarson
föðurafi Önnu Guðrúnar er ættaður frá Rauðasandi.
Þórður Þorsteinsson faðir hans var klemmusmiður
og bjó m.a í Hafnarfirði. Unr hann var ort:
Fyrrum Þórður frœgðum krók
fiskinn dró úr víði.
Hafði vestfirzkt tal - og tók
til við klemmusmíði.
Barnsmóðir Gísla var Halldóra Jóhanna
Sveinbjörnsdóttir í Reykjavík. Stjúpfaðir Haf-
steins var Pétur Ingjaldsson, skipstjóri frá Lamba-
stöðum á Seltjarnamesi. Foreldrar Jakobínu voru
Pétur Zopaníasson ættfræðingur f. í Goðdöl-
um í Skagafirði og einn af stofnendum Ætt-
fræðifélagsins og Guðrún Jónsdóttir kona hans frá
Ásmundarstöðum á Melrakkasléttu. Anna Guðrún
hefur verið í stjórn Ættfræðifélagsins með hléum
á annan áratug. Eiginmaður Önnu Guðrúnar er
Grétar Guðni Guðmundsson frá Vestmannaeyjum.
Þau eiga þrjú börn.
http://wvvw.ætt.is
21
aett@aett.is