Foreldrablaðið - 01.01.1971, Síða 34

Foreldrablaðið - 01.01.1971, Síða 34
32 og þess vegna eigi þeim að leyfast að vera fyrir- ferðarmiklir“. Þetta er ákaflega vafasöm fullyrð- ing að ekki sé meira sagt. Sennilega óskhyggja höfundar. Fleiri ,,gullkorn“ er að finna í umrædd- um kafla, eins og t. d. það, ,,að óþarfi sé fyrir foreldra að láta hroll fara um sig, þótt drengir á forskólaaldri fari í mömmuleik og mati brúður. Öðru máli gegnir eftir að skólaganga hefst. Þá skal draga glögga línu milli leikja kynjanna, því að ætlazt er til, að áhugamál og framtíðaráform piita og stúlkna þróist í ólíkar áttir.“ Nú er kom- inn tími til að kynna stúlkunni matreiðslu og heim- ilishald og færa henni þar með heim sanninn um unað þess að vera kona. Drengurinn þarf aftur á móti að eiga góðar stundir með föður sínum á vinnustað, hvernig svo sem því verður við komið —• nema um sveitastörf sé að ræða. Með þannig uppeldi álítur höfundur, að hvort kyn um sig falli vel inn í sitt kynbundna hlutverk síðar meir, og verði þar með hamingjusamir ein- staklingar. Hann virðist alls ekki gera ráð fyrir því, að konur kunni að hafa áhuga, vilja eða getu til annarra starfa en barnauppeldis, matreiðslu og hreingerninga. Að vísu drepur hann aðeins á, að sumar konur kunni að óska sér annars hlutskiptis, en það er mjög óæskilegt að hans dómi, vegna þess meðal annars að fjárhagslegt sjálfstæði giftr- ar konu gæti gert hana að „húsbónda á heimilinu". Slíkt má ekki gerast, því að ,,á heimilum af þessu tagi alast börn upp án teljandi virðingar eða að- dáunar á karlmönnum“, eins og höfundur orðar það. Að hinu leytinu er víst ekkert við það að at- huga, að karlmaðurinn sé húsbóndi á heimilinu, og börnin alist þar með upp án teljandi virðingar eða aðdáunar á konum. Mér finnst erfitt að bera virðingu fyrir dr. Gin- ott eftir lestur þessarar bókar. Nú mun nýlega vera komin á íslenzku bókin Foreldrar og táningar eftir sama höfund. Ég hef ekki lesið þá bók, en ég vona sannarlega, að sé hún jafnfull af fordómum og kreddum, leggi ís- lenzkir sálfræðingar ekki blessun sína yfir hana.

x

Foreldrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.