Foreldrablaðið - 01.01.1971, Page 31

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Page 31
29 Myndíðakennsla ætti ekki að vera bundin af settum lágmarkskröfum. Með því er ekki sagt, að það sé ekki mikilvægt, að nemendurnir nái svo langt, sem mögulegt er, á faglega sviðinu. Áþreifanlegur árangur af vinnu nemandans hefur mikla þýðingu fyrir hann sjálfan og hefur mikið að segja fyrir áframhaldandi vinnu í myndíða- greinum. Myndíðakennsla krefst samvinnu milli allra myndíðakennara hvers skóla. Einn myndíðakenn- ari kann að hafa teikningu (og skrift) sem sér- grein, annar kann að hafa smíðar sem sérgrein og þriðji allt, er að garni og taui lítur (tekstilform- ing). Auk sérsviða hafa yfirleitt flestir þessara kennara þekkingu á öðrum greinum, sem þeir geta látið nemandann njóta góðs af. Hér væri þá ef til vill um að ræða mótun, leirvinnu, málmvinnu og aðrar síðari tíma kennslugreinar. En grundvöllurinn fyrir góðum árangri er sam- starfið milli þessara kennara. Þeir þurfa að gera nemendum Ijósa þá valmöguleika, sem eru fyrir hendi; kynna fyrir þeim hinar ýmsu starfsaðferðir og þann efnivið, sem þeir eiga kost á að vinna úr. Hér reynir á hæfileika kennarans sem leið- beinanda við að aðstoða nernendur í vali þeirra á viðfangsefnum, beina þeim inn á svið, þar sem hæfileikar viðkomandi fá notið sín. Samvinna við aðra kennara — önnur fög — væri einnig æski- leg í ríkari mæli. Ýmsar þjóðfélagsbreytingar, svo sem breyting- ar á framleiðslutækni og efnahag, hljóta að hafa eðlilegar afleiðingar fyrir kennslu í teikningu og handavinnu. Ný lífsviðhorf, nýjar þarfir, nýtt mat á verðgildi og gæðum hluta hlýtur að leiða til breytinga — til nýjunga — í kennsluháttum. Skólinn í dag leggur grundvöllinn að samfélagi framtíðarinnar, því hljótum við að líta á mynd- íðakennslu í þjóðfélagslegu samhengi.

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.