Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010 Jón Pétursson fjórðungslæknir og ætt hans (Handrit Þorsteins Þorsteinssonar, smiðs frá Upsum. Saga III. ár bls. 41-52.) I. Jón læknir var sonur Péturs bónda á Ölduhrygg í Svarfaðardal,*) er var bróðir Jóns lögréttumanns,sem lengi bjó á Bakka í sörnu sveit. Voru þeir synir Odds bónda á Skeiði, Jónssonar, smiðs á Melum, Oddssonar sterka á Melum sem nafnkennd Melaætt í Svarfaðardal er frá komin, Bjarnasonar lögréttumanns, sem áður var sveinn Ólafs biskups Hjaltasonar. Bjarni var son- ur Sturlu smiðs er uppi var á fyrra hluta sextándu ald- ar, fyrir og um siðabótina, og orðlagður fyrir hagleik og dvaldist urn tíma erlendis.**) Sturla var af mörgum talinn vera sonur Vilhjálms biskupssveins, er kallaður var Barna-Vilhjálmur, og þótti fríður sýnunt og skartmaður mikill. En því var hann við börn kenndur, að í einni för sinni með bisk- upi aflaði hann margra barna. *) Pétur Zophoníasson, ættfrœðingur, rekur ætt Jóns Péturssonar, lœknis í Viðvík (f. 1733, d. 9. okt.1801), þannig í „Ættum Skagfirðinga’’, að hann hafi verið sonur Péturs smiðs á Hólum í Hjaltadal, Jónssonar smiðs á Meltim í Svarfaðardal, Oddssonar sterka, bónda á Melum, Bjarnasonar á Melum, bróð- ur séra Sturlu á Tjörn á Vatnsnesi. **) Sjá Espolíns Árbœkur, 4. þátt bls. 106-107. Bjarni Sturluson flýði af landi burt og var settur á Brimarhólm. En mælt er, að konungur hafi gefið honum upp sakir sökum karlmennsku hans, því að hann var afburða maður að afli. Hann kom aftur til Islands og varð lögréttumaður og er hans getið við marga dóma. Hygg eg hann búið hafa á Óslandi í Óslandshlíð í Skagafirði.*) (sjá um hann í Espólíns árbókum, 4.þœtti bls. 128.) Það er gömul sögn að Oddur sterki, sonur Bjarna og Ingibjargar, flyttist norður til Svarfaðardals, þeg- ar hann var 18 vetra. Er þá sagt, að hann hafi borið á bakinu fatakistu sína með farangri sínum öllum yfir Heljardalsheiði, sem þá var ófær hestum vegna fann- kyngi. Oddur kvæntist í Svarfaðardal og hóf búskap á Melum og bjó þar til elli. A Melum er sýndur steinn eða bjarg í lambhúsi, skammt suður frá bænum, sem Oddur á að hafa byggt, og á sá hluti af veggnum að hafa staðið síðan og stendur enn 1888. Svo er mælt, að þegar Oddur var gamall orðinn og illa sýndur, hafi kýr dottið ofan í svonefndan Melakíl, sem skammt er fyrir neðan túnið. Er hann illur að- stöðu og því mjög hættulegur skepnum. Karlmenn voru engir heima við utan Oddur gamli. Lét hann þá leiða sig ofan að kílnum, náði í eyrun á kúnni og rykkti henni upp úr, aleinn. En svo nærri sér tók hann þetta, að hann komst aðeins heim með naum- indum, lagðist í rúntið til fulls og dó nokkru síðar. Sumir segja, að þetta hafi verið Jón smiður, sonur Odds, sem einnig bjó á Melum eftir föður sinn, en mér þykir það ólíklegra, því að eg hefi ekki heyrt, að hann hafi verið afarmenni til burða, en afbragðs smiður. Sonur Jóns smiðs Oddssonar var Oddur á Skeiði, og er fjöldi manna af Melaætt kominn, bæði í Svarfaðardal og víðar um land, og margt merkisfólk. Svarfaðardalur hefir verið orðlagður fyrir að eiga fleiri haga menn að tiltölu við aðrar sveitir, og marga þjóðhaga, og eru nokkrir taldir af Melaætt. II. Jón læknir er fæddur á Uppsölum í Svarfaðardal (skammt fyrir ofan prestsetrið Velli), þó að foreldrar hans byggju á Ölduhrygg, nálægt Uppsölum. En sú orsök var til þessa, að kona Péturs var yfirsetukona, og var hennar vitjað til grannkonu sinnar á Uppsölum, að vera hjá henni, en þegar hún hafði fætt, tók hún sjálf jóðsótt að Jóni og komst ekki heim. Fæddist Jón þar og var þar skírður af séra Eyjólfi lærða, presti að Völlum í Svarfaðardal. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til hann komst í Hólaskóla. Síðan var hann nokkurn tíma að námi með Bjarna landlækni Pálssyni, sem einnig var ættaður úr Svarfaðardal frá Upsum. Vandist Jón þar við lækningar, sem hann var laginn við og hneigður til. Eftir það sigldi hann til að fullkomna sig í lækn- isfræðinni og fór mjög víða um lönd. Varð hann skips- læknir og var hvarvetna í miklum metum hafður fyrir heppni sína og lærdóm. III. Eitt sinn var Jón skipslæknir á kaupfari, sem sigldi til Tyrkjalanda. Ekki er getið, hverrar þjóðar skipshöfnin var, en mig minnir, að skipið hafnaði sig í Algier. Var skipstjóri þar kunnugur, einkum einum kaupmann- anna, sem var samlandi hans gamall. Spurðu þeir hvor annan almæltra tíðinda, og bar margt á góma. Eitt með öðru, er kaupmaður sagði skipstjóra, var það, að einkadóttir borgarstjórans,* (Aðrar sagnir telja þetta soldán sjálfan verið hafa, og J.P. hafi verði hertekinn herlœknir í óvina höndum.) gjafvaxta mær og föðurins mesta eftirlæti, hefði veikzt fyrir löngum tíma og margir læknar verið til hennar sóttir, en allt http://www.ætt.is 7 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.