Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Page 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Ættareinkenni
Við sögðum í síðasta blaði frá mjög
sterkum ættareinkennum þriggja ætta:
Reykjaættarinnar, Reykjahlíðarættar-
innar og Briemættarinnar. Sömu sögu er
sjálfsagt að segja um margar fleiri ættir.
Skapferli, framkoma, útlit, gáfur og ótal
eiginleikar berast frá kyni til kyns. Það
er bæði gaman og fróðlegt að skoða ætt-
areinkenni.
Við státum af að vera komin af séra Jóni, eins
og Starri í Garði eða drögumst með ættarfylgjurnar
eins og Bergsættin þar sem menn kvu vera örir til
ásta. Reyndar á sú sögusögn að vera tilkomin vegna
þess að Guðni Jónsson, sem tók saman Bergsættina
notaði orðið launböm um öll óskilgetin böm og þau
urðu auðvitað mörg í stórri ætt. Spunnust af þessu
ýmsar gamansögur eins og sú um stúlkuna sem var í
tygjum við giftan mann. Móðir stúlkuna barmaði sér
yfir þessu við vinkonu sína, en sagði um leið að það
væri víst lítið við þessu að gera, því þau væru bæði
af Bergsætt.
Eins var það með sveitaprestinn sem þorði ekki
með á dansleik, kvað það ekki hættulaust fyrir sig og
sagði: Eg er svo ansi holdsveikur, ég er af Bergsætt.
Utlit og einkenni, gáfur og gjörvileiki, verklegir
og andlegir hæfileikar, gallar og kostir, allt virðist
erfast og blandast og gera úr okkur þann einstakling
sem við erum. Svo deila menn auðvitað endalaust
um það hversu mikið í fari okkar séu erfðir og hversu
mikið uppeldi og við því fæst víst seint tæmandi svar.
Ef til vill liggur eitthvað í gömlu staðhæfingunni sem
höfundur Njálssögu setti á skinn fyrir um 700 ámm
að „Fjórðungi bregði til fósturs“. Alla vega sýna
rannsóknir á eineggja tvíburum, sem ekki hafa alist
upp saman, að þar eru á ferðinni tvær ótrúlega líkar
manneskjur.
Vinnuharka
Guðni Jónsson sagnfræðingur fjallaði mikið um for-
föður sinn Guðna „gamla“ Jónsson í Reykjakoti í
Ölfusi.Guðni varfæddur 1716 og lést 1783.Fráhon-
um er Reykjakotsætt talin. Fræg er sagan af Vigdísi
elstu dóttur Guðna. Vigdís var fædd um 1739, hún
bjó á Tannastöðum undir Ingólfsfjalli í Ölfusi. Hún
var mesti forkur í öllu og kvenskörungur í hvívetna,
nokkuð skapstór, kappgjörn og jafnvel ófyrirleitin,
segir Guðni Jónsson um hana í íslenskum sagnaþátt-
um og þjóðsögum IV. hefti.
Það kom oft fyrir að aurskriður spilltu túnum á
Tannastöðum. Einhverju sinni þegar vinnumaður
Vigdísar, sem Bjami hét, „lingerður og seinlegur“
var að hreinsa túnið, þótti henni verkið ganga heldur
seint og sló til Bjarna í bræði sinni með sandrekunni.
En höggið varð meira en hún ætlaði því Bjarni lær-
brotnaði. Var Vigdís þó orðin háöldruð. Gekk hann
haltur síðan og var kallaður Bjarni á einum. Um hann
var síðar ort:
Bjarni á einum byrjaði
búskapinn um vorið,
en á góu endaði
þá allt var komið í vandrœði.
Gísli bróðir Vigdísar tók við búi í Reykjakoti eftir
föður sinn og bjó þar um hálfrar aldar skeið. Hann
þótti merkur maður og var hreppstjóri Ölfushrepps
frá 1792. Hann var með auðugustu bændum. En hann
var eins og hann átti kyn til bæði kappsamur í meira
lagi og fljóthuga og hélt fólki sínu stíft til verka.
Hann heyjaði niður í Ölfusi og var þá langur engja-
vegurinn. Þegar Gísli var orðinn gamall og hættur að
ganga til sláttar sagði hann fólki sínu að koma heim
ef mikið óveður kæmi og ekki væri vinnufært. Ef
fólkið notfærði sér þetta og kom heim sagði Gísli:
„Temmilegt vinnuveður hefur nú alltaf verið hérna
í dag“.
Langlífí
Vigdís og Gísli áttu ekki langt að sækja vinnuhörk-
una því sagt var um Guðna föður þeirra að hann hafi
sótt heyvinnuna fast um sláttinn og vakið fólk sitt
snemma. Einhverju sinni gekk honum illa að vekja
einn vinnumanninn, fannst hann sofa helst til lengi,
og reyndi þó mikið. Kom þá í ljós að vinnumaður-
inn var dauður í rúminu, hafði orðið bráðkvaddur í
svefni. Guðni bað þá guð að hjálpa sér að hafa verið
að reyna að vekja upp dauðan mann.
Fyrir þá sem lásu greinina um fjármark Magn-
úsar Grímssonar, Skógarkotsættina og Hraunfólkið
í síðasta blaði má geta þess að ein dóttir Guðna í
Reykjakoti hét Þjóðbjörg. Hún bjó ásamt Gísla manni
sínum stórbúi á Villingavatni. Tengdasonur þeirra hét
Björn, sonur séra Bjöms prests á Þingvöllum Páls-
sonar prests Þorlákssonar sem mikið kom við sögu
í Hraunfólkinu. Um Þjóðbjörgu var sagt að hún væri
stjórnsöm og reglusöm og kjörorð hennar var að láta
ekki bíða til morguns það sem gert yrði í dag.
Mörg börn Guðna í Reykjakoti náðu háum aldri.
Guðni Jónsson sagnfræðingur og afkomandi Guðna
„gamla“ í Reykjakoti segir Þjóðbjörgu hafa orðið 92
http://www.ætt.is
16
aett@aett.is