Foreldrablaðið - 01.12.1951, Blaðsíða 11
ann sé Maóríi. í skólunum sitja brúnu og
hvítu börnin hlið við hlið. I verksmiðjun-
um má einnig sjá þetta hörundsfallega og
íturvaxna fólk með svart liðað hár og
dökkar hendur leysa verkin í góðri sam-
vinnu og eindrægni við hið hvíta fólk.
Og nú þykir það engin minnkun, þótt
bam fæðist með brúnu augun frum-
byggjans. Allt þetta er gott dæmi um
það, hvert komast má með frumstæðar
þjóðir, ef skynsamlega er á málunum
haldið og gagnkvæmur skilningur og góð-
ur vilji látinn ráða framkvæmdum.
Hinir hvítu menn höfðu að sjálfsögðu
meira að miðla hinum brúnu bræðrum
sínrnn, og Maóríarnir hafa að vonum haft
mestan hagnaðinn menningarlega séð af
hinum friðsamlegu og heillavænlegu sam-
skiptum seinustu aldar við sinn þroskaða
og mannaða hvíta bróður. Hinu er oft
gleymt og lítt á lofti haldið, hvað hinir
hvítu menn hafa og gætu lært af frum-
stæðum þjóðum. Hafa t. d. ekki vélar,
tækni og fjöldaframleiðsla tortímt með
öllu ýmiss konar merkilegum handiðnum,
og gert það að verkum, að snilligáfa og
framúrskarandi hagleikur á þessum svið-
um fær ekki að þroskast eða fer í súginn?
Aður var að því vikið, hve snjallir
Maóríarnir á Nýja-Sjálandi væri í þeirri
list að skera út og telgja. Utskurðarlist
þeirra hefur gengið að erfðum mann
fram af manni, og áhrifa hennar gætti
fljótlega í nýsjálenzkum skólum. I fyrstu
voru hvítu börnin áhorfendur. Hand-
bragð og hagleikur hinna brúnu félaga
þeirra vakti athygli þeirra og aðdáun. En
ekki leið á löngu, áður en þau fóru líka
að handleika hnífinn. Kom þá í ljós, að
fleiri gátu lært að halda á skurðhnífnum
og búið til fallega gripi, heldur en haldið
var í fyrstu. Og ekki var starfsgleðin
lítil. — Síðan hefur útskurður og smíðar
yfirleitt farið mjög í vöxt á barnaskólum
og heimahúsum á Nýja-Sjálandi. Þykir
árangur vera góður og uppeldisgildi
Hvítur dretigur við smíðar.
ótvírætt. Kunna Ný-Sjálendingar vel að
meta þetta og nota sér óspart kunnáttu
og listgáfu frumbyggjanna.
Oft er á það minnzt, að íslenzku bæja-
og borgarbörnin séu mitt í myndarskap
sínum og glæsileik harla óró og hvikul í
hugsun og starfi. Ef þetta er satt, ættu
foreldrar að gefa smíðum og útskurði
meiri gaum en nú er gert. Mættu þeir
gjarnan gefa börnum sínum tækifæri til
þess að vera út af fyrir sig, í horni, kjall-
ara eða háalofti við útskurð og smíðar.
Mundi það veita hinni miklu starfsorku
barnanna í heilbrigðari farvegi og skapa
þeim meiri sálarró heldur en bíóráp og
tilbúin, vélknúin leikföng. Sköpunargáfa
og þrá blundar í hverju barni, og smíði
eða útskurður, þó ekki væri nema lítils
hlutar, mundi veita því óblandna ánægju
og halda um leið huga þess og hönd
óskiptum að ákveðnu viðfangsefni.
FORELDRABLAÐIÐ 1 1