Foreldrablaðið - 01.12.1951, Síða 6
Ánægjuleg andlit á jólaskemmtun í Austurbæjarskólanum. -— Ljósm.: Vignir.
nú settlega, og jafnvel versti óþekktar-
ormur bekkjarins er óþekkjanlegur, þar
sem hann stendur, táhreinn, bljúgur og
brosandi í beztu fötunum sínum með húf-
una í hendinni. Og það er dáðst að þess-
um nýju, fallegu kjólum og fínu fötum.
Svo er gengið til stofu, þar sem teikni-
meistari bekkjarins er e. t. v. búinn að
skreyta töfluna með fallegu jólatré eða
uppljómaðri kirkju í jólasnjó og einhverj-
ir hafa prýtt veggina með marglitum
pappír. Svo ganga hóparnir hver af öðr-
um niður í samkomusalinn, baðaðan ljós-
um, þar sem fagurlega skreytt jólatré
stendur úti í horni, og þegar allir eru
komnir, hefst skemmtunin með því, að
allur þessi ungi og prúðbúni hópur syng-
ur hinn einfalda en fagra sálm um barn-
ið góða í Betlehem. A eftir verður ofur-
lítið hlé, en þá fer kliður eftirvæntingar-
innar um salinn, því að nú mun tjaldið
bráðum dregið frá og þá birtast á leik-
sviðinu tröll eða álfar, kóngar og drottn-
ingar, prinsessan og karisson úr koti. Oft-
ast er steinhljóð meðal áhorfenda, en fyr-
ir kemur þó, að eitthvað er pískrað: ,,Er
það ekki Gunna, sem er drottningin?“
„Nei, það er Stína“. „Víst er það Gunna
. . Dansmeistarar svífa um sviðið,
hljóðfæraleikarar og annað sönglistarfólk
veitir skemmtan, klappað er lof í lófa, og
endurtaka verður allt það, sem einkum
hefur veitt gaman. Pallgeigur grípur
marga, en þarna er hann líka yfirunninn
í fyrsta skipti á æfinni, og það er ómetan-
legt öllum þeim, sem síðar eiga eftir að
standa andspænis fullu húsi áheyrenda,
en hér hafa margir þeir fyrst komið
fram, sem nú eru orðnir eða langt komn-
ir á veginum til þess að verða viðurkennd-
6 FORELDRABLAÐIÐ