Foreldrablaðið - 01.01.1974, Side 7
SJÓNVARP VEITIR FYRIRMYND
AÐ STÖRFUM
5
Tilfinnanleg áhrif sjónvarps á börn
á aldrinum 10—14 ára,
samkvæmt eigin mati þeirra:
Hafa orðið hrædd
----- reið
----- döpur
Drengir Stúlkur
8% 15%
18% 10%
9% 10%
Ef við lítum í staðinn á efni sjónvarps almennt,
ekki aðeins á fslandi, heldur einnig í öðrum lönd-
um, þá er það augljóslega stéttbundið að vissu
marki. Þ. e. a. s. það efni, sem þar birtist, er
yfirleitt samið af miIIistéttarfólki og fjallar um
millistéttarfólk. Þessi staðreynd skiptir töluverðu
máli fyrir uppeldisáhrif tækisins. Efni, sem er harla
eðlilegt og venjulegt fyrir eitt barn, getur verið
mjög framandi fyrir annað barn. Sjónvarpið getur
því opnað nýja heima fyrir börnunum, ekki aðeins
landfræðilega, heldur einnig félagslega. Afleiðing-
in af þessu kom fram í rannsókn minni á þann
veg, að drengir, sem bjuggu á sjónvarpssvæði,
reyndust hafa metnaðarfyllri drauma um framtíðar-
starf sitt en drengir, sem voru án sjónvarps. Þegar
þeir voru spurðir, hvaðan þeir hefðu fengið hug-
myndina að starfinu, nefndu þeir sjónvarpið það
oft, að mjög sterkar líkur benda til, að það hafi
haft bein áhrif á starfsdraumana.
Samræmi milli starfs föður
og starfsdauma sonar á þremur stöðum:
Með sjónvarp Án sjónv.
Reykjavík Vestm.eyjar Akureyri
Óskastarf sonar
mjög frábrugðið
starfi föður 56% 50% 20%
Óskastarf sonar
svipað starfi
föður 44% 50% 80%