Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.2010, Síða 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í febrúar 2010
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Ættfræði húsa
Á þessari vatnslitamynd frá Stykkishólmi
eftir Svein Þórarinsson má sjá tvö hús,
Prestshúsið og Kúldshúsið, sem eiga sér
*
langa og merka sögu. I þeim hafa búið
margar þekktar persónur sem sett hafa
svip sinn á samtíðina.
Prestshúsið
Húsið lengst til vinstri var kallað prestshúsið, eða
prestakallshúsið, það er forskalað timburhús sem í
dag stendur fallega upp gert við Silfurgötu 6. Silfur-
gatan er fyrsta gatan í Hólminum sem fékk endanlegt
nafn og það nafn hefur haldist síðan. Prestshúsið
byggðu sr. Sigurður Gunnarsson (1848-1936) og
kona hans Soffía Emilía Einarsdóttir (1841-1902).
Húsið er tveggja hæða timburhús og var flutt til-
höggvið frá Noregi. Faðir Soffíu var Einar Sæmunds-
son hattari frá Brekkubæ í Reykjavík. Séra Gunnar
var föðurbróðir Gunnars Gunnarssonar skálds.
Sigurður og Soffía bjuggu í prestshúsinu frá 1895
en séra Sigurði var veitt Helgafellsprestakall 26. febr-
úar 1894. Þau hjónin höfðu bæði dvalið langdvölum
í Englandi hjá Sigríði systur Soffíu (1831-1915), sem
gift var Eiríki Magnússyni, bókaverði í Cambridge
(1833-1913),og voru því vel mælt á ensku. Það varð
til þess að margir erlendir merkismenn heimsóttu
þau, m.a. Collingwood (1854-1932).
1917-1919 bjó séra Ásmundur Guðmundsson,
síðar biskup, í prestshúsinu, og árið þar á eftir séra
Ásgeir Ásgeirsson síðar prestur í Hvammi. Þar bjó
síðar sr. Sigurður Ó. Lárusson (1892-1978) sem
prestur var í Hólminum 1920-1965. Enginn prestur
hefur starfað jafnlengi í Helgafellsprestakalli og séra
Sigurður. Sigurður var bróðir Guðrúnar Lárusdóttur
konu Helga Ingvarssonar yfirlæknis á Vífilsstöðum.
Sr Sigurður var móðurbróðir Guðrúnar Pálínu Helga-
dóttur skólastýru Kvennaskólans. Lárus Pálsson, fað-
ir sr. Sigurðar og Guðrúnar, var smáskammtalæknir
og gekk undir nafninu Lárus hómópati. Hann var afi
og alnafni Lárusar Pálssonar leikara.
Kúldshús
Húsið í miðjunni kallast Kúldshús. Það er með gafl-
asneiðingu með svörtu þaki. Það er nefnt eftir séra
Eiríki Kúld (1822-1893) Hann byggði það fyrst í
Flatey 1848, en þar setti hann bú 1844. Hann vígð-
ist 1849 aðstoðarprestur föður síns, Ólafs Sívertsen
(1790-1860) prófasts í Flatey. Eiríkur lét taka húsið
niður í Flatey 1860 og reisti það á Þingvöllum á Þórs-
nesi í Helgafellssveit en það ár fékk hann Helgafell
Þetta málverk eftir Svein Þórarinsson sýnir tvö gömul
og sögufræg hús í Stykkishólmi, Prestshúsið, fjær til
vinstri, og Kúldshúsið, við hlið þess, með svörtu þaki
fyrir miðri mynd. I þeim hafa búið margir merkir menn
sem settu svip sinn á menningar- og atvinnulíf Breiða-
fjarðar og landsins alls.
þar sem hann var prestur alla tíð síðan. Hann flutti
húsið til Stykkishóims 1868 og bjó þar síðan og ekkja
hans Þuríður eftir hans dag.
Faðir Þuríðar var Sveinbjöm Egilsson rektor og
ljóðaþýðandi. Bróðir Þuríðar var Benedikt Gröndal
skáld. Systir séra Eiríks Kúld var Katrín, eiginkona
séra Guðmundar Einarssonar sem lengst af var prest-
ur á Breiðabólsstað á Skógaströnd. Dóttir Katrínar
og Guðmundar var Theodóra Thoroddsen skáldkona
sem gift var Skúla Thoroddsen sýslumanni, alþingis-
manni og ritstjóra. Allt þetta fólk hafði mikil áhrif á
menningar- og atvinnulíf bæði við Breiðafjörð og á
landinu öllu.
Ágúst Þórarinsson keypti Kúldshús um 1902 og
bjó þar til 1914. Árið 1918 keypti Rannveig Jóns-
dóttir, f. 1884, Kúldshús. Rannveig var þá ung og
ógift hannyrðakona, kraftmikil og áræðin, sem flutti
norðan úr Húnavatnssýslu. Hún skírði húsið Auðkúlu
og gekk það undir því nafni meðan það var í hennar
eigu. Hún rak hannyrðaverslun og var einnig um tíma
organisti í Stykkishólmi. Hún giftist síðar Hannesi
Stefánssyni sem oft var kallaður „trékyllir“ en hann
kom frá Trékyllisvík á Ströndum. 1940 keypti Ólafur
Sturlaugsson bóndi í Ögri, áður Akureyjum, Kúlds-
hús af Rannveigu.
Kúldshús er nú í eigu Sesselju Kristinsdóttur kenn-
ara í Stykkishólmi, sem á rætur við Breiðafjörðinn
langt aftur í aldir og manns hennar Árna Valgeirsson-
ar. Þau hafa gert húsið upp af miklum myndarskap.
Kúldshús er friðað.
http://www.ætt.is
23
aett@aett.is