Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Side 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2008, Side 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2008 Ný stjórn Ættfræðifélagsins: F.v. Guðmar Magnússon, Olgeir Möller, Anna Guðrún Hafstcinsdóttir, Hörður Einarsson, Olafur Pálsson og Kristinn Kristjánsson. Fréttabréfsins undanfarin ár hefur verið Guðfinna Ragnarsdóttir, en ritnefndina skipa, auk Guðfinnu, Olafur H. Oskarsson og Ragnar Böðvarsson. Ábyrgð- armaður er formaður félagsins, Eiríkur Þ. Einarsson. Unnið er að skönnun fréttabréfsins og væntanlega fara elstu tölublöðin á heimasíðu félagsins nú þegar hún hefur verið endurnýjuð. Manntöl seldust vel á bókamarkaði sl. vetur. Áfram verða manntöl boðin til sölu á bókamarkaðn- um sem hófst einmitt í morgun. Opið hús er á skrifstofu félagsins í Ármúla 19, 2. hæð, einu sinni í viku, á miðvikudögum, yfir vetrar- tímann, frá byrjun september og fram í maí. Á opið hús koma um 8-10 manns á hverjum miðvikudegi. Þar eru rædd ýmis mál og menn líta í bækur í bóka- safni félagsins. Stjórnarmenn og aðrir félagsmenn hafa skipst á að sjá um opið hús, þó hefur Olafur Pálsson reynst einna drýgstur í því starfi. Vil ég þakka honum þá elju sem hann sýnir félaginu. Ættfræðifélagið á marga hauka í horni sem hafa félagið jafnan í huga og færa því bókagjafir. Skúli Skúlason ættfræðingur ánafnaði félaginu ættfræði- bókasafn sitt, sem reyndar hefur ekki borist okkur enn. Það sýnir góðvild Skúla í garð félagsins. Hann var síðast gestur á félagsfundi í nóvember sl., stuttu áður en hann lagðist inn á spítala þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Hann lést þann 5. febrúar sl. Útgáfustarf Ættfræðifélagsins Þótt ekki hafi komið út neitt af manntölum á undan- förnum árum erum við ekki alveg af baki dottin. Enn Ættfræðifélagið á Bókamarkaðnum. er unnið að undirbúningi að útgáfu næstu binda af manntali 1910 í samvinnu við Erfðafræðinefnd. Ætl- unin er að vinna ritið á svipaðan hátt og fyrri bindi en þau koma ekki endilega út í réttri bindaröð, heldur eftir því hvernig verkið vinnst. Getur því 15. bindi komið á undan 10. bindi ef verkið vinnst þannig. Áætlað er að Manntalið 1910 verði alls 16-17 bindi ef ákveðið verður að gefa það út í prentuðu formi, sem við stefnum að, en það getur líka verið að það verði einungis gefið út sem tölvudiskur eða sett á Internet- ið. Það fer algerlega eftir kostnaði og fjármögnun á verkinu og hvernig unnt er að vinna það á sem hag- kvæmastan hátt. Nú þegar ég læt af störfum sem formaður félags- ins til síðastliðinna fjögurra ára langar mig að þakka stjórnarmönnum og félögum öllum samstarfið á þess- um fjórum árum. Það hefur verið mjög gefandi að kynnast öllu þessu fólki sem hefur ættfræði að áhuga- máli. Margir segja að þetta sé hnýsni í einkalíf fólks. Við kynni mín af því fólki sem finnst gaman að ætt- fræðigrúski hef ég ekki orðið var við sérstakan áhuga á einkalífi fólks að öðru leyti. Þetta er skemmtilegt tómstundagaman sem gefur manni mikið. Eg hef ekki hugsað mér að hverfa algerlega af sjónarsviði Ættfræðifélagsins og kem væntanlega til með að láta sjá mig á félagsfundum við og við. Að lokum vil ég bjóða það stjórnarfólk sem kjörið verður til stjórnarstarfa þegar þar að kemur í dag- skránni hér á eftir velkomið til starfa. *** Nýkjörinn formaður þakkaði Eiríki Þ. Einarssyni, fráfarandi formanni, vel unnin störf á undanförnum árum og færði honum blómvönd. Ný stjórn Ættfræðifélagsins Anna Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Olafur Pálsson varaformaður Olgeir Möller gjaldkeri Hörður Einarsson meðstjórnandi Guðmar Magnússon varastjórn Valdimar Már Pétursson varastjórn http://wvvw.ætt.is 22 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.