Foreldrablaðið - 01.01.1974, Síða 10
8
Á meðan engin hugarfarsbreyting á sér stað
og engin alvarleg rýni ofan í kjölinn á okkar eig-
in þjóðfélagi, verða allar lausnir á þessum vanda
sýndarlausnir. Við getum byggt fleiri og fleiri
barnaheimili og sett upp rólur út um allan bæ,
en ástandið breytist ekkert. Ekki fyrr en við för-
um að líta á börn sem jafnréttháa þegna og okk-
ur sjálf. Ekki fyrr en við sjáum meinsemdina, sem
liggur að baki kapphlaupinu, tímaleysinu, peninga-
leysinu, hugsunarleysinu.
Börn hafa ekki atkvæðisrétt og þeirra þarfir
njóta þar af leiöandi takmarkaðrar virðingar. Það
er litið á það sem hjartagæsku og góðverk að
reisa einn og einn leikvöll á malbikinu. Ef við l(t-
um á skólana, dagheimilin, leikvelIina, heimilin og
almenningssvæði í borginni, sjáum við fljótlega,
að skipulagið gerir í raun og veru alls ekki ráð
fyrir að börn búi yfir þeirri frumþörf, sem markar
að mestu allt þeirra líf og starf í framtíðinni:
leikjaþörf.
Þetta er ekki borgaryfirvöldum eða einum eða
neinum að kenna, heldur aðeins því gegnum gang-
andi hugarfari sem einkennir þjóðfélagið, skóla-
kerfið, hjónabandið og einstaklingana í heild.
Við sjáum auðvitað í kringum okkur, að þetta
er að smábreytast, en það gerist ósköp hægt.
Enn er verið að byggja risastóra sali fyrir leik-
skóla, þar sem inn er hrúgað börnum í tugatali