Verkakonan - 01.01.1945, Page 17

Verkakonan - 01.01.1945, Page 17
með málefni sín til hennar, hvort heldur voru þeirra einkaáhugamál eða verkakvennafélaginu viðkomandi: „Ég skal gera allt, sem ég get fyrir þig í þessu máli.“ Og það var aldrei svo mjög lítið, sem hún gat, hennar loforð reyndust ætíð traust. A fyrstu árum félagsins var við marga erfiðleika að eiga. Einn með þeim verstu tel ég, er verkakonur sjálfar virtust ekki kæra sig um að berjast fyrir réttmætum kjarabótum sér til handa, enda þótt þær væru sem eðlilegt var, mjög óánægðar með kjör sín, og var það síður en svo, að þær, sem hvergi vildu láta sín getið með kröfur um bætt kjör, væru ánægðari eða mögluðu minna en hinar, sem stóðu á verði fyrir bættum hag sínum og annarra. Ótrúlegt mundi mörgum verkakon- um þykja nú þau kjör, sem konur, er gengu í almenna vinnu á öðrum tug 20. aldarinnar, áttu við að búa. Mikið þótti húsfreyjum þessa bæjar þá að borga tvær krónur fyrir tólf til fjórtán stunda vinnu við þvotta eða hreingerningar og engar smávegis tekjur þóttu það, er kaupið hjá kvenfólki var komið upp í 60 aura um tímann, enda kostaði það mikla baráttu að ná því fram. Efalaust muna margar félagskonur hvaða ofdirfska það þótti og jafnvel ganga brjálæði næst, er farið var Sigurjón Á. Ólafsson: 30 ára samfylgd Árið 1914 var fólksfjöldinn í Reykjavík um 13770, karlar og konur. Þá voru gerð út til fiskveiða héðan 32 skip, þar af 17 togarar. Atvinna bæjarbúa byggðist þá sem síðar á fiskframleiðslunni. Utgerðarmennirnir voru þá allsráðandi um kjör verkalýðsins til sjós og lands. Konur unnu að uppskipun afla og verkun hans. Einnig unnu þær að uppskipun þungavöru, svo sem kola, salts og fleira. Var þá alsiða fram að þeim tíma, að konur bæru kola- og saltpoka á bakinu eftir slý- hálum og sjóblautum bryggjum. Fiskþvottur fór fram undir beru lofti úr ísköldum sjó eða vatni. Vinnutím- inn minnst 10 stundir og alloft 12. Kaupgjald kvenna var 15 aurar á tímann og Dagsbrúnarmanna 35 aurar. Upp úr þessum jarðvegi vanlíðunar og þrælkunar, spruttu svo samtök verkakvenna hér í bæ fyrir 30 ár- um síðan, fyrir atbeina nokkurra áhugakvenna, með Jónínu Jónatansdóttur í fararbroddi, er síðan stjórnaði samtökum verkakvenna með skörungsskap um 20 ára skeið. Hér eru ekki tök á að rekja til neinnar hlýtar hið merkilega starf, sem félagið hefur innt af hendi liðin 30 ár. Er það merkilegur kapítuli í sögu þjóðarinnar um baráttu fyrir frelsi og jafnrétti kvenna á Islandi. Síðast- fram á að gefið væri frí 1. maí, frídag verkafólks. Ég man eftir undrun kvenna á þeirri fiskstöð, sem ég vann á árið 1923, er ein kona úr stjórn verkakvennafélags- ins (frú Karólína Siemsen) kom á vinnustaðinn og skoraði á meðlimi verkakvennafélagsins og aðra, er væru á þessum vinnustað, að vinna ekki nema til há- degis í dag, 1. maí, en koma og taka sameiginlegan þátt í kröfugöngu verkalýðsins og öðrum hátíðahöldum dagsins. Ekki var frítt við að þessi ötuli stjórnarmeð- limur verkakvennafélagsins fengi háðsglott og jafnvel napuryrði á bakið, er hún var gengin á brott, en á þeim tímum þýddi ekki að kippa sér upp við slíkt. — Og að mínu viti er það ekki samlíkjandi að halda við og koma í framkvæmd réttmætum kröfum nú og var í þá daga. En ég vona að verkakvennafélagið, er það á í samn- ingum og er að berjast fyrir bættum hag meðlima sinna, þurfi aldrei að láta til baka neitt af þeim mannrétt- indaumbótum, er hefur áunnist. Og treysti ég því, að þar verði áframhaldandi staðið þétt á bak við rétt- mætar kröfur og hvergi hopað, en ekki öfgakenndir loftkastalar látnir ráða gerðum félagsins, heldur verði áfram háð markviss barátta fyrir bættum hag verka- lýðsins. liðin 10 ár hefur félagið notið forystu hinnar ágætustu og fórnfúsustu konu í verkalýðsmálum, frú Jóhönnu Egilsdóttur, sem um langt skeið var hægri hönd frú Jónínu Jónatansdóttur, í hennar félagsmálabaráttu. Undir stjórn Jóhönnu hefur félagið haldið áfram að vaxa og þroskast og skapað verkakonunum aukið lífs- öryggi með hækkuðu kaupgjaldi, styttum vinnutíma, bættri aðbúð og fullkomnari starfsskilyrðum á vinnu- stöðunum. Uppskipunarvinnan er horfin úr sögunni. Fiskþvotturinn er framkvæmdur í nýtizku húsum, kalda vatnið úr sögunni. Með breyttum háttum á nýt- ingu sjávarafurða hefur starf og aðbúnaður allur við vinnu tekið stórfelldum framförum. Hefur félagið verið þar vel á verði og fengið miklu til vegar komið á þessu sviði. Tímakaup kvenna er nú almennt kr. 1.64 og vinnutíminn 8 stundir. Þá hefur á síðari tímum starfs- svið félagsins aukizt mjög. Verkakvennafélagið Framsókn hefur frá fyrstu tíð verið einn af hornsteinum Alþýðusambands Íslands og ávalt staðið þar í baráttunni, þar sem raunsæi og skynsamleg vinnubrögð hafa ráðið. Verkakonurnar hafa sýnt og sýna enn mikinn stjórnmálaþroska. Þær eru fyrst og fremst íslenzkar í anda og líta á líf sitt og starf helgað heimilum sínum og fósturjörð. Austrænum byltingastefnum, áhrifum og yfirráðum, vinna þær gegn, og munu lengi styrk stoð lýðræðis, frelsis og mannréttinda. Á liðnum 30 árum hafa kjör íslenzkra verkakvenna VERKAKONAN 15

x

Verkakonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verkakonan
https://timarit.is/publication/887

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.