Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Síða 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010
Bergsstöðum í Svartárdal: „Smali sá var með presti er
Jón hét Jón smali bjó síðan að Mörk í Laxárdal og var
kallaður „harði bóndi“. Þótti hann ærið mislyndur en
hverjum manni harðgjörvari.“ (Syrpa úr handritum
Gísla Konráðssonar I, bls. 55).
Jón og Guðríður áttu barn saman í lausaleik í Bergs-
staðaprestakalli árið 1722 eða árið 1723, og var það
fyrsta barneign beggja. (Skjalasafn Rentukammers Y-25;
Dómab. Hún. 12. maí 1723). Hafa þau gengið í hjúskap
nrjög fljótlega eftir það. Jón keypti Stóru-Mörk fyrir
lausafé af Arna Þorsteinssyni bónda í Bólstaðarhlíð, og
er eignarbréf hans fyrir jörðinni dagsett 16. september
1726. (Dómab. Hún. 9. maí 1733). Hann var þingvitni
á manntalsþingum að Bólstaðarhlíð 30. apríl 1739, 28.
• apríl 1740 og 4. maí 1746. Lausafjártíund Jóns á árunum
1733-1746 var á bilinu tólf til tuttugu hundruð.
Skeggsstaðaætt er rakin frá hjónunum Jóni Jóns-
syni og Björgu Jónsdóttur, sem bjuggu á Skeggs-
stöðum í Svartárdal á átjándu öld. Fræðaþulurinn
Björn Bjarnason á Brandsstöðum í Blöndudal gerir
eftirfarandi grein fyrir þeim hjónum í ritgerð sinni um
Skeggsstaðaætt: „Maður hét Jón Jónsson. Hann var
eyfirskur að ætt. Hann bjó að Skeggsstöðum í Svart-
árdal. Kona hans hét Björg Jónsdóttir. Móðir hennar
var Þóra á Sneis Gunnarsdóttir, ættuð utan af Skaga,
og er mikill ættleggur frá honum komin*.
Þóra átti 19 böm, dó af barnsförum. Börnunum
skipt upp. Björg fór að Eiríksstöðum.
Jón var mikið guðrækinn maður, þolinn og þraut-
góður, ráðvandur og reglumaður, en ei atgervismaður
að afli né hagleik.
Björg var fyrir flestum konum að skörungsskap,
bústjórn, vinnu og þrifnaði, svo að í áliti var, að
trauðlega fyndist í nálægum sveitum hennar líki.
Á Skeggsstöðum fóru þau að búa árið 174[], kosta-
lausri 30 hundraða jörð. Fljótt fjölgaði málnyta þeirra
og bættist brauð með barni. Þau áttu 15 börn og 1 átti
hann áður. Tvö af þeim dóu ung, en 14 urðu fullorðin.
Má nú hér af sjá, hve mikil snilld hefir verið á búskap
þeirra, að eignast fyrst nægan pening og halda honum
fram hallærisbálkinn 1752-1759 og hvorum harð-
indum þau liðu ei nauð. Sandfallið 1766 grandaði ei
skepnum hýstum við nóg hey. Fjárfaraldrið kom þar,
fyrir umhyggjusemi, seinast hér í sveit, þó að lokum
allt fé væri skorið 1779. Og síðast brunafellisárið 1784
lifðu kýrnar og fé nokkurt og hross, svo með bestu
búum var, þó slíkt mætti þakka fyrirhyggju systkin-
anna, því Jón varð karlægur og dó um það leyti.
Til merkis um siðavendni er það, að þá börn hans
voru svo til aldurs komin, að gagn mættu hafa af kirkju-
göngu, sat hann fram í kirkju hjá piltum sínum, til þess
þeir stilltu fjör sitt og tækju eftir predikaninni, sem
hann vanalega spurði þau úr. Hér með höfðu þau systk-
in harðan vana, en þau voru fljótráð og mjög lífleg og
þurftu nákvæmt tillit. Þau voru næm og skilningsgóð og
vel lesandi, sem þá var lítt stundað, og urðu mikið guð-
rækin, siðferðisgóð og hlýðin; fengu söngróm í besta
lagi. Ekki var þeim fríðleiki lánaður, en fleiri af þeim
sérlega lagleg á fæti, hér með kát og fjörug.
