Foreldrablaðið - 01.01.1971, Qupperneq 33
31
leggingar, einkum í köflunum um aga og afbrýði-
semi. Annars er það ekki ætlun mín að ræða bók-
ina í heild, heldur aðeins lítillegt þann kafla henn-
ar, sem ég tel ekki eiga neitt erindi til íslenzkra
foreldra nú á tímum, en það er kaflinn Kynhlut-
verk og samfélagsstarf.
Strax í upphafi slær höfundur því föstu, að eðli
karla og kvenna sá ákaflega ólíkt, og þess vegna
megi ekki ala drengi og stúlkur upp á sama hátt.
Uppeldið verði fyrst og fremst að miða að því,
að þau séu fær um að gegna kynhlutverkum sín-
um síðar á lífsleiðinni. Næst kemur svo skilgrein-
ing á kynhiutverkunum og upptalning á þeim skyld-
um, sem eiga að hvíla á hvoru kyni um sig. Móðir-
in á að annast börnin og veita þeim ást og um-
hyggju, sinna líkamlegum þörfum þeirra og vinna
húsverkin. Hún þarf líka að taka ve! á móti
,,pabba“, þegar hann kemur heim á kvöldin, því
að hann þarfnast rólegs ,,aðlögunartimabils“ frá
kröfum heimsins til kröfu heimilisins. Þar með
virðist hlutverki móður vera lokið að dómi höf-
undar. Þá er það faðirinn, húsbóndinn á heimilinu,
höfuð fjölskyldunnar, sem kemur til skjalanna, og
honum er ekki ætlað neitt smáræði. Hann á að
halda uppi aga á heimilinu, því að það samrýmist
ekki hinu blíða og viðkvæma eðli móðurinnar að
vera ströng og ákveðin, heldur getur slíkt stofn-
að aldagömlu móðurhlutverki hennar í voða. Fað-
irinn á að móta samvizku barnanna, og þá eink-
um drengjanna auðvitað, því að hann á að vera
persónugervingur siðalærdóms og aga. Og ekki
nóg með það. Hann á einnig að vernda barnið
fyrir ýmiss konar hættum hins daglega lífs, t. d.
í umferðinni, hættum af rafmagnstækjum o. s. frv.
Veslings mennirnir hljóta að vera allan daginn á
þönum á milli vinnustaðar og heimilis til þess að
bjarga börnunum úr bráðum lífsháska. Ekki er allt
upptalið enn, því að nú á faðirinn einnig að vernda
móðurina gegn ódælu barni og síðan barnið aftur
gegn ofverndunarhneigðri móður. Fer þetta að
verða nokkuð margþætt verndunarstarf, enda
bandarískum karlmönnum ekki fisjað saman. Aft-
ur á móti er þeim tekinn strangur vari fyrir því
að skipta um bleyjur á barni sínu, mata það eða
þaða, því að ,,þá er sú hætta á ferðum, að barn-
ið eigi að lokum tvær mæður, en ekki móður og
föður“.
í framhaldi af þessu ræðir höf. nauðsyn þess,
að ekki sé krafizt sams konar hegðunar af báðum
kynjum. Umfram allt megi mæður og kennarar
ekki rækta hið kvenlega, þ. e. a. s. hið blíða og
viðkvæma, í fari drengja. Þetta er stórhættuleg
kenning, sé eftir henni farið, en það gera senni-
lega allt of margir foreldrar ennþá. Barnageð-
iæknar eru nú þeirrar skoðunar, að ein megin-
ástæðan fyrir því, að taugaveiklun er miklu al-
gengari meðal drengja en telpna, sé einmitt sú,
að oft eru gerðar of miklar kröfur til drengja.
Þeir mega ekki gráta ,,eins og stelpur", þeir þurfa
sífellt að vera harðir og kaldir karlar. Um þetta
virðist prófessorinn alls ófróður. Hann segir ein-
faldlega, ,,að lífsfjör drengja sé meira en telpna,