Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010 skyldu daga sig aftur úr svo þau Soffía og Jens gætu kvatt hvort annað í einrúmi í hinsta sinn. Slík fram- koma lýsir vel skilningi og mannkostum Magnúsar Friðrikssonar. Myndir og bréf Svo flutti Jens vestur en ekki gleymdi hann Soffíu sinni þótt hafið skildi þau að. Hann sendi henni alla tíð bréf og myndir, og ég erfði eftir Björg fóstru móð- ur minnar, dóttur Soffíu, þrjár myndir af Jens og fjöl- skyldu hans. Sú fyrsta er af þeim hjónunum og tveim börnum, telpu á að giska 8 ára, sem greinilega er Anika, og barni á fyrsta ári, frumburði þeirra hjóna sem fékk nafnið Jón. Aftan á myndinni stendur Soffía Gestsdóttir Skarfsstö og fyrir neðan það hálfskrifaða bæjarnafn stendur Knarrarhöfn, en þar bjuggu Magnús og Soffía á þessum árum, 1887-1892. En það var einnritt á Skarfsstöðum sem Soffía bjó þegar þau Jens voru að draga sig saman forðum daga, svo honum hefur ver- ið nafnið tamt. Það var þessi litla mynd sem varð kveikjan að þessum skrifum mínum um Jens og konurnar í lífi hans. Sá mikli fræðimaður Nelson Gerrard í Kanada, sá þessa mynd í albúmi hjá mér, hafði leitað hennar lengi og fagnaði nrjög að finna hana. Lítil Soffía handan hafsins Á næstu mynd, sem tekin er löngu seinna, sést Jens með Önnu Sigurrós konu sinni og sjö börnum, en á þeirri mynd er Anika ekki með. Þar situr í fangi föður síns lítil, brosandi telpa, eina dóttirin sem hann eign- aðist með Önnu Sigurrós. Og hvað hét hún ef ekki Soffía, Soffía Hlín. Þá voru liðin um fimmtán ár frá síðasta fundi þeirra Jens og Soffíu og frá því leiðin lá yfir hafið. Á þriðju myndinni, sem alla tíð hékk innrömmuð uppi á vegg á heimili Soffíu og Magnúsar á Staðarfelli og í Stykkishólmi, sést Jens með konu sinni og átta börnum þeirra. Jens dó 1905 en þá voru sex barna hans enn á ungum aldri. Myndin virðist tekin skömmu fyrir lát hans. Á myndinni eru einnig þrjár uppkomnar stúlk- ur sem ég kann engin deili á en gætu verið systkina- börn Önnu Sigurrósar, en fjögur systkin hennar fóru vestur um haf. Anika er ekki á þessari mynd. Hún hafði átt sitt fyrsta barn 1898 og giftist Sigurjóni Jóni Sigurðssyni árið 1904. Hlýhugur blandinn trega Björg, dóttir Soffíu, erfði hlýjar hugsanir móður sinn- ar til Jens og fjölskyldu hans og á heimili hennar, þar sem móðir mín ólst upp, hékk þessi sama rnynd ætíð uppi og fylgdi mér einnig frá mínum bernskudögum. Þessi fallega mynd kom svo til mín, þegar Soffía dóttir Bjargar lést, og henni fylgdi sami hlýhugurinn, bland- inn trega og söknuði ástar og örlaga þriggja kvenna. Hún hefur síðan prýtt heimili mitt þar sem tveir ætt- Jens Jónsson ásamt Önnu Sigurrós Jónsdóttur konu sinni og börnunum þeirra átta. Af aldri elstu barnanna að dæma hlýtur myndin að vera tekin skömmu fyrir dauða Jens, en hann lést 1905 eða 17 árum eftir að hann fór vestur um haf. Á stóru stúlkunum þrem veit ég engin deili. http://www.ætt.is 5 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.