Snemma voru þau vanin til verka og voru lagin
og áköf þar við, urðu dygg og dugleg og fylgdi lán
í öllum verkum. Þeir urðu góðir sjómenn og heppn-
ir í ferðalagi. Þær afbragðs vinnukonur að vefnaði
(sem þá var örðug kvennavinna) og annarri tóvinnu.
Samt allt samvalið til heyskapar og peningshirðingar.
Heilsu og þol höfðu þau framúrskarandi, sem sýnir
það, að 12 urðu meir en 60 ára og ei nema 2 börn dóu
ung, 1 drukknaði fullorðið, en einasta ein stúlka tap-
aði heilsu og dó á tvítugsaldri.“ (Skeggsstaðaætt).
Fræðaþulurinn Gísli Konráðsson í Flatey lýsir
þeim Skeggsstaðahjónum á eftirfarandi hátt í Hún-
vetningasögu: „Jón hét maður er bjó að Skeggsstöð-
um í Svartárdal Jónsson, fátæks manns, kynjaður
norðan úr Þingeyjarþingi að helst er til getið heldur en
Vöðluþingi. Hafði hann norðan konrið og var nú eigi
gamall. Þótti hann lítill fyrir sér og óauðugur að fé....
Björg systir Sigurðar á Brún, kona Jóns á Skeggsstöð-
um, var og allrösk kona til hvarvetna og þótti mörgum
hún vargefin." (Húnvetningasaga I, bls. 198-199).
Ættatölur herma, að Jón hafi verið „smámenni, þó
kartinn" (Ættatölub. Jóns Espólíns, 4758).
Jón átti barn í lausaleik með Guðrúnu Olafsdóttur í
Bergsstaðaprestakalli árið 1733 eða árið 1734, og var
það fyrsta barneign beggja. (Skjalasafn Rentukamm-
ers Y-42). Hefur hann gengið í hjúskap með Björgu
nokkrum árum síðar. Jón lagði fram kæru á hendur
Ormi Sigurðssyni, margdæmdum þjófi, á manntals-
þingi að Bólstaðarhlíð árið 1757, fyrir að hafa aðfara-
nótt hins 31. mars 1757 brotist inn um útidyr á bæ
sínum, Skeggsstöðum, og síðan inn í búrið og stolið
þar fimmtán mörkum smjörs, þremur fiskum, fimm
leðurskæðum, þverbakspoka, saxi og sauðarskinni.
(Dómab. Hún. 7. maí 1757). Var Ormur dæmdur til
hengingar fyrir þessar tiltektir, og rná honurn þó hafa
verið nokkur vorkunn, því hart var í ári. Lausafjár-
tíund Jóns á árunum 1744-1782 var á bilinu fimm
til tíu hundruð, en lausafjártíund Bjargar á árunum
1782-1791 var á bilinu ellefu til sextán hundruð.
Páll Kolka læknir á Blönduósi segir um niðja Jóns
á Skeggsstöðum: „Margir afkomendur hans voru
búmenn miklir og fjáraflamenn, duglegir áróðurs-
menn og framgjarnir, frekar ljósir yfirlitum, stór-
skomir nokkuð og ekki fríðir.“ (Föðurtún, bls. 462).
Magnús Björnsson á Syðra-Hóli gefur ættinni eft-
irfarandi vitnisburð: „Það sem mest einkenndi fólk
af Skeggsstaðaætt var mikið vinnuþrek, kappgirni og
hneigð til fjársöfnunar. Létt lund og gamansemi kom
þar víða fram, en fleiri voru þó fastlyndir og einhuga
þar sem þeir beittu sér. Margir urðu þar efnamenn
miklir" (Hrakhólar og höfuðból, bls. 45).
Einn laukur Skeggsstaðaættar, Bjarni Jónasson
fræðimaður í Blöndudalshólum í Blöndudal, lýs-
ir frændgarðinum svo: „Margt er þar um dugmikla
bændur og ýmsir þeirra ættmenna hafa komist til
mannaforráða og gegnt ábyrgðarmiklum störfum í
þjóðfélaginu. Á það má til dæmis benda að á Alþingi
hafa setið um tveir tugir niðja þeirra Skeggsstaða-
hjóna.“ (Húnavaka 1978, bls. 65-66).
http://www.ætt.is
10
aett@aett.is