Foreldrablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 32

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Blaðsíða 32
30 HELGA SIGURJÓNSDÓTTIR: Uppeldis- handbók og þó... Seint á síðastliðnu ári kom út bók, sem nefn- ist Uppeldishandbókin, foreldrar og börn, eftir Bandaríkjamanninn Dr. Haim Ginott, prófessor í sálfræði og sállækningum. Á bókarkápu segir, að hann hafi verið nefndur Dr. Spock barnasálfræð- innar, og má af því sjá, að bækur hans hljóta að vera mikið lesnar, enda var áðurnefnd bók hans metsölubók i Bandaríkjunum í meira en ár. Björn Jónsson skólastjóri þýddi bókina á íslenzku og Jónas Pálsson sálfræðingur skrifar formála að henni. Eins og nafn bókarinnar bendir til, er henni ætlað að vera handbók fyrir foreldra og aðra upp- a'endur, og höfundur talar um, að hér séu á ferð- inni nýjar lausnir gamalla vandamála. Satt að segja kom ég ekki auga á þessar nýju lausnir við lestur bókarinnar. Flestar kenningar prófess- orsins eru gamalkunnar og sumar meira að segja eldfornar og úreltar. Ekki virðist bókin ætluð sér- lega gagnrýnum lesendum. Hvergi getur höfund- ur neinna rannsókna eða heimilda máli sínu til stuðnings. Samt eru þar nokkrar nytsamar ráð-

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.