Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010 Guðfinna Ragnarsdóttir: Heitrof, dauði, ást og örlög Þegar Helga litla Jónsdóttir tiplaði um hlaðið í Stóru-Tungu á sínum fyrstu árum hefur sjálfsagt verið passað vel upp á að hún færi sér ekki að voða í brunninum við bæinn. Engan gat grunað að hún ætti eft- ir að enda þar sína daga, tæpum þrjátíu árum síðar, vitstola, ófrísk og örvilnuð. Mörg eru mannanna örlög. Öll skiljum við eftir okk- ur slóð atburða og tengsla á langri ævi. Allir vilja ást- vinum sínum vel, vilja heill þeirra og hamingju. A sumu höfum við vald, öðru ekki. Á árunum 1854-1856 bjuggu tvenn hjón í Stóru-Tungu áFellsströnd, Jón Þorgeirsson og Halldóra Jónsdóttir, sem árið 1858 eignuðust soninn Jens, og Jón Benjamínsson og Anna Jónsdóttir sem árið 1854 eignuðust dótturina Helgu. Jens og Helga felldu í fyllingu tímans hugi saman og eignuðust litla telpu sent skírð var Anika. En margt fer öðruvísi en til var stofn- að. Enginn veit atburðarásina nákvæmlega eða hvernig líf þeirra Jens og Helgu var þessi fáu ár sem þau áttu saman, en Anika litla var á öðru árinu þegar eftirfarandi atburðir gerðust. Það fennir fljótt í sporin en drama- tískar frásagnir lifa með fólkinu og púslbitarnir raðast saman í nokkuð heillega mynd. Helgubrunnur Agnes Pétursdóttir, húsmóðir í Stóru-Tungu á Fells- strönd, sagði mér eftirfarandi sögu sem hún heyrði frá móður sinni, Guðrúnu Jóhannsdóttur, sem bjó í Stóru- Tungu um áratuga skeið: „I Stóru-Tungu var eitt sinn vinnukona sem hét Helga. Hún hafði átt dóttur með manni sem hét Jens Jónsson. Dóttirin hét Anika og var eins árs þegar saga þessi gerðist. Helga var ekki heil á geði og varð að hafa ntann til að gæta hennar. Einhverju sinni þegar hann vék sér frá hvarf hún. Sagan segir að hún hafi þá verið ófrísk að nýju. Þegar farið var að leita hennar fannst hún örend í brunninum.“ Brunnurinn var alltaf kallaður Helgubrunnur, seg- ir Jóhann Pétursson, bróðir Agnesar, bóndi í Stóru- Tungu. Einar Gunnar Pétursson bróðir þeirra fór einu sinni, barn að aldri, út í rökkrinu að sækja þvott fyr- ir Agnesi. Snúrurnar voru við brunninn. Hann kom strax inn aftur og sagðist hafa séð konu úti og bað systur sína að senda sig aldrei einan út aftur. Jens Jónsson ásamt Önnu Sigurrós Jónsdóttur konu sinni og sjö elstu börnunum. í fangi föður síns situr lítil, brosandi telpa, eina dóttirin sem hann eignaðist með Önnu Sigurrós. Og hvað hét hún ef ekki Soffía! http://www.ætt.is 3 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.