Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 24

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 24
22 — Ef um drengi er að ræða, er annað uppi á ten- ingnum. Drengjum leyfist að gleyma skólanum vegna annars, sem vekur áhuga þeirra. Þeir eru sjálfstæðir gagnvart foreldrum sínum og öðrum. Starfssvið þeirra er fjölþreytt: bóndi, flugmaður, smiður, skipstjóri o. fl. í leik og starfi taka þeir sér mjög margt fyrir hendur, svo sem að fara á sjó, á hestbak, bjarga dýrum (og pabba sínum), smíða, slást, yfirleitt allt mögulegt annað en það, sem viðkemur heimilisstörfum, enda þótt flestir eigi þeir eftir að verða eiginmenn og feður! Mamma er á sínum stað, við uppþvott, matseld, sauma og önnur heimilisstörf. Móðir, sem hefur starf utan heimilis þekkist ekki. Mamma æsir sig gjarna út af smámunum og þá jafnvel án þess að ástæða virðist til þess. í daglegu amstri hef- ur hún uppeldi barnanna ein með höndum, en ef þörf er þýðingamikilla ákvarðana leynir sér ekki, hver er höfuð heimilisins. Pabbi þýðir bréf úr ensku fyrir börnin. Hann þekkir alla sveitabæina, segir sögur og finnur hreiður. Ef ágreiningur kemur upp á heimilinu, reynir hann að jafna sakirnar: „Það rætist úr þessu öllu,“ sagði pabbi og brosti tii mömmu. Billinn er hans eign og sama er að segja um dagblöðin. Hann hvílir sig að loknu dagsverki með blaðið og pípuna hjá sér. Slíkt leyfist mömmu ekki. En að öðru jöfnu virðist hans lítil þörf á heimilinu, nema sem fyrir vinnu auðvitað. Annað er athyglisvert auk þeirrar skýru verka- skiptingar, sem frá hefur verið greint, þ. e. hve miklu færri frásagnir greina frá stúlkum en drengjum. Sem dæmi má nefna að í bókinni „Það er leikur að lesa“, 4. hefti, segja allar sögurnar frá drengjum. Einu kvenpersónurnar, sem þar koma fyrir eru mæðurnar. Þá dettur mér einnig í hug könnun á reiknings- bókum, sem ég átti þátt í. Þar voru öll lesdæmin talin, þeim síðan skipt í flokka eftir því kyni, sem þau fjölluðu um. — Þegar athuguð er reiknings- bók Elíasar Bjarnasonar, handa 12 ára börnum, kom í Ijós að 51% dæmanna fjalla um hlutlaus efni, 2% fjalla um bæði kynin, 38% um karlkyns- persónur, en einungis 9% fjalla um kvenkyns persónur. Eru þá engin dæmi um undantekningar frá þess- ari hefðbundnu verkaskiptingu? Að vísu er myndin ekki algjörlega einhlít. Und- antekningar koma fyrir, t. d. er á einum stað get- ið um duglegan dreng, sem hjálpar mömmu við eldhússtörfin, einnig má nefna stúlku, sem er hug- rakkari en bróðir hennar. — En þessi dæmi eru svo fá, að þau breyta í engu heildarmyndinni. Telur þú þá mynd, sem hér hefur verið dregin upp, ámælisverða, og þá hvers vegna? Það tel ég tvímælalaust. Sú mynd, sem börnin fá af umhverfi sínu er alis ekki í samræmi við þjóðfélagið í dag, þar sem fjölmargar mæður vinna nú utan heimilis og samhjálp er víða við hússtörf og uppeldi barna. Þar af leiðir, að þetta á sinn þátt í að viðhalda ríkjandi skoðunum á fé- lagslegri skiptingu kynjanna, skoðunum, sem ann- ers eru á undanhaldi í dag. Það er því sjálfsögð krafa, að í umræddum bókum kynnist börnin stúlk- um, sem eiga kost á að þroska hæfni sína til ann- ars en heimilisstarfa, og drengjum, sem hjálpa til við heimilisstörf og barnauppeldi og læra þann- ig að meta þau störf sem eðlilegan þátt lífs síns. Á. S.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.