Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010
danska ríki. Þar er þó aðeins talið en ekki nafngreint.
Það sama gilti um Manntalið 1785.
Um aldamótin 1800 fer fram mikil talning fólks
um nær gjörvalla Evrópu. Þá talningu á Islandi er að
finna í manntalinu 1801. Það líður því tæp öld milli
allsherjarmanntalanna 1703 og 1801. Það bil hefur
reynst mörgum erfítt að brúa. í manntalinu 1816 er
svo í fyrsta sinn birt fæðingarsókn manna, sem var
mikill fengur. Gallinn við það manntal er þó sá að að
það var aðeins fært fremst í nýjar prestþjónustubækur
og margar þeirra hafa glatast eða skaddast. Manntalið
nær því ekki til landsins alls.
Manntalið 1801 hefur það fram yfir manntal-
ið 1816 að þar er greint frá „ektastandi“ og atvinnu.
Næsta manntal er frá árinu 1835 og síðan eru tekin
manntöl á fimm ára fresti til 1860. Næstu hundrað
árin eru tekin manntöl á tíu ára fresti fram til 1960.
Síðasta manntalið sem tekið var á Islandi var 1981.
Hagstofan gaf út Manntalið 1703 á árunum 1924-
1947. Ættfræðifélagið stóð af miklum myndugleik að
útgáfu Manntalsins 1816 á árunum 1947-1974, með
styrk úr ríkissjóði, Manntalsins 1801 á árunum 1978-
1980, einnig með styrk úr ríkissjóði og Þjóðhátíðarsjóði
og aðstoð Þjóðskjalasafns íslands. A árunum 1982-
1985 gaf Ættfræðifélagið svo út Manntalið 1845 í þrem
bindum, með styrk úr ríkissjóði og Þjóðhátíðarsjóði.
Það var svo árið 1994 sem Ættfræðifélagið gaf
út fyrsta bindið af Manntalinu 1910 í samvinnu við
Þjóðskjalasafn íslands og Erfðafræðinefnd með
styrk úr Menningarsjóði. Þetta fyrsta bindi tjallar um
Skaftafellssýslurnar. Síðan kom Rangárvallasýsla
og Vestmannaeyjar árið 1995, Árnessýsla 1997,
Gullbringusýsla og Kjósarsýsla 1998 og loks
Reykjavík í tveim bindum árið 2003. Síðan hefur
útgáfa manntalsins legið niðri sökum fjárskorts og
minnkandi eftirspumar.
Þjóðskjalasafnið hefur á síðustu árum sett mörg
manntöl inn á netið, sem er mikið fagnaðarefni öllum
tölvuvæddum. Þar er að finna manntölin 1703,1835,
1840,1845,1850,1855,1860,1870,1890 og mann-
tölin 1901 og 1910 að hluta. Manntölin 1762, 1801,
1816 og 1880 munu bætast við á næstu misserum.
Vandræði með Sýslumannaæfírnar á netinu
Sæl, Guðfinna. Þú segir réttilega frá því í síðasta tbl.
Fréttabréfsins að eitt merkasta ættfræðirit þjóðarinn-
ar, Sýslumannaæfir, sé komin á netið, ókeypis fyrir
alla og öllum aðgengilegt.
Þetta er mikið ánægjuefni, en sá galli er á gjöf
Njarðar að það vefst fyrir mörgum, þar á meðal mér,
að nýta það vegna kunnáttuleysis í tölvufræðunum.
Eg náð ritinu strax inn, og einhvern veginn rambaði
ég á 3. bindið og get flett því aftur á bak og áfram,
eina eða tvær síður í senn og skrunað.
En ég finn ekki út hvernig ég á að komast inn í hin
bindin eða leita í nafnaskránni. Mig langar því til að
biðja þig, eða einhvern annan sem þú treystir, til að
gefa mér forskriftina.
Segjum ég ætli að finna Skúla Magnússon sýslu-
mann og landfógeta. Þá þarf ég að
*Leita í nafnaskránni; *Finna bindið sem Skúli er
í; *Slá nafnið inn; *og ef til vill fleira.
Mér og trúlega fleirum sem hafa áhuga á að líta í
Sýslumannaæfirnar á netinu, væri mikill greiði gerð-
ur með því að kenna okkur aðferð til að komast á hag-
anlegan hátt inn á ritið.
Mér dettur í hug að heppilegt væri að birta í
Fréttabréfinu við tækifæri smá leiðsögn um hvernig
fara skal að því að komast inn á þetta og e. t. v. fleiri
rit sem eru á netinu og margur vildi kynna sér ef hægt
væri að komast inn á þau með auðveldu móti.
Mér bráðliggur ekkert á þessu en því fyrr því betra.
Kveðja,
Benedikt Sigurðsson, Höfðabraut 7,300 Akranesi,
sími 431-3292, netfang:bennisig@simnet.is
Bráðabirgðasvar
Ágæti Benedikt
Eg verð að játa að gleði mín var svo mikil þegar ég
datt ofan á Sýslumannaæfirnar á Netinu og skoðaði
þær smávegis, að ég athugaði ekkert hvort öll bind-
in væru aðgengileg og þá hvernig. Ég las bara að nú
væri þetta komið á Netið og síðurnar blöstu við mér.
Þegar ég fékk bréfið þitt fór ég að skoða þetta bet-
ur. Ég er nú enginn tölvusérfræðingur en mér tókst
að komast inn á II. og III. bindið og lesa þau. Þar eru
blaðsíðurnar ljósmyndaðar og mjög aðgengilegar. Ég
hef svo setið yfir þessu löngum stundum síðan en
kemst hvorki lönd né strönd. Hin bindin virtust ekki
vera í boði. En ég fór þannig að með Il.bindið:
Slæ innSýslumannaæfiráGoogle.þábirtistlnternet
Arciv. Þar eru upplýsingar unr Sýslumannaæfirnar
undir rauðum borða og á honum ýtti ég á bláan texta:
Full text of Sýslumannaæfir. Þá birtast upplýsingar
um Sýslumannaæfirnar á íslensku.
Þar ýti ég til vinstri á skjánum á read only og þá birt-
ist II. bindið, sem ég get svo flett að vild. Ekki tókst
mér að nota leitarvélina á þetta enda er þetta read only.
Beina slóðin er: http://www.archive.org/stream/
sslumannafir00orgoog#page/n6/mode/1 up
III. bindið komst ég inn á á slóðinni: http://www.
archive.0rg/stream/sslumannafirOlorgoog#page/n6/
mode/lup
það er líka ljósmyndað og hægt að lesa það eins og
bók, alveg eins og II. bindið. Nú er bara að vonast til
þess að einhver, okkur færari á tölvur, segi okkur til
um frekari notkun.
Bestu kveðjur
Guðfinna Ragnarsdóttir, netfang: gudfragn@mr.is
http://www.ætt.is
16
aett@aett.is