Foreldrablaðið - 01.01.1971, Síða 6
4
um kynningasón, en þær heyrast miklu oftar, ekki
sízt í samsettum orðum. Þá er raddbeitingu oft
ábótavant og býsna algengt, að mönnum liggi
óþarflega lágt rómur. Stundum er lesið fullhratt
og hlaupið yfir atkvæði, sem ber að skila í góð-
um lestri. Hins vegar kemur varla fyrir, að lestrar-
hraði sé ónógur.
Gæti hugsazt, að skýringin á þessu væri sú,
að í lestrarkennslu sé lögð megináherzla á lestrar-
hraða, en önnur atriði látin mæta afgangi?
Harðmæli í stað linmælis.
Þótt miklu varði, að málhreimur sé íslenzkur
og áherzlur réttar, er þó enn meira um það vert,
að framburður hljóðanna sé skýr og skammlaus
og hljóðmyndunin rétt.
Eins og allir vita, er framburður ofurlítið mis-
munandi eftir landshlutum. Fyrir um það bil aldar-
fjórðungi setti Björn heitinn Guðfinnsson prófessor
fram tillögur um samræmdan íslenzkan framburð
að undangengnum víðtækum framburðarrannsókn-
um um allt land. Jafnframt vann hann að því,
meðan honum entist líf og heilsa, að styrkja stöðu
þeirra staðbundnu framburðaratriða, sem hann
taldi betri en önnur. Merkustum árangri náði hann
í baráttu sinni gegn flámælinu, svo að nú er út-
breiðsla þess hverfandi hjá því, sem áður var.
Þess verður nú sjaldan vart hjá fólki undir fer-
tugu, enda hafa skólarnir unnið markvisst gegn
því. Þetta er rétt til þess að minna okkur á,
hverju þeir geta áorkað í framburðarkennslu, ef
aðgerðir þeirra eiga sér stoð í almenningsálitinu.
Hér gefst ekki tóm til að fjalla almennt um ís-
lenzkan framburð og samræmingu hans. Það er
mikið mál og vandrætt. Hér verður aðeins farið
fáeinum orðum um eitt þeirra framburðaratriða,
sem Bjöm vildi efla með tillögum sínum, þ. e.
harðmæli. Með harðmæli er átt við framburð
hörðu hljóðanna p, t og k á eftir löngu sérhljóði
eins og í orðunum hrapa, láta og aka. Linmæli er
það hins vegar kallað, þegar fram eru borin linu
hljóðin b, d og g í sömu stöðu (hraba, láda,
aga).
En fyrst er rétt að vekja athygli á því, að sam-
ræmdur framburður er eitt, vandaður framburður
annað. Samræmdur ríkisframburður getur verið
misgóður eins og hver önnur mállýzka. Þetta virð-
ist mönnum stundum sjást yfir. Með samræmdum
framburði er þó stefnt að vönduðum framburði,
leitazt við að láta lakari mállýzku víkja fyrir hinni
betri, þar sem tveggja kosta er völ. Svo fór um
flámælið. Það var látið víkja fyrir réttmæli. Eins
var lagt til, að linmæli yrði látið þoka fyrir harð-
mæli. Að því hefir ekki verið unnið eins mark-
visst, en þó nokkuð. En viðureignin við linmælið
er miklu erfiðari en baráttan við flámælið, því að
flámæli var alltaf minnihlutaframburður, en lin-
mæli er hins vegar miklu útbreiddara en harð-
mæli. Einhverjum kann að þykja viðfangsefnið
óárennilegt. En ég hygg, að viðleitni til þess að
ryðja harðmælinu braut eigi sér næga stoð al-
menningsálitsins, til þess að réttmætt sé að vinna
að því með vaxandi þunga. Þá þurfa kennarar
auðvitað að vita nákvæmlega, hvað harðmæli er
og hvað linmæli og hvaða hættur þarf að varast,
þegar linmæltu barni er innrættur harðmælisfram-
burður; og kennarinn verður að hafa fullt vald á
þeim framburði sjálfur.
Engar rannsóknir hafa verið gerðar á útbreiðslu
harðmælis og linmælis, síðan Björn Guðfinnsson
leið, svo að enginn veit, hvernig hlutföllin eru nú.
Margir munu óttast, að þau séu enn hagstæðari
linmælinu en áður, og má vera, að svo sé. En
hvað sem því líður, hygg ég, að telja megi nokk-
urn veginn víst, að nú sé meira um blandaðan
framburð, a. m. k. hér við Faxaflóa. Því valdi
annars vegar aðflutningur harðmælts fólks, hins
vegar áróður og lestrarkennsla skólanna. Þegar
svo er komið, að maður er ýmist harðmæltur eða
linmæltur, segir láta í annarri setningunni, en láda
í hinni, ætti ekki að vera óvinnandi verk að gera
hann alveg harðmæltan. Ef hann ræður við harð-