Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010 sjálf eftir þessu. Hún dó 1885 á Akureyri hjá Snorra timburmeistara og komt hans, Sigríði Lovísu, dótt- ur sinni. Guðrún var af œtt Jóns biskups Teitssonar, gáfiið kona og vœn. Maður hennar var Lofiur bóndi á Sauðanesi, sonur Jóns Bjarnasonar á Syðsta-Bœ í Hrísey og Grenivík á Látraströnd - Þ.Þ. VI. Jón Pétursson þótti vitur maður og heppinn læknir, en þó stundum mistækur, og kölluðu illkvitnir menn það hrekki hans, enda þótti hann ekki laus við þá á fyrri árum sínum og í fleiru en því, er til lækninga laut. Hugðu því einfaldir, að það væru hrekkir hans, ef honum mistókst við lækningar sínar. Einhverju sinni var Jóns læknis vitjað til rík- ismanns, er lá veikur.*) Eg heyrði manninn nafn- greindan, en nú er það úr minni mínu liðið, hver hann var- Þ.Þ. Var þetta um hausttíma og bjó hann langt frá Viðvík. Þegar Jón hafði reynt lækningar við bónda um tíma, lagðist á þung tíð með hríð og ill- viðri, en Jóni Péturssyni þótti þar gott að vera og fýsti ekki heim, því að hann átti oft þröngt í búi, enda var hann kallaður lítill búsýslumaður, og sögðu sumir, að læknir eirði vel í góðum stöðum á vertum, þegar hans var vitjað til sjúkra, og þætti betra en heima, enda var hann þá orðinn gamall og heldur hrumur, þegar hér var komið. Dvaldist Jón læknir allan veturinn hjá bónda, og þó hinum síðarnefnda batnaði nokkuð með köfl- um. þyngdi honum fljótlega aftur, og þótti mönnum það ærið undarlegt. Um sumarmál vildi bóndi, að Jón læknir færi burt og kvað það fullreynt, að sér mundi ekki batna af hans tilraunum. Jón kvaðst enn vilja reyna lítinn tíma önnur meðul, og lét bóndi svo vera, en þó hálf nauðugur. Varð það því úr, að Jón varð kyrr og reyndi enn við bónda, og bar það þegar árangur, svo að bónda fór að batna dag frá degi, og varð hann alheill á skömmum tíma og kenndi sér einskis meins, þegar Jón læknir hélt heimleiðis. Kölluðu einfaldir menn og illgjarnir þetta hrekki, enda þekktu menn þá lítið til lækninga og sízt almennt. Rétt eftir að Jón Pétursson kom hingað til lands úr siglingum sínum, og áður en hann tók við emb- ætti, er frá því sagt, að til hans hafi komið maður, sem bólgu hafði í hálsi og bað hann ráða. Jón læknir var þá staddur í kaupstað og á að hafa svarað: „Kauptu einn svartskefta hnífinn í búðinni, og settu á hálsinn á þér. Segðu mér síðan til, ef þér batnar ekki.” Þá fluttust hingað í fyrsta sinni í verzlanir svartskeftir hnífar, og keyptu rnargir þá. Ekki er getið um, að maðurinn hafi fengið aðra læknishjálp hjá Jóni í það sinn. En þetta og annað eins kölluðu menn hrekki. VII. Um aldamótin 1800 varð mikil breyting á allri lands- stjórn. Þá var lögþingið tekið af og yfirréttardóm- ur settur. Sat í þeim dómi fyrstur forseti Magnús Stephensen í Viðey, fyrrum lögmaður og síðar dokt- or í lögum. Um þessar mundir kenndi hann krank- leika, sem æ fór vaxandi. Batnaði ekkert við aðgerð- ir læknanna syðra né meðul þeirra, eða meðul þau, er hann hafði fengið frá útlöndum. Síðla sumars 1801 sendi Magnús norður til Víðvíkur eftir Jóni lækni Péturssyni. Brá hann við og reið suður með fylgdarmanni. Var hann þá orðinn nokkuð gamall og hrumur, en með allgóðri heilsu. Á leiðinni mættu þeir ferðamönnum, sem voru á norður- leið, og bað hann þá að skila kveðju sinni til ekkj- unnar í Viðvík og ámálgaði þetta við fleiri en einn. Þegar þeir komu að Reykholti, var liðið að hátta- tíma, og beiddust þeir þar gistingar af konunni, en hún taldi þau vandkvæði á, að gestir nokkrir væru þar fyrir. Þá er sagt, að Jón læknir hafi gengið að henni og sagt: „Mundir þú þora eður vilja úthýsa mér, ef þú vissir, að eg ætti að deyja í nótt?” Konan gengur inn, kemur aftur og fylgir þeim til rúms í skála, veitti þeim beina og þjónar þeim til sængur. Um kvöldið áður en þeir hátta, vísaði Jón Pétursson fylgdarmanni sínum til blaða, sem hann bar á sér, bað hann færa Magnúsi Stephensen og kveðju sína með, „því að eg næ ekki fundi hans sjálfur.“ Jón andaðist þessa nótt, sem var mi 11 i þess 8. og 9. október 1801. Lét Magnús Stephensen flytja lík hans til Leirár og jarða þar og kostaði útförhans sómalega. Fylgdarmaður Jóns flutti Magnúsi blöð þau, er Jón hafði beðið hann fyrir. Voru þar á rituð ráð þau og nöfn þeirra meðala, sem hann ætlaði að nota við Magnús, því að Magnús hafði sent honum lýsingu að veiki sinni norður, ef svo kynni að fara, að Jón treysti sér ekki að ríða suður. Þessi upp- skrifuðu ráð notaði Magnús með tilsjón Hallgríms Backmanns, og komu þau honum að liði. Varð hann alheill síðan af þeim kvilla. Margrét, ekkja Jóns Péturssonar, lifði lengi eftir hann og andaðist 1827. Hún var systir séra Magnúsar í Fagranesi, sem dó fjörgamall 1828. VIII. Jón Pétursson var lítill maður og snarmenni. Hann hafði bæklaðar hendur, og furðaði menn oft, hvað honurn tókst lipurlega við sjúklinga. Kvenhollan köll- uðu sumir hann. I lækningum þótti hann lærður vel, sem rit hans sýna, og skráði margt því viðvíkjandi. Hann skrif- aði um holdsveiki, sem hann kallar skyrbjúg, og um ikt-sýki (gigt), og var það rit hans nefnt af mörgum Iktsýkis-pési. Ennfremur langa ritgerð um orsakir til sjúkdóma og þá nafnkenndu lækningabók, sem hefir verið vinsæl að þessum tíma, og fleira ritaði hann um lækningar. Hefir þetta þótt allt vel samið, eftir þátíð- ar lærdómi. IX. Einn sonur Jóns Péturssonar hét Pétur og drukknaði í Kolku. Annar sonur hans hét Jón. Hanssynir voru margir, þar á meðal Hallur bóndi á Skúfsstöðum, http://www.ætt.is 9 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.