Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010
Soffía Gestsdóttir og Jens Jónsson höfðu heitið hvort
öðru tryggðum en þegar Gestur faðir hennar iá bana-
leguna lét hann Soffíu lofa sér því að eiga ekki Jens.
Honum fannst hann hafa brugðist Helgu. Soffía giftist
síðar Magnúsi Friðrikssyni stórbónda á Staðarfelli. Hér
eru þau ásamt börnum sínum, Björg, Gesti og Þuríði.
liðir til viðbótar hafa hana fyrir augunum dag hvern,
meðal annarra dóttir mín sem ber nafið Björg Soffía.
Varð ekki langlífur
Kona Jens Jónssonar hét fullu nafni Anna Sigurrós
Jónsdóttir frá Spágilsstöðum í Laxárdalshreppi, fædd
1869. Jens er 30 ára og hún 19 ára þegar þau fara
vestur 1888. Með þeim Jens og Önnu fer einnig litla
Anika, 7 ára, dóttir Jens og Helgu. (I Vesturfaraskránni
er hún ranglega sögð dóttir Önnu Sigurrósar en það
getur auðvitað ekki stemmt því Anna Sigurrrós er að-
eins 12 ára þegar Anika fæðist).
Jens varð, eins og áður sagði, ekki langlífur, hann
lést aðeins 47 ára gamall. Anna Sigurrós lifði mann
sinn í 30 ár og lést í Vesturheimi 1935,66 ára að aldri.
Þau hjónin eignuðust saman átta börn, sjö syni, Jón,
Skarphéðinn, Jón Þorgeir, Guðmund Leó, Astráð
Vilhelm, Halldór Kristinn og Victor Edward og dótt-
urina Soffíu Hlín.
Þau Jens og Anna Sigurrrós bjuggu lengst af í
Winnipeg, þar sem Jens starfaði sem smiður. Þau tóku
upp eftirnafnið Thorgeirsson eftir að þau fluttu vestur.
Eftir dauða Jens flutti Anna til Saskatchewan.
Matthías Ólafsson
bóndi á Orrahóli var
fenginn til þess að
hjálpa til við að ná
Helgu upp úr brunn-
inum. Hann líkti lík-
inu við bráðapestar-
rollu og sagan segir
að eftir það hafi hún
fylgt honum.
ar stafað með tveim k-um,
Anikka. Hún giftist íslensk-
um manni í Vesturheimi,
Sigurjóni Jónssyni. (Sigurjón
Sigurdsson kallaði hann
sig) Foreldrar hans voru Jón
Sigurðsson frá Finnsstöðum
í Eiðaþinghá og kona hans
Sigríður Magnúsdóttir.
Þau fóru vestur 1882 ásamt
fjórum börnum sínum og
Sigurjón sonur þeirra fædd-
ist á leiðinni, í lest fyrir utan
Boston. I 3. bindi Dalamanna,
eftir Jón Guðnason, er sagt lít-
illega frá Aniku. Þau Anika
og Sigurjón bjuggu nálægt
Ethridge í Montana. Þau eign-
uðust fjóra syni og fjórar dætur. Einn son sinn skírði
Anika Jens og eina dótturina Önnu, Guðnýju Önnu.
Það sýnir að Anna Sigurrós fóstra hennar hefur verið
henni kær. Anika lést í janúar 1964.
Vinátta sem aldrei dvín
Þessi litla sorgar- og ástarsaga hefur fáum ver-
ið kunn fram til þessa og þeir flestir farnir til feðra
sinna sem til hennar þekktu, enda langt um liðið. En
Helgubrunnurinn sá um að halda sögunni um Helgu
lifandi hjá Stóru-Tungu fólkinu, sem er hafsjór af
fróðleik og hefur þar að auki afburða minni. Fyrir
vestan eru einnig á kreiki margar sögur um það hvern-
ig Helga gerði vart við sig á undan Matthíasi bónda á
Orrahóli, sem dró hana upp úr brunninum með heldur
ósmekklegum athugasemdum.
Hinn hlýi hugur Soffíu til æskuunnusta síns barst
svo til Bjargar dóttur hennar, þaðan til Soffíu dótt-
urdóttur hennar og til Bjargar móður minnar, og frá
þeim öllum til mín. Þessi saga segir okkur margt um
fyrri tíma, um úrræðaleysi þeirra sem veikir eru, um
trú manna á fylgjur og drauga, um heitrof og örviln-
an, skilning og mannkosti og það hvernig foreldrar
ráðskuðust með börn sín og tilfinningar þeirra. En
umfram allt fjallar hún um hlýhug, tryggð, ást og vin-
áttu sem aldrei dvín.
Helstu skriflegar heimildir:
Dalamenn Jón Guðnason
islendingabok.is
Pam Olofson Furstenau: pam@rootstotrees.com
Kirkjubækur Fellsstrandarhrepps
Vesturfaraskrá Júníusar Kristinssonar
Vestur-íslenskar æviskrár
Þuríður Anika
Anika, sem hét fullu nafni Þuríður Anika, fæddist 23.
ágúst 1881 í Túngarði á Fellsströnd. Hún var 7 ára
er þau fluttu til Kanada. Þar gekk hún undir nafninu
Thuridur Anika Thorgeirsson. Oft má sjá nafn henn-
Helstu munnlegar heimildir:
Björg Magnúsdóttir, Soffía Magnúsdóttir, Björg
Guðfinnsdóttir, Pálína Guðfinnsdóttir, Ólafía
Magnúsdóttir, Agnes Pétursdóttir, Jóhann Pétursson
og Eggert Kjartansson
http://www.ætt.is
6
aett@aett.is