Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Qupperneq 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010
í boði sagði ung frænka mín við mig: Ert þú einn af
þessum leiðinlegu Briemum?
Einhvern tíma var eftirfarandi vísa ort um Eggert
Briem hæstaréttardómara:
Hejitr þá ekkert œttarslím
í Eggert þennan runnið?
Helvíti er að heita Briem
og hafa ekki til þess unnið.
Þetta bendir nú til þess að höfundurinn hafi haft
álit á ættinni.
Valdaætt
Það verður líka að segjast eins og er að Briemættin er
talin til valdaætta, mjög margir af ættinni hafa gegnt
valdastöðum og verið áhrifamenn í íslensku þjóð-
félagi. Margir áhrifamiklir valdamenn hafa einnig
tengst ættinni gegnum hjúskap, þá trúlega reynt að
giftast jafngildum maka.
En, undirstrikaði Sigurður, þessi samantekt um
Briemættina byggir eins og áður sagði ekki á nein-
um rannsóknum af minni hálfu, heldur hef ég tínt til
ýmislegt sem um ættina er sagt.
-E. CvA.VJDF.PvV. OPOKVEV tX 's'P
OVV.Kl: rOTAMOVVAWTA
iCCT OOVQVV ETV QAVlCvnu
Askja eftir Gunnlaug Briem. Gunnlaugur stundaði
nám við listaháskólann í Kaupmannahöfn þótt ævistarf
hans væri innan lögfræðinnar, en hann var sýslumað-
ur og settur amtmaður. Margir afkomendur hans hafa
erft listagáfuna og listhneigðina, má þar nefna Jóhann
Briem listmálara. Örfáir gripir hafa varðveist sem eign-
aðir eru Gunnlaugi Briem, m.a. þessi askja frá árinu
1803 sem talið er að hann hafi skorið út og gefið sr. Ein-
ari Guðbrandssyni bróður sínum í brúðargjöf.
Það er nú þannig, sagði Sigurður, að stundum
liggur það orð á að ættfræðin ýti undir ættardramb og
jafnvel hroka. En ég held að það sé gott fólk í eigin-
lega öllum ættum. Það er dálítið misjafnt hvar menn
hafa haslað sér völl. Það er ekkert endilega að emb-
ættismannaætt eða listamannaætt sé eitthvað betri en
athafnamannaætt eða gild bændaætt, allt eru þetta
nauðsynlegir þættir í þjóðlífinu.
Fyrirspurn
Anna Vigfúsdóttir
Gaman væri að vita um börnin hennar Önnu og
Hjalta Magnússonar. Jón Trausti segir að þau hafi
verið átta. Anna var dóttir Vigfúsar Erlendssonar lög-
manns og konu hans Guðrúnar Pálsdóttur frá Skarði á
Skarðströnd, Dal. Vigfús bjó á Hlíðarenda í Fljótshlíð
og andaðist 1521 í utanför. Anna hefur verið fædd
um eða eftir 1500, sennilega á Hlíðarenda. Hún bjó
fyrst á Stóruborg, síðar á Teigi í Fljótshlíð. A Stóru-
borg var Hjalti smali. Ef Hjalti hefur verið fimmtán
árum yngri en Anna, hefur hann verið fæddur um
1515-1520. Ég hef fundið þessi böm Önnu og Hjalta;
Magnús, Vigfús, Erlend, Kristínu og Hjalta.
Magnús Hjaltason lögréttumaður er sagður fæddur
1530-1540, sennilega nær 1540. Hann lést eftir 1610.
Fyrri kona hans var Þórunn Björnsdóttir prests í Saur-
bæ Gíslasonar, þau áttu son, Pál á Heylæk. Síðari
kona hans var Þuríður Magnúsdóttir lögréttumanns í
Stóra-Dal Amasonar, sonur þeirra var Arni, lögréttu-
maður á Heylæk. Launsonur Magnúsar Hjaltasonar
var Þórður, kona hans var Margrét Erasmundsdóttir,
þau áttu ekki börn.
Annar sonur þeirra var Vigfús Hjaltason. Kona
hans var Guðrún Ólafsdóttir Björnssonar í Marteins-
tungu. Meðal barna þeirra var Þórdís, kona séra Jóns
Stefánssonar í Kálfholti.
Þriðji sonurinn var Erlendur Hjaltason er bjó á
Stóru-Borg. Kona hans var Guðrún Arnadóttir. Meðal
barna þeirra var Hjalti Erlendsson í Stóru-Hildisey.
Fjórða barn þeirra var Kristín Hjaltadóttir, hús-
freyja í Fíflholtum. Maður hennar var Vigfús lögréttu-
maður? Kristín dó barnlaus 1603. (Espolín 1159)
Fimmta bamið var Hjalti Hjaltason, bóndi í Hild-
isey, átti Þorgerði Sigmundsdóttur.
Það má rekja fleiri niðja frá þessum sonum Önnu
og Hjalta, en það væri gaman að vita um önnur börn
þeirra. Þau eiga marga niðja allt til okkar tíma.
Hólmfríður Gísladóttir
Heimildir:
Ættartölusafn séra Þórðar Jónssonar í Hítardal
Lögréttumanntal
Islenskar œviskrár
Landmannabók
Espolín
http://www.ætt.is
15
aett@aett.is