Verkakonan - 01.01.1945, Side 21
var 75 ára afmæli hennar nýafstaðið, og var henni þá
vikið nokkrum krónum. En svo er margt sinnið sem
skinnið. Onnur fullvinnandi félagskona kom ergileg
yfir verðinu, þó yngri væri. Hún skildi ekki jafnvel
breytinguna á verðgildi peninganna, eða ef til vill var
hún snauðari af félagshyggju.
Loks kom svo hið langþráða afmæliskvöld, konurn-
ar tóku að safnast saman á tilsettum tíma; konur eldri
sem yngri, sumar með „verri helminginn" með sér,
aðrar í fylgd með félagssystur eða kunningja, sem þær
hafa boðið með sér. Boðsgestirnir slæðast með, unz
hver stóll á fætur öðrum er setinn.
Loks er súpan borin inn, skeiðar glamra við diska
og tennur, þó hvergi sé höndin hreyfð jafnhart og við
labra-vask, þá tæmast diskarnir tiltölulega fljótt og
næsti réttur er borinn á borð. Dagskráin hefst, kvöld-
skráin ætlaði ég að segja. Avörp eru flutt, kveðjur,
hvatningarorð, heillaóskir, og félaginu er flutt kvæði,
sem mörgum finnst hliðstætt drápum þeim, er góð
hirðskáld fluttu konungunum til forna, þrungið dýr-
mætum minningum, ómar unninna sigra, óður framtíð-
arinnar hljómar þar í óskamálum og líkingamyndum,
og ekki er mér grunlaust um að konur hefðu óskað
að sitja í hásæti við hlið skáldsins. Síðast kom svo
gamanleikrit.
Þessir þættir, hver um sig, hafa vakið ýmis konar
geðhrif, sumar félagskonur hafa minnzt þeirra gömlu
daga, þegar félagið var á bernskuskeiði og varð fyrir
alls konar mótblæstri og andúð, sem nú myndi þykja
næsta ótrúlegt. Aðrar hafa hugsað til persónulegra
stunda, sem þær hafa átt við þvottakarið, á fiskreitun-
um, við skúringafötuna, fiskflökunina eða eitthvað
annað, kannske störf og baráttu heimilisins.
Við hittum forystukonur okkar og formann, við lif-
um góðar minningar og góða framtíðardrauma.
Loks er'svo stiginn dans og þá kemst nú líf í tusk-
urnar, það er óþarfi að tala um hjásetur eða þess
háttar, herrarnir eru miklu færri, en hvað gerir það.
Við kunnum að dansa hver við aðra og það veldur að
minnsta kosti engum hneykslunum.
Ein af okkar ágætu forystukonum sagði í ræðu ‘í
þessu hófi: „Svoleiðis skemmtum við okkur bezt.“
Sama má segja um félagsstörfin:
Svoleiðis vinnum við bezt.
Afmælisblaðið
okkar varð miklu síðbúnara en við gerðum okkur
vonir um í haust. Veldur því prentaraverkfallið í haust
og síðan jólaannir prentsmiðjunnar. En við vonum að
konur taki þeim mun betur á móti blaðinu, sem þær
hafa lengur þurft að bíða eftir því.
V.K.F. FRÁMSÓKN
óskar öllum
félagskonum sínum
og velunnurum
verkalýðssamtakanna
GÓÐS OG FARSÆLS NÝÁRS