Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.2010, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í apríl 2010 frumútgáfunni. I neðanmálsgreinum hef ég þó sums staðar bætt við upplýsingum úr kirkjubókum ef mér hefur þótt það nauðsynlegt. -En við bættum Iíka við tveim dálkum, sem okk- ur þótti mjög mikilvæg viðbót, en það voru fæð- ingardagar eftir kirkjubókum og dánardagar frá Erfðafræðinefnd. Víða vantar þó fæðingardaga ef kirkjubækur eru glataðar, en þá tók ég það sem næst best var, sem eru upplýsingar um fæðinguna skráðar við ferminguna, en slíkt bar að gera frá árinu 1816. Það var mikil vinna að gá að fæðingardegi hvers ein- asta manns á öllu Islandi, sérstaklega í Reykjavík, þar sem fólk var komið alls staðar að. -Oft vildi það líka brenna við að fólk sagði sig yngra í manntalinu en það var samkvæmt kirkju- bókunum. Slfkt gat verið bagalegt, bætir Hólmfríður við, þegar fólk fór að fá ellistyrk á fimmta áratugn- um. Þá þurfti fólk að kanna réttan fæðingartíma svo það gæti sótt um ellistyrk. Það sótti þá fæðingarvott- orð til Þjóðskjalasafns og Hagstofu. Þá kom í ljós að þeir sem sögðu sig yngri en þeir voru höfðu misst af nokkrum árum í ellistyrk. Þá gat fólk þurft að leita réttar síns á Hagstofunni -Mikið verk er óunnið þótt samanburðinum sé lok- ið, segir Eggert. Færa þarf færa inn allar leiðréttingar og viðbætur, fara yfir það og þannig er endalaust hægt að lagfæra og fínpússa. Eg var t.d. langan tíma bara við leiðréttingar á Reykjavíkurbindunum. Ég vann í þessu fram yfir síðustu aldamót en hef síðan snúið mér að öðru. Ahuginn á frekari útgáfu hefur minnk- að, því rniður. Manntölin seljast illa og það er dýrt að gefa þau út. Markhópurinn er lítill. -Auk þeirra sex binda sem út eru komin, hef ég nær fullunnið, að segja má, Snæfellsnessýsluna, Hnappa- dalssýsluna og Dalasýsluna. Þær sýslur gætu vel rúm- ast í einni bók. Það væri gaman ef af útgáfu þeirra gæti orðið. -Já, við þyrftum svona 1-2 milljónir til þess að gefa það út, bætir Hólmfríður við. Og svo væri nóg að prenta það í 500 eintökum. Hin voru prentuð í 1000 eintökum og mikið af því er enn óselt. -Auðvitað er draumurinn að koma öllu manntal- inu út á prenti, segir Eggert, en það er borin von eins og ástandið er núna í þjóðfélaginu og áhugi manna takmarkaður. -Ég væri heldur ekki lengi að vinna Barðastrandar- -Kosturinn við Manntalið 1910 er fyrst og fremst sá að það er svo nálægt okkur í tíma, sem auðveldar fólki mjög leit að uppruna sínum, sérstaklega ungu fólki. Það verð- ur því mikilvæg brú yfir í fortíðina, segir Hólmfríður Gísladóttir, fyrrum formaður Ættfræðifélagsins. sýslurnar, segir Eggert. Ég á Ijósrit af prestþjónustu- bókum þaðan og sömuleiðis úr Mýrasýslunni. -Já, svo þyrftum við líka að koma Borgarfirðinum út, hann er eiginlega næstur, segir Hólmfríður. -Stjórnarráðið lét gera úttekt á manntalinu 1910. þar var kannað búalið og bændur, fjöldi þeirra og annarra atvinnuvega. Svo eru í manntalinu lýsingar á húsum, sem er mjög merkilegt, því lítið er til af slfku annars staðar. Þessi úttekt var gefin út í bókarformi árið 1913. -Kosturinn við Manntalið 1910 er fyrst og fremst sá að það er svo nálægt okkur í tíma, sem auðveldar fólki mjög leit að uppruna sínum, sérstaklega ungu fólki. Það verður því mikilvæg brú yfir í fortíðina. Viðtal: Guðfinna Ragnarsdóttir Saga manntalanna Saga manntala á íslandi er orðin bæði löng og inni- haldsrík allt frá því fyrsta allsherjarmanntalið var tek- ið árið 1703. 1729 var svo næsta manntal tekið, en aðeins í þrem sýslum. Islensk ættfræði væri snöggt- um fátækari og innihaldsrýrari, að ekki sé meira sagt, ef manntalanna nyti ekki við. I formála að útgáfu Ættfræðifélagsins á Manntalinu 1816 segir Guðni Jónsson meðal annars um þessi tvö fyrstu manntöl: „Þau atriði eru óteljandi, sem unnt hefur verið að leiðrétta og auka við um íslenzka ættfræði með hjálp þessara tveggja heimildarrita.“ 1762 og 1769 er í fyrsta sinn tekið manntal í hinu http://www.ætt.is 15 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.