Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Síða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Ert þú einn af þessum
leiðinlegu Briemum?
Ættmenn mínir af Briemætt eru taldir
góðir verkfræðingar og lögfræðingar og
samviskusamir embættismenn. Briemætt-
in er líka vaidaætt og margir eru þar list-
fengir eins og ættfaðirinn Gunnlaugur
Briem. Þannig lýsti Sigurður Líndal laga-
prófessor móðurætt sinni án þess þó að
hafa gert á henni nákvæma úttekt.
Sigurður Líndal prófessor er sonur Þórhildar
Briem. Ég spurði hann einhvern tíma í útvarpsviðtali
hvað sameinaði Briemana. Sigurður sagðist ekki hafa
stúderað einkennin sjálfur en hefði meiri vitneskju
um það sem aðrir hafa sagt. Hann undirstrikaði að
einkennin væru ekki öll á einn veg. En vissulega
væru þar ákveðin einkenni sem ekki væri hægt að líta
fram hjá. Hann sagði að það hefði verið bent á að þar
væru margir góðir verkfræðingar, stærðfræðingar og
lögfræðingar. Þessu hafa menn tekið eftir, sagði Sig-
urður. „Einnig eru innan ættarinnar margir embætt-
ismenn, þeir hafa verið taldir góðir embættismenn,
samviskusamir og nákvæmir í störfum.“
Gunnlaugur Briem (1773-1834) ættfaðir Briemsættar-
innar. (Steinþrykksmynd eftir málverki)
Skáld og listamenn
Margir af niðjum Olafs Briem á Grund eru skáld,
sagði Sigurður, og reyndar einnig afkomendur
Jóhönnu Briem systur hans sem var gift séra Gunnari
Gunnarssyni í Laufási. Þar má nefna Davíð Stef-
ánsson og Valdimar Briem sálmaskáld sem báðir
voru niðjar Ólafs og Hannes Hafstein sem var niðji
Jóhönnu. Einnig eru í ættinni margir myndlistar-
menn. Þar ber fyrst að nefna ættföðurinn Gunnlaug
Briem sem var fyrst og fremst myndlistarmaður,
lærði við Listaháskólann í Kaupmannahöfn í sjö ár
og varð svo atvinnulaus listamaður í Napóleonsstyrj-
öldunum. Hann fór þá að lesa lögfræði og endaði sem
sýslumaður á Islandi og settur amtmaður. Aðrir lista-
menn í ættinni eru m. a. þau Jóhann Briern, Valgerður
Briem, sem kenndi teikningu í Austurbæjarskólanum
og Gunnlaug Briem leturfræðingur.
Fáir misheppnaðir
Sigurður benti einnig á að margir Briemar hafa líka
vissan áhuga á sagnfræði, þótt þeir séu ekki sagn-
fræðingar. Helgi Briem sendiherra, var hagfræðingur
að mennt, en tók doktorspróf í sagnfræði án þess að
vera með sagnfræðipróf. Það er erfitt að benda á ein-
hvern einn eiginleika, sagði Sigurður.
Sigurður Guðmundsson skólameistari sagði einnig
að góðar konur einkenndu ættina. Vissulega held ég
að það sé rétt. Ég er að minnsta kosti sjálfur í kven-
legg og hlýt að taka undir það.
Annað sem ég hef tekið eftir er að ættmönnum
mínum verður sæmilega mikið úr sínum hæfileikum.
Hæfileikar þeirra nýtast þeim vel. Þeir eru yfirleitt
reglusamir, það eru t.d. ekki margir sem hafa orðið
áfengi að bráð. Ég heyrði móður mína oft segja að
ekki væri mikið um óreglumenn eða misheppnaða
menn í ættinni. Hvað neikvæðu hliðamar varðar þá
eru þær áreiðanlega ýmsar. Lengi hefur verið sagt að
Briemarar væru litlir tónlistarmenn, og syngju illa.
Þó eru til tónlistarmenn í ættinni, en þeir hafa þá trú-
lega fengið gáfuna úr öðrum ættum.
Leiðinlegir
Margir eru mjög málglaðir, fjörugir og hressir. Aðr-
ir eru frekar þyrkingslegir, þykja ekki skemmtilegir,
eru ekki alveg lausir við að vera svolítið drambsamir.
Sumir eru heldur þurrlegir, að ég ekki segi leiðinlegir.
Ekki alveg við alþýðuskap.
Einhverju sinni þegar ég var eitthvað annars hugar
http://www.ætt.is
14
aett@aett.